Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2025 21:09 Halla Tómasdóttir er forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Fjölskylduferð Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, spilaði inn í ákvörðun embættisins um að sækja ekki minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar, en hafði ekki úrslitaáhrif. Þetta segir í svari Unu Sighvatsdóttur, sérstaks ráðgjafa forsetans. Nokkuð hefur verið fjallað um þessa minningarathöfn, og að forsetinn hafi ekki sótt hana, en fulltrúi Íslands var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að forsetanum hafi aldrei borist formlegt boð á minningarathöfnina í Auschwitz. Þegar hefur komið fram í svari utanríkisráðuneytisins að boð á athöfnina hafi ekki verið send sérstaklega á þjóðarleiðtoga heldur hafi þátttaka þeirra í athöfninni verið valfrjáls. „Engu að síður kom sannarlega til álita að forseti gerði sér ferð til Póllands í tilefni þess að 80 ár voru liðin frá frelsun Auschwitz,“ segir í svari Unu. Búið að teikna upp dagskrána Þessi mögulega ferð til Póllands hafi fyrst verið rædd á fundi í byrjun nóvember þegar var verið að stilla upp fyrirhuguðum ferðum forsetans erlendis fyrir árið 2025. „Á þeim tímapunkti lá ekki ljóst fyrir hversu viðamikil athöfnin í Auschwitz yrði né hverjir myndu sækja hana, en samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Íslands í Póllandi þótti líklegt að einhverjir þjóðhöfðingjar yrðu viðstaddir. Jafnframt var þó ljóst að margar þjóðir myndu senda frekar fulltrúa úr röðum ráðherra eða sendiherra.“ Þann 3. desember hafi Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Varsjá, aflað upplýsinga um að fulltrúar konungsfjölskyldna Norðurlandanna myndu sækja viðburðinn. „Þegar hér var komið sögu hafði hinsvegar ferðaáætlun forseta fyrir árið 2025 verið teiknuð upp og búið að þiggja boð á aðra viðburði erlendis, þar á meðal opinberar heimsóknir, sem dagskrá forseta var skipulögð út frá.“ Ekki rými til að bæta við ferð til Póllands Í svarinu segir að umfang opinberra heimsókna sé slíkt að þurft hafi að takmarka aðrar ferðir forseta erlendis. Það sé byggt á því fjármagni og mannauði sem forsetaembættið ræður yfir. „Ekki þótti rými til að bæta við ferð til Póllands í lok janúar,“ segir í svarinu. Forsetanum berist árlega boð á mun fleiri viðburði erlendis en unnt sé að sinna og því þurfti að forgangsraða bæði tíma og fjármagni. Þá hafi áðurnefnd fjölskylduferð forsetans ekki ráðið úrslitum við þessa ákvörðun. „Fjölskylduferð forseta, sem nefnd er í tölvupósti til sendiherra, var meðal margra þátta sem horft var til en réði ekki úrslitum enda var forseti kominn aftur heim þann 27. janúar (sbr. tilkynningu í Stjórnartíðindum) og var á Bessastöðum þennan dag.“ Umboðsmaður skoðar málið Greint var frá því fyrr í dag að umboðsmaður Alþingis hefði óskað eftir upplýsingum um upplýsingagjöf forsetans. Rúv fjallaði í gær um svör forsetaskrifstofunnar við fyrirspurnum sem vörðuðu minningarathöfnina. En í umfjölluninni sagði að miðlinum hefði borist misvísandi svör. Í síðustu viku hafi borist svör frá skrifstofu forseta þar sem talað var um að minningarathöfnin hentaði ekki dagskrá forsetans. Þá væri ekki hægt að afhenda dagskrá hans. Í kjölfarið hafi fengist þau svör að þegar minningarathöfnin hafi verið haldin hafi forsetinn verið heima á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnartíðindum hafi hún verið erlendis milli 17. janúar og komið heim 27. janúar, sama dag og minningarathöfnin fór fram. Síðan hafi samskipti utanríkisráðuneytisins við forsetaembættið komið í ljós, en þar komi fram að 4. desember hafi komið fram að forsetinn hefði ekki tök á að sækja viðburðinn vegna áðurnefndrar einkaferðar forsetahjónanna. Dagskráin ekki leyndarmál „Dagskrá forseta er ekki leyndarmál og er greint frá nær öllum hennar opinberu framkomum á vefsíðu embættisins, forseti.is,“ segir í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Þegar kemur að opinberum heimsóknum erlendis í dagskrá forseta er embættið hinsvegar bundið af því að virða óskir gestgjafaþjóðanna um að tilkynna ekki um þær fyrr en gestgjafinn sjálfur hefur gert það fyrst. Í erlendum prótókolli er af öryggisástæðum gjarnan miðað við að heimsóknir þjóðhöfðingja séu ekki opinberaðar með lengri fyrirvara en einum mánuði.“ Forseti Íslands Umboðsmaður Alþingis Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um þessa minningarathöfn, og að forsetinn hafi ekki sótt hana, en fulltrúi Íslands var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að forsetanum hafi aldrei borist formlegt boð á minningarathöfnina í Auschwitz. Þegar hefur komið fram í svari utanríkisráðuneytisins að boð á athöfnina hafi ekki verið send sérstaklega á þjóðarleiðtoga heldur hafi þátttaka þeirra í athöfninni verið valfrjáls. „Engu að síður kom sannarlega til álita að forseti gerði sér ferð til Póllands í tilefni þess að 80 ár voru liðin frá frelsun Auschwitz,“ segir í svari Unu. Búið að teikna upp dagskrána Þessi mögulega ferð til Póllands hafi fyrst verið rædd á fundi í byrjun nóvember þegar var verið að stilla upp fyrirhuguðum ferðum forsetans erlendis fyrir árið 2025. „Á þeim tímapunkti lá ekki ljóst fyrir hversu viðamikil athöfnin í Auschwitz yrði né hverjir myndu sækja hana, en samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Íslands í Póllandi þótti líklegt að einhverjir þjóðhöfðingjar yrðu viðstaddir. Jafnframt var þó ljóst að margar þjóðir myndu senda frekar fulltrúa úr röðum ráðherra eða sendiherra.“ Þann 3. desember hafi Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Varsjá, aflað upplýsinga um að fulltrúar konungsfjölskyldna Norðurlandanna myndu sækja viðburðinn. „Þegar hér var komið sögu hafði hinsvegar ferðaáætlun forseta fyrir árið 2025 verið teiknuð upp og búið að þiggja boð á aðra viðburði erlendis, þar á meðal opinberar heimsóknir, sem dagskrá forseta var skipulögð út frá.“ Ekki rými til að bæta við ferð til Póllands Í svarinu segir að umfang opinberra heimsókna sé slíkt að þurft hafi að takmarka aðrar ferðir forseta erlendis. Það sé byggt á því fjármagni og mannauði sem forsetaembættið ræður yfir. „Ekki þótti rými til að bæta við ferð til Póllands í lok janúar,“ segir í svarinu. Forsetanum berist árlega boð á mun fleiri viðburði erlendis en unnt sé að sinna og því þurfti að forgangsraða bæði tíma og fjármagni. Þá hafi áðurnefnd fjölskylduferð forsetans ekki ráðið úrslitum við þessa ákvörðun. „Fjölskylduferð forseta, sem nefnd er í tölvupósti til sendiherra, var meðal margra þátta sem horft var til en réði ekki úrslitum enda var forseti kominn aftur heim þann 27. janúar (sbr. tilkynningu í Stjórnartíðindum) og var á Bessastöðum þennan dag.“ Umboðsmaður skoðar málið Greint var frá því fyrr í dag að umboðsmaður Alþingis hefði óskað eftir upplýsingum um upplýsingagjöf forsetans. Rúv fjallaði í gær um svör forsetaskrifstofunnar við fyrirspurnum sem vörðuðu minningarathöfnina. En í umfjölluninni sagði að miðlinum hefði borist misvísandi svör. Í síðustu viku hafi borist svör frá skrifstofu forseta þar sem talað var um að minningarathöfnin hentaði ekki dagskrá forsetans. Þá væri ekki hægt að afhenda dagskrá hans. Í kjölfarið hafi fengist þau svör að þegar minningarathöfnin hafi verið haldin hafi forsetinn verið heima á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnartíðindum hafi hún verið erlendis milli 17. janúar og komið heim 27. janúar, sama dag og minningarathöfnin fór fram. Síðan hafi samskipti utanríkisráðuneytisins við forsetaembættið komið í ljós, en þar komi fram að 4. desember hafi komið fram að forsetinn hefði ekki tök á að sækja viðburðinn vegna áðurnefndrar einkaferðar forsetahjónanna. Dagskráin ekki leyndarmál „Dagskrá forseta er ekki leyndarmál og er greint frá nær öllum hennar opinberu framkomum á vefsíðu embættisins, forseti.is,“ segir í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Þegar kemur að opinberum heimsóknum erlendis í dagskrá forseta er embættið hinsvegar bundið af því að virða óskir gestgjafaþjóðanna um að tilkynna ekki um þær fyrr en gestgjafinn sjálfur hefur gert það fyrst. Í erlendum prótókolli er af öryggisástæðum gjarnan miðað við að heimsóknir þjóðhöfðingja séu ekki opinberaðar með lengri fyrirvara en einum mánuði.“
Forseti Íslands Umboðsmaður Alþingis Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira