Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 13:09 Fjölmörg tré brotnuðu á Stöðvarfirði. Aðsend Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið Veðrið sem gekk yfir landið í gær og fyrradag lék íbúa á Stöðvarfirði sérstaklega grátt. Miklar skemmdir urðu þar á húsum og var bærinn allur á floti. Veðrið gekk niður um miðjan dag í gær þó svæðið hafi verið á hættustigi fram á kvöld. Hreinsunarstarf hófst í morgun á sama tíma og fór að snjóa. Mikið verk er fyrir höndum í Fjarðabyggð.Aðsend „Það var nú ekki það sem menn vonuðust til að fá ofan í þetta, snjó yfir allt. En að öðru leyti er mjög stillt veður og fínt,“ segir Margeir Margeirsson varðstjóri hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mest hreinsunarstarf bíður í Stöðvarfirði og á Vatnsnesi. „Nú erum við komnir með mikið af starfsfólki frá Fjarðabyggð, tækjum og búnaði til að hreinsa upp. Það er bara verið að hreinsa upp tré, járnplötur, hús og annað sem fauk.“ Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum.Aðsend Margeir telur líklegt að hreinsunarstarf klárist að mestu í dag, enda mikill mannskapur á staðnum. „Þetta er mikið tjón, það er eitt hús sem verður ekki búið í á næstunni. Þar fóru járnplötur af þakinu, lak inn og það er allt ónýtt þar inni í þeim hluta hússins sem þakið fór. Svo er að leka inn í önnur hús sem rifnaði af. Næstu dagar fara í að loka því og koma í veg fyrir að það leki inn í húsin,“ segir Margeir. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, urðu engin slys á fólki fyrr en í gærkvöldi, þegar veðrið var gengið yfir. Vegur í Berufirði hafði rofnað vegna vatnavaxta og var bíl ekið ofan í sprunguna í veginum. Hann segir tvo hafa slasast lítillega og voru viðkomanid fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Veður Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Tengdar fréttir „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Veðrið sem gekk yfir landið í gær og fyrradag lék íbúa á Stöðvarfirði sérstaklega grátt. Miklar skemmdir urðu þar á húsum og var bærinn allur á floti. Veðrið gekk niður um miðjan dag í gær þó svæðið hafi verið á hættustigi fram á kvöld. Hreinsunarstarf hófst í morgun á sama tíma og fór að snjóa. Mikið verk er fyrir höndum í Fjarðabyggð.Aðsend „Það var nú ekki það sem menn vonuðust til að fá ofan í þetta, snjó yfir allt. En að öðru leyti er mjög stillt veður og fínt,“ segir Margeir Margeirsson varðstjóri hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mest hreinsunarstarf bíður í Stöðvarfirði og á Vatnsnesi. „Nú erum við komnir með mikið af starfsfólki frá Fjarðabyggð, tækjum og búnaði til að hreinsa upp. Það er bara verið að hreinsa upp tré, járnplötur, hús og annað sem fauk.“ Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum.Aðsend Margeir telur líklegt að hreinsunarstarf klárist að mestu í dag, enda mikill mannskapur á staðnum. „Þetta er mikið tjón, það er eitt hús sem verður ekki búið í á næstunni. Þar fóru járnplötur af þakinu, lak inn og það er allt ónýtt þar inni í þeim hluta hússins sem þakið fór. Svo er að leka inn í önnur hús sem rifnaði af. Næstu dagar fara í að loka því og koma í veg fyrir að það leki inn í húsin,“ segir Margeir. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, urðu engin slys á fólki fyrr en í gærkvöldi, þegar veðrið var gengið yfir. Vegur í Berufirði hafði rofnað vegna vatnavaxta og var bíl ekið ofan í sprunguna í veginum. Hann segir tvo hafa slasast lítillega og voru viðkomanid fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað.
Veður Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Tengdar fréttir „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
„Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34
Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21