Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf og Kjartan Ragnarsson skrifa 3. mars 2025 08:02 Í mars 2025 munu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna koma saman til að sitja árlegan kvennanefndarfund (e. Commission on the Status of Women) í 69. sinn. Á hverjum fundi fær alþjóðasamfélagið tækifæri til að endurnýja fyrri skuldbindingar og móta ný markmið til að tryggja áframhaldandi framfarir í átt að fullu jafnrétti kynjanna. Það sem gerir fundinn í ár stórmerkilegan er að nú eru liðin þrátíu ár frá undirskrift Pekingsáttmálans, en hann uppskáru Sameinuðu þjóðirnar eftir að hafa komið saman árið 1995 á heimsráðstefnu kvenna í Peking. Undirritun sáttmálans var gríðarlega stórt skref í þágu kynjajafnréttis á heimsvísu og hefur borið byr undir báða vængi jafnréttisbaráttunnar allt frá því hann var samþykktur. Kynjajafnrétti var sett á oddinn og það má sannarlega segja að sáttmálinn hafi haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Sáttmálinn var formleg pólitísk yfirlýsing stjórnvalda heimsins sem áréttaði skuldbindingu þeirra til að valdefla konur. Áhersla var lögð á mikilvægi kvenréttinda fyrir félagslegar framfarir og sjálfbæra þróun. Aðgerðaráætlun fylgdi yfirlýsingunni sem tilgreindi tólf svið þar sem grípa þurfti til tafarlausra aðgerða til að ná jafnrétti kynjanna. Þessi svið eiga að þjóna sem leiðarvísir fyrir stjórnvöld, borgaralegt samfélag og alþjóðlegar stofnanir til að takast á við ójöfnuð sem konur og stúlkur standa frammi fyrir á ýmsum sviðum. Þökk sé Pekingsáttmálanum og aðgerðaráætluninni hefur kynjajafnrétti fengið frekari virðingarsess á alþjóðavísu. Kvennafundurinn næstkomandi mars markar þannig stór tíðindi í kynjajafnréttisbaráttunni á alþjóðavísu þar sem litið verður bæði aftur og fram á við. Hins vegar er næsti kvennanefndarfundur ekki einungis hátið heldur tækifæri til að líta fram á við. Á fundinum mun alþjóðasamfélagið endurskoða og meta árangur Pekingyfirlýsingarinnar og aðgerðaráætlunarinnar sem henni fylgdi. Farið verður yfir árangur á sviðum heilsu, menntunnar, þátttöku kvenna í stjórnmálum og í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þannig heldur Peking-yfirlýsingin áfram að vera mikilvægur vegvísir fyrir framgang kvenréttinda á heimsvísu til að fylgjast með stöðu kvenréttinda og tryggja ábyrgð ríkja fyrir þeim. Einnig er vert að nefna að þá verða 10 ár liðin frá samþykkt Áætlunar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem inniheldur heimsmarkmiðin (e. SDGs), sem er ávallt gott að hafa í huga þegar kemur að hvers kyns réttindabaráttu. Það er hins vegar mikilvægt að muna að heimurinn hefur breyst gríðarlega á þeim þrjátíu árum sem hafa liðið síðan Pekingsáttmálanum var komið á laggirnar. Árið 1995 voru enn árdagar veraldarvefsins og hnattvæðing var hvergi nærri jafn langt komin. Þessar framfarir hafa fært okkur mörg ný tækifæri en einnig ýkt ójöfnuð á heimsvísu. Til viðbótar sjáum við fram á ýktara og hættulegra veðurfar sökum loftslagsvárinnar auk þess sem það ríkir ólga á alþjóðasviðinu sem brýst fram í auknum átökum um heim allan. Sérfræðingar í þróunarmálum hafa bent á að þessir þættir koma hvað verst út á konum og ungmennum sem eiga, sökum bakslags í jafnréttisbaráttunni og uppgangi aftuhaldshugsunar, fasisma og öfgaafla í heiminum, erfiðara með að hafa áhrif á stjórnmálin í sínu ríki og nærumhverfi. Það má því færa rök fyrir því að dýpra er í árina gripið í dag heldur en árið 1995, þegar allt gekk upp til að setja kynjajafnrétti í framsætið. Það er því mikilvægara en nokkurn tímann áður að standa vörð um kynjajafnrétti og muna hvað við höfum komist langt en þó einnig að við eigum langt í land. Bæði á heimsvísu og hér heima. Ísland stendur sterkt þegar kemur að kynjajafnrétti og það er mikilvægt að ríkið nýti hljómgrunn sinn á alþjóðavettvangi til að stuðla að betri heimi fyrir öll. Það er brýnt að ríki sem hafa náð langt í málefnum kvenna sýni fram á það að þau eru hvergi nærri því hætt. Í landrýnisskýrslu Íslands um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2023 kallar borgarasamfélag Íslands eftir því að íslenska ríkið geri meira til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu og heima við, vinni að frekari jöfnuði kynja á launamarkaði og að það styrki og styðji betur við grasrótarsamtök jafnréttisbaráttunnar. Við, sem ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tökum undir þetta ákall. Því fögnum við því að Ísland, í framboði sínu til mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna á síðasta ári, lagði áherslu á bætt réttindi hinsegin fólks, kynjajafnrétti, réttindi barna og umhverfismál. Við munum fylgjast grannt með sæti Íslands í mannréttindaráðinu og vonum að ný ríkisstjórn standi við þau markmið sem sett voru fram í fyrra, því þessir hópar þurfa stuðning og valdefllingu. Það er einmitt nú sem rödd landsins hefur þann hljómgrunn sem þarf til að hafa raunveruleg áhrif innan alþjóðavettvangsins í þágu kynjajafnréttis. Á tímum sem þessum, þar sem ófremdarástand ríkir þvert um heim getum við ekki setið hjá og leyft jafnréttinu að renna úr greipum okkar. Það er mikilvægt að Ísland muni eftir þeim áherslum sem finna má í Peking sáttmálanum en einnig er mikilvægt að ríkið hlusti á kröfur borgarsamfélagsins, einkum á grasrótarsamtök og ungt fólk, sem veit hvað það syngur þegar kemur að raunverulegu kynjajafnrétti. Peking 30+ er ekki einungis fögnuður fortíðarinnar, heldur tækifæri til að horfa til framtíðarinnar. Þetta er tækifæri til að styrkja samstöðu okkar í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og tækifæri fyrir okkur að draga fram mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu til að tryggja aukin réttindi fyrir hverja og eina manneskju sem á við högg að sækja. Heimurinn er ekki sá sami og hann var árið 1995 og nýjar áskoranir vofa yfir okkur. Með því að hleypa ungu fólki að borðinu fáum við ferskar hugmyndir og nýstárlegar lausnir. Við verðum að nýta öll tækifæri sem okkur bjóðast til að beina framtíð okkar í betri farveg, þann sem byggir á jafnrétti og réttlæti fyrir öll. Bio: Hlutverk ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis er að koma skoðunum ungs fólks á borð stjórnvalda, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Ungmennafulltrúarnir eru kjörnir á þingi Landssambands ungmennafélaga og sinna þau starfinu í umboði aðildarfélaga LUF, sem samtals telja tugi þúsunda félagsmeðlima. Í embætti sitja nú Birta B. Kjerúlf og Kjartan Ragnarsson og hafa má samband við þau á netfangið gender.equality [hjá] youth.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í mars 2025 munu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna koma saman til að sitja árlegan kvennanefndarfund (e. Commission on the Status of Women) í 69. sinn. Á hverjum fundi fær alþjóðasamfélagið tækifæri til að endurnýja fyrri skuldbindingar og móta ný markmið til að tryggja áframhaldandi framfarir í átt að fullu jafnrétti kynjanna. Það sem gerir fundinn í ár stórmerkilegan er að nú eru liðin þrátíu ár frá undirskrift Pekingsáttmálans, en hann uppskáru Sameinuðu þjóðirnar eftir að hafa komið saman árið 1995 á heimsráðstefnu kvenna í Peking. Undirritun sáttmálans var gríðarlega stórt skref í þágu kynjajafnréttis á heimsvísu og hefur borið byr undir báða vængi jafnréttisbaráttunnar allt frá því hann var samþykktur. Kynjajafnrétti var sett á oddinn og það má sannarlega segja að sáttmálinn hafi haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Sáttmálinn var formleg pólitísk yfirlýsing stjórnvalda heimsins sem áréttaði skuldbindingu þeirra til að valdefla konur. Áhersla var lögð á mikilvægi kvenréttinda fyrir félagslegar framfarir og sjálfbæra þróun. Aðgerðaráætlun fylgdi yfirlýsingunni sem tilgreindi tólf svið þar sem grípa þurfti til tafarlausra aðgerða til að ná jafnrétti kynjanna. Þessi svið eiga að þjóna sem leiðarvísir fyrir stjórnvöld, borgaralegt samfélag og alþjóðlegar stofnanir til að takast á við ójöfnuð sem konur og stúlkur standa frammi fyrir á ýmsum sviðum. Þökk sé Pekingsáttmálanum og aðgerðaráætluninni hefur kynjajafnrétti fengið frekari virðingarsess á alþjóðavísu. Kvennafundurinn næstkomandi mars markar þannig stór tíðindi í kynjajafnréttisbaráttunni á alþjóðavísu þar sem litið verður bæði aftur og fram á við. Hins vegar er næsti kvennanefndarfundur ekki einungis hátið heldur tækifæri til að líta fram á við. Á fundinum mun alþjóðasamfélagið endurskoða og meta árangur Pekingyfirlýsingarinnar og aðgerðaráætlunarinnar sem henni fylgdi. Farið verður yfir árangur á sviðum heilsu, menntunnar, þátttöku kvenna í stjórnmálum og í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þannig heldur Peking-yfirlýsingin áfram að vera mikilvægur vegvísir fyrir framgang kvenréttinda á heimsvísu til að fylgjast með stöðu kvenréttinda og tryggja ábyrgð ríkja fyrir þeim. Einnig er vert að nefna að þá verða 10 ár liðin frá samþykkt Áætlunar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem inniheldur heimsmarkmiðin (e. SDGs), sem er ávallt gott að hafa í huga þegar kemur að hvers kyns réttindabaráttu. Það er hins vegar mikilvægt að muna að heimurinn hefur breyst gríðarlega á þeim þrjátíu árum sem hafa liðið síðan Pekingsáttmálanum var komið á laggirnar. Árið 1995 voru enn árdagar veraldarvefsins og hnattvæðing var hvergi nærri jafn langt komin. Þessar framfarir hafa fært okkur mörg ný tækifæri en einnig ýkt ójöfnuð á heimsvísu. Til viðbótar sjáum við fram á ýktara og hættulegra veðurfar sökum loftslagsvárinnar auk þess sem það ríkir ólga á alþjóðasviðinu sem brýst fram í auknum átökum um heim allan. Sérfræðingar í þróunarmálum hafa bent á að þessir þættir koma hvað verst út á konum og ungmennum sem eiga, sökum bakslags í jafnréttisbaráttunni og uppgangi aftuhaldshugsunar, fasisma og öfgaafla í heiminum, erfiðara með að hafa áhrif á stjórnmálin í sínu ríki og nærumhverfi. Það má því færa rök fyrir því að dýpra er í árina gripið í dag heldur en árið 1995, þegar allt gekk upp til að setja kynjajafnrétti í framsætið. Það er því mikilvægara en nokkurn tímann áður að standa vörð um kynjajafnrétti og muna hvað við höfum komist langt en þó einnig að við eigum langt í land. Bæði á heimsvísu og hér heima. Ísland stendur sterkt þegar kemur að kynjajafnrétti og það er mikilvægt að ríkið nýti hljómgrunn sinn á alþjóðavettvangi til að stuðla að betri heimi fyrir öll. Það er brýnt að ríki sem hafa náð langt í málefnum kvenna sýni fram á það að þau eru hvergi nærri því hætt. Í landrýnisskýrslu Íslands um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2023 kallar borgarasamfélag Íslands eftir því að íslenska ríkið geri meira til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu og heima við, vinni að frekari jöfnuði kynja á launamarkaði og að það styrki og styðji betur við grasrótarsamtök jafnréttisbaráttunnar. Við, sem ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tökum undir þetta ákall. Því fögnum við því að Ísland, í framboði sínu til mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna á síðasta ári, lagði áherslu á bætt réttindi hinsegin fólks, kynjajafnrétti, réttindi barna og umhverfismál. Við munum fylgjast grannt með sæti Íslands í mannréttindaráðinu og vonum að ný ríkisstjórn standi við þau markmið sem sett voru fram í fyrra, því þessir hópar þurfa stuðning og valdefllingu. Það er einmitt nú sem rödd landsins hefur þann hljómgrunn sem þarf til að hafa raunveruleg áhrif innan alþjóðavettvangsins í þágu kynjajafnréttis. Á tímum sem þessum, þar sem ófremdarástand ríkir þvert um heim getum við ekki setið hjá og leyft jafnréttinu að renna úr greipum okkar. Það er mikilvægt að Ísland muni eftir þeim áherslum sem finna má í Peking sáttmálanum en einnig er mikilvægt að ríkið hlusti á kröfur borgarsamfélagsins, einkum á grasrótarsamtök og ungt fólk, sem veit hvað það syngur þegar kemur að raunverulegu kynjajafnrétti. Peking 30+ er ekki einungis fögnuður fortíðarinnar, heldur tækifæri til að horfa til framtíðarinnar. Þetta er tækifæri til að styrkja samstöðu okkar í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og tækifæri fyrir okkur að draga fram mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu til að tryggja aukin réttindi fyrir hverja og eina manneskju sem á við högg að sækja. Heimurinn er ekki sá sami og hann var árið 1995 og nýjar áskoranir vofa yfir okkur. Með því að hleypa ungu fólki að borðinu fáum við ferskar hugmyndir og nýstárlegar lausnir. Við verðum að nýta öll tækifæri sem okkur bjóðast til að beina framtíð okkar í betri farveg, þann sem byggir á jafnrétti og réttlæti fyrir öll. Bio: Hlutverk ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis er að koma skoðunum ungs fólks á borð stjórnvalda, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Ungmennafulltrúarnir eru kjörnir á þingi Landssambands ungmennafélaga og sinna þau starfinu í umboði aðildarfélaga LUF, sem samtals telja tugi þúsunda félagsmeðlima. Í embætti sitja nú Birta B. Kjerúlf og Kjartan Ragnarsson og hafa má samband við þau á netfangið gender.equality [hjá] youth.is.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar