Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 16:11 Frá vettvangi í Örebro í dag. AP/Kicki Nilsson Svanfríður Birgisdóttir, einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð, segir alla í áfalli eftir að skotárás var gerð á skólann um hádegisbil í dag. Um það bil tíu manns eru taldir látnir. Einn þeirra látnu er talinn vera árásarmaðurinn. Um er að ræða stærsta fullorðinsskóla bæjarins þar sem sjö þúsund eru í námi og tvö til þrjú þúsund sækja nám á degi hverjum. „Við erum rosalega sjokkeruð öll. Maður trúir þessu eiginlega ekki,“ segir Svanfríður sem var meðal þeirra sem flúðu skólann þegar skotárásin hófst. Hún var stödd á krísufundi í ráðhúsinu með öðrum skólastjórum skólans þegar Vísir náði af henni tali. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta er óraunverulegt,“ segir Svanfríður og leggur áherslu á að margt sé enn á huldu. Til dæmis hvort árásarmaðurinn hafi verið einn eða fleiri. Á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar eftir hádegið kom fram að lögregla hefði grun um að einn þeirra sem fannst særður kunni að vera árásarmaðurinn í málinu. Þá kom fram að lögregla í Örebro hefði ákveðið að rýma sex skóla og einn veitingastað í nágrenninu. Að minnsta kosti sex hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna og greindi lögregla að einhver hafi þegar gengist undir aðgerð. Samkvæmt umfjöllun sænska miðilsins SVT létust um tíu manns. Lögreglan á svæðinu telur að árásarmaðurinn sé meðal þeirra látnu. Svanfríður var meðal mikils fjölda fólks sem flúði úr húsi á meðan einhverjir læstu sig inni í skólastofum þegar skothvellirnir heyrðust. Hasarinn hafi verið mikill. Blóðug föt og kroppar á gólfinu „Þú getur ímyndað þér þegar þessi massi fer af stað þegar það er skotið. Það voru þyrlur, sjúkrabílar, lögreglubílar, öskrandi fólk, blóðug föt og kroppar á gólfinu,“ segir Svanfríður um ástandið. Svanfríður segir skothvellina enn óma í höfðinu á sér. „Þetta var bara skotárás, eins og í bíómynd,“ segir Svanfríður og lýsir ástandinu þegar árásin hófst. Þúsundir nemenda og kennara ýmist flúðu út úr húsi eða læstu sig inn í skólastofum og fylgdu þar til gerðum rýmingaráætlunum sem taka bæði til möguleikans að flýja úr húsi eða komast í skjól innanhúss. „Það eru til rútínur og plön fyrir allt. Það eru tvö ár síðan við gerðum ofboðslega stóra æfingu með öllum. Það kunna þetta allir hérna núna.“ Ekkert lengur eins og þruma úr heiðskíru Aðspurð hvort skotárásin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svarar hún fyrst játandi en hugsar sig svo um. „Samt, það kemur ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti lengur.“ Vísar hún til endurtekinna sprenginga í Stokkhólmi í því samhengi. Þá segir hún skjót viðbrögð lögreglu til marks um að lögregla sé við öllu búin. „Lögregla var rosalega fljót á staðinn. Ég hef aldrei á ævi minni séð neitt þessu líkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslendingar erlendis Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Um er að ræða stærsta fullorðinsskóla bæjarins þar sem sjö þúsund eru í námi og tvö til þrjú þúsund sækja nám á degi hverjum. „Við erum rosalega sjokkeruð öll. Maður trúir þessu eiginlega ekki,“ segir Svanfríður sem var meðal þeirra sem flúðu skólann þegar skotárásin hófst. Hún var stödd á krísufundi í ráðhúsinu með öðrum skólastjórum skólans þegar Vísir náði af henni tali. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta er óraunverulegt,“ segir Svanfríður og leggur áherslu á að margt sé enn á huldu. Til dæmis hvort árásarmaðurinn hafi verið einn eða fleiri. Á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar eftir hádegið kom fram að lögregla hefði grun um að einn þeirra sem fannst særður kunni að vera árásarmaðurinn í málinu. Þá kom fram að lögregla í Örebro hefði ákveðið að rýma sex skóla og einn veitingastað í nágrenninu. Að minnsta kosti sex hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna og greindi lögregla að einhver hafi þegar gengist undir aðgerð. Samkvæmt umfjöllun sænska miðilsins SVT létust um tíu manns. Lögreglan á svæðinu telur að árásarmaðurinn sé meðal þeirra látnu. Svanfríður var meðal mikils fjölda fólks sem flúði úr húsi á meðan einhverjir læstu sig inni í skólastofum þegar skothvellirnir heyrðust. Hasarinn hafi verið mikill. Blóðug föt og kroppar á gólfinu „Þú getur ímyndað þér þegar þessi massi fer af stað þegar það er skotið. Það voru þyrlur, sjúkrabílar, lögreglubílar, öskrandi fólk, blóðug föt og kroppar á gólfinu,“ segir Svanfríður um ástandið. Svanfríður segir skothvellina enn óma í höfðinu á sér. „Þetta var bara skotárás, eins og í bíómynd,“ segir Svanfríður og lýsir ástandinu þegar árásin hófst. Þúsundir nemenda og kennara ýmist flúðu út úr húsi eða læstu sig inn í skólastofum og fylgdu þar til gerðum rýmingaráætlunum sem taka bæði til möguleikans að flýja úr húsi eða komast í skjól innanhúss. „Það eru til rútínur og plön fyrir allt. Það eru tvö ár síðan við gerðum ofboðslega stóra æfingu með öllum. Það kunna þetta allir hérna núna.“ Ekkert lengur eins og þruma úr heiðskíru Aðspurð hvort skotárásin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svarar hún fyrst játandi en hugsar sig svo um. „Samt, það kemur ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti lengur.“ Vísar hún til endurtekinna sprenginga í Stokkhólmi í því samhengi. Þá segir hún skjót viðbrögð lögreglu til marks um að lögregla sé við öllu búin. „Lögregla var rosalega fljót á staðinn. Ég hef aldrei á ævi minni séð neitt þessu líkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslendingar erlendis Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira