Fær að dúsa inni í mánuð til Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2025 10:59 Þrír voru fluttir á sjúkrahús á nýársnótt eftir að hnífur var notaður í átökum á Kjalarnesi. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. vísir/vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Lögreglunnu á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald hafi verið í framlengt um fjórar vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það hafi verið gert á grundvelli almannahagsmuna. Nokkrir særðust Á nýjársdag var greint frá því að hnífstunguárás hefði verið framin á Kjalarnesi og tveir særst, þar af einn alvarlega. „Svo virðist sem ósætti og ágreiningur hafi komið upp hjá mönnum í húsinu og í framhaldinu var hnífi beitt. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og er sá alvarlega slasaður eftir atlöguna. Hinir handteknu eru allir á fimmtugsaldri, rétt eins og sá sem slasaðist mest,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Grét og sagði lífi sínu lokið Í fyrri úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir manninum segir að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi. Á peysu hans hafi verið sjáanlegir blóðblettir á vinstri framhandlegg. Honum hafi verið kynnt réttarstaða sakbornings, sem hann hafi skilið. Hann hafi blásið 1,22 prómil í áfengismæli. Hann hafi greint frá því að hann hefði stungið tvo karlmenn sem hafi ráðist að honum og að hann hafi gert það í sjálfsvörn. Hann hafi sagt margt fólk hafa verið saman í teiti og allt hafi verið í góðu. Síðan hafi tveir sem hafi verið gestkomandi farið að vera ógnandi og hafi ráðist að honum í eldhúsinu. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. „Meðan á frásögn varnaraðila stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar vegna verks í rifbeini og síðan á lögreglustöð.“ Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunnu á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald hafi verið í framlengt um fjórar vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það hafi verið gert á grundvelli almannahagsmuna. Nokkrir særðust Á nýjársdag var greint frá því að hnífstunguárás hefði verið framin á Kjalarnesi og tveir særst, þar af einn alvarlega. „Svo virðist sem ósætti og ágreiningur hafi komið upp hjá mönnum í húsinu og í framhaldinu var hnífi beitt. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og er sá alvarlega slasaður eftir atlöguna. Hinir handteknu eru allir á fimmtugsaldri, rétt eins og sá sem slasaðist mest,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Grét og sagði lífi sínu lokið Í fyrri úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir manninum segir að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi. Á peysu hans hafi verið sjáanlegir blóðblettir á vinstri framhandlegg. Honum hafi verið kynnt réttarstaða sakbornings, sem hann hafi skilið. Hann hafi blásið 1,22 prómil í áfengismæli. Hann hafi greint frá því að hann hefði stungið tvo karlmenn sem hafi ráðist að honum og að hann hafi gert það í sjálfsvörn. Hann hafi sagt margt fólk hafa verið saman í teiti og allt hafi verið í góðu. Síðan hafi tveir sem hafi verið gestkomandi farið að vera ógnandi og hafi ráðist að honum í eldhúsinu. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. „Meðan á frásögn varnaraðila stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar vegna verks í rifbeini og síðan á lögreglustöð.“
Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14
Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28