Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 07:31 Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Væntanlega er það hugsað í því skyni að allir þingmenn sitji við sama borð þegar kemur að því að kynna sér yfirlit þingmála og umræðan geti hafist þegar við upphaf þings. Nú skyldi maður ætla að margs konar nýlundu væri að finna á þingmálaskránni góðu í samræmi við umstangið og sviðsetninguna en sú er alls ekki raunin. Flest málin hér eru ýmist EES-mál eða endurflutt mál frá síðustu þingmálaskrá sem birtist í september síðastliðnum. Ánægjulegt að sjá mál sem á rætur að rekja í vinnu sem fór fram á síðasta kjörtímabili í matvælaráðuneytinu undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Málið er hluti af þeirri heildarendurskoðun sem þar fór fram og varðar gagnsæi í sjávarútvegi. Vonandi líta fleiri frumvörp úr þeirri vinnu dagsins ljós enda sjálfsagt að ný ríkisstjórn geti byggt á grunni góðrar vinnu fyrri ráðherra. Við allar kynningar á þessum málum hefur farist fyrir að geta þess að ný ríkisstjórn er ekki að finna upp hjólið. Til að mynda eru áform um sölu á Íslandsbanka nákvæmlega eins og áformað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Vert að nefnamál sem felur í sér skýra pólitíska stefnumörkun sem er mál umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og snýr sérstaklega að því að bregðast við dómi vegna Hvammsvirkjunar. Sérlög um einn virkjanakost hljóta alltaf að teljast varhugaverð og vega að almennum römmum um ferlið. Sjónarmið náttúruverndar verða að líkindum fyrir borð borin í þinglegri meðferð enda slíkar raddir vart að finna í þinginu. Einnig er vert að halda því til haga að dómstólar hafa ekki lokið sinni umfjöllun um málið. Þetta er málið sem ríkisstjórnin telur liggja mest á og verður að líkindum rætt í þinginu á fyrstu dögum þess. Náttúruverndarsinnar landsins verða því að halda vöku sinni til þess að veita stjórnvöldum aðhald. Rétt er líka að nefna nokkur mál sem voru á þingmálaskrá fyrri stjórnar en ekki er að finna á þeirri nýju. Athygli vekur að frumvarp um rýni á beinum erlendum fjárfestingum í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi er ekki að finna á þingmálaskránni. Það frumvarp á rætur að rekja í vinnu um langt skeið í því skyni að tryggja heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir á Íslandi og í samræmi við löggjöf annars staðar á Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Umræða um mikilvægi þess að stjórnvöld geti haft yfirsýn yfir hverskonar aðilar standa að kaupum á mikilvægum innviðum hefur orðið hávær í löndunum í kringum okkur, ekki síst í kjölfar stríðs í Evrópu og afleiðinga þeirra. Frumvarp til heildarlaga um almenningssamgöngur er heldur ekki að finna lengur á þingmálaskrá. Slíkt frumvarp er mikilvæg forsenda þess að gera umbætur á almenningssamgöngum, en áhugi ráðherra virðist liggja annars staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur boðað samgönguáætlun með haustinu og ástæða er til að fylgjast grannt með hvernig þeirri vinnu vindur fram þegar samgönguáætlun fer í samráðsgátt stjórnvalda eins og lög mæla fyrir um, það ætti að verða í síðasta lagi seint í vetur eða með vorinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar verður þó helst að finna í fjármálaáætlun á vordögum sem og í málflutningi einstakra ráðherra á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar ber hæst sá grundvallartónn sem liggur í öllum málflutningi forsætisráðherrans og lýtur að því að nú skuli „hagræða“ fyrir öllum viðbótarútgjöldum. Miðað við umfang kosningaloforða má ætla að fyrir liggi að fara í niðurskurð sem mun koma niður á almenningi í landinu í gegnum skerta þjónustu og aukið álag á opinbera starfsmenn. Fyrri yfirlýsingar í kosningabaráttunni um tekjuaukningu eru fyrir bí og í raun má segja að þessi ríkisstjórn sé hægrisinnaðri í sínum málflutningi varðandi ríkisfjármál en sú sem síðast var við völd. Lýst er eftir niðurskurðartillögum hvarvetna og forgangsröðun tillagnanna síðan útvistað til handvalinna einstaklinga og enginn þingmaður kemur þar nærri. Slík nálgun er með ólíkindum. Í þeirri stöðu í þinginu að ekkert aðhald sé að finna frá vinstri og ekkert náttúruverndarviðnám verður rödd VG enn brýnni þótt hana verði helst að finna utan þinghússins. Um sinn. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinstri græn Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Væntanlega er það hugsað í því skyni að allir þingmenn sitji við sama borð þegar kemur að því að kynna sér yfirlit þingmála og umræðan geti hafist þegar við upphaf þings. Nú skyldi maður ætla að margs konar nýlundu væri að finna á þingmálaskránni góðu í samræmi við umstangið og sviðsetninguna en sú er alls ekki raunin. Flest málin hér eru ýmist EES-mál eða endurflutt mál frá síðustu þingmálaskrá sem birtist í september síðastliðnum. Ánægjulegt að sjá mál sem á rætur að rekja í vinnu sem fór fram á síðasta kjörtímabili í matvælaráðuneytinu undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Málið er hluti af þeirri heildarendurskoðun sem þar fór fram og varðar gagnsæi í sjávarútvegi. Vonandi líta fleiri frumvörp úr þeirri vinnu dagsins ljós enda sjálfsagt að ný ríkisstjórn geti byggt á grunni góðrar vinnu fyrri ráðherra. Við allar kynningar á þessum málum hefur farist fyrir að geta þess að ný ríkisstjórn er ekki að finna upp hjólið. Til að mynda eru áform um sölu á Íslandsbanka nákvæmlega eins og áformað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Vert að nefnamál sem felur í sér skýra pólitíska stefnumörkun sem er mál umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og snýr sérstaklega að því að bregðast við dómi vegna Hvammsvirkjunar. Sérlög um einn virkjanakost hljóta alltaf að teljast varhugaverð og vega að almennum römmum um ferlið. Sjónarmið náttúruverndar verða að líkindum fyrir borð borin í þinglegri meðferð enda slíkar raddir vart að finna í þinginu. Einnig er vert að halda því til haga að dómstólar hafa ekki lokið sinni umfjöllun um málið. Þetta er málið sem ríkisstjórnin telur liggja mest á og verður að líkindum rætt í þinginu á fyrstu dögum þess. Náttúruverndarsinnar landsins verða því að halda vöku sinni til þess að veita stjórnvöldum aðhald. Rétt er líka að nefna nokkur mál sem voru á þingmálaskrá fyrri stjórnar en ekki er að finna á þeirri nýju. Athygli vekur að frumvarp um rýni á beinum erlendum fjárfestingum í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi er ekki að finna á þingmálaskránni. Það frumvarp á rætur að rekja í vinnu um langt skeið í því skyni að tryggja heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir á Íslandi og í samræmi við löggjöf annars staðar á Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Umræða um mikilvægi þess að stjórnvöld geti haft yfirsýn yfir hverskonar aðilar standa að kaupum á mikilvægum innviðum hefur orðið hávær í löndunum í kringum okkur, ekki síst í kjölfar stríðs í Evrópu og afleiðinga þeirra. Frumvarp til heildarlaga um almenningssamgöngur er heldur ekki að finna lengur á þingmálaskrá. Slíkt frumvarp er mikilvæg forsenda þess að gera umbætur á almenningssamgöngum, en áhugi ráðherra virðist liggja annars staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur boðað samgönguáætlun með haustinu og ástæða er til að fylgjast grannt með hvernig þeirri vinnu vindur fram þegar samgönguáætlun fer í samráðsgátt stjórnvalda eins og lög mæla fyrir um, það ætti að verða í síðasta lagi seint í vetur eða með vorinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar verður þó helst að finna í fjármálaáætlun á vordögum sem og í málflutningi einstakra ráðherra á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar ber hæst sá grundvallartónn sem liggur í öllum málflutningi forsætisráðherrans og lýtur að því að nú skuli „hagræða“ fyrir öllum viðbótarútgjöldum. Miðað við umfang kosningaloforða má ætla að fyrir liggi að fara í niðurskurð sem mun koma niður á almenningi í landinu í gegnum skerta þjónustu og aukið álag á opinbera starfsmenn. Fyrri yfirlýsingar í kosningabaráttunni um tekjuaukningu eru fyrir bí og í raun má segja að þessi ríkisstjórn sé hægrisinnaðri í sínum málflutningi varðandi ríkisfjármál en sú sem síðast var við völd. Lýst er eftir niðurskurðartillögum hvarvetna og forgangsröðun tillagnanna síðan útvistað til handvalinna einstaklinga og enginn þingmaður kemur þar nærri. Slík nálgun er með ólíkindum. Í þeirri stöðu í þinginu að ekkert aðhald sé að finna frá vinstri og ekkert náttúruverndarviðnám verður rödd VG enn brýnni þótt hana verði helst að finna utan þinghússins. Um sinn. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun