Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar 4. febrúar 2025 09:32 „Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“ Nei, þetta er ekki skrifað um Donald Trump. Á samt svo dæmalaust vel við hann. Textinn er úr Lofi heimskunnar, eftir Erasmus frá Rotterdam sem uppi var um siðaskiptin og horfði upp á ámóta heimsku og hroka og við horfum nú upp í Vesturvegi. Heimskulegt sjálfshól, hroki, hræsni, miskunnarleysi og lygi virðast vera efst á þeim lastalista sem þessi endurreisti forseti Bandaríkjanna hefur í hávegum. Að ekki sé minnst á gamaldags heimsvaldastefnu eins og grannar okkar Grænlendingar þurfa að glíma við. Og tilraun til valdaráns. Þó er hann miklu frekar einkenni en ástæða þeirra veiki sem fær stóran hluta Bandaríkjamanna til að kjósa hann. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant sagði einu sinni um menningu Grikkja og Rómverja til forna, að sérhver þjóð risi í meinlæti en félli í munaði. Það virðist eiga við Bandaríki nútímans. Ofneysla og forheimskun heillar þjóðar og púkinn sem fitnar á fjósbitanum, dansar nú í Hvíta húsinu. Er ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir 45 árum minnist ég svartrar vinkonu minnar sem horfði upp á krossbrennu fyrir framan heimili sitt. Næsti bær við háskólann minn hýsti einn helsta forkólf Kú Klúx Klan í landinu. Ég man líka áhyggjur lútherskra presta á uppgangi sjónvarpspredikara og bókstafstrúarfólks í landinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með hnignun ýmissa þeirra grunngilda, s.s. mannréttinda sem gerðu þessa þjóð merkilega í upphafi, ekki síst með stjórnarskrá sem eftir krókaleiðum hafði áhrif á okkar eigin. Eitt það versta við þá þjóðfélagsþróun sem við höfum horft upp á í Bandaríkjunum áratugum saman er það hvernig heimskan hefur farið vaxandi – og lygin. Falsfréttir, afneitun vísinda og þekkingar og heiðarlegra skoðanaskipta. Helstu boðorð þeirra fjölmiðlafræða sem ég lagði stund á voru sannleikur og sanngirni (Truth and Fairness). Þessi gildi sem eru forsendur samræðu og lýðræðislegar upplýsingar, eru að verða undir aurskriðu falsfrétta og hreinnar lygi, að ekki sé minnst á forheimskandi þjóðernis-og trúarofstæki. Og auðmennirnir kynda undir. Auðmenn sem eru að gera okkur að þrælum í gegnum samfélagsmiðla sína. Áfangar á leið til fasisma. Í mínum huga er bandarískt samfélag orðið sjúkt af heimsku og lygi. Það verður fátt við því gert annað en að vara við smithættu til annarra landa, þ.á.m. til litla Íslands. Því miður hefur þeim systrum, heimsku og lygi sést bregða fyrir hér á landi í stjórnmálaflokkum hægra megin við heilbrigða skynsemi, svo sem í Miðflokknum. Besta dæmið er afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum. Margt af því fólki sem kaus þennan bandaríska lygamörð yfir sig og virðist eiga jábræður og -systur á Íslandi, nuddar sér utan í kristnina. Þess vegna langar mig að minna á sterkan tón í hinum gyðing-kristna arfi um að ástunda sannleik og miskunnsemi en hafna lygi. Hann er m.a. að finna í 119. Davíðssálmi: Lát veg lyginnar vera fjarri mér og kenn mér af gæsku þinni. Ég hef valið veg sannleikans og hef ákvæði þín fyrir augum. Höfundur er f.v. blaðamaður, forsetaritari og prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
„Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“ Nei, þetta er ekki skrifað um Donald Trump. Á samt svo dæmalaust vel við hann. Textinn er úr Lofi heimskunnar, eftir Erasmus frá Rotterdam sem uppi var um siðaskiptin og horfði upp á ámóta heimsku og hroka og við horfum nú upp í Vesturvegi. Heimskulegt sjálfshól, hroki, hræsni, miskunnarleysi og lygi virðast vera efst á þeim lastalista sem þessi endurreisti forseti Bandaríkjanna hefur í hávegum. Að ekki sé minnst á gamaldags heimsvaldastefnu eins og grannar okkar Grænlendingar þurfa að glíma við. Og tilraun til valdaráns. Þó er hann miklu frekar einkenni en ástæða þeirra veiki sem fær stóran hluta Bandaríkjamanna til að kjósa hann. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant sagði einu sinni um menningu Grikkja og Rómverja til forna, að sérhver þjóð risi í meinlæti en félli í munaði. Það virðist eiga við Bandaríki nútímans. Ofneysla og forheimskun heillar þjóðar og púkinn sem fitnar á fjósbitanum, dansar nú í Hvíta húsinu. Er ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir 45 árum minnist ég svartrar vinkonu minnar sem horfði upp á krossbrennu fyrir framan heimili sitt. Næsti bær við háskólann minn hýsti einn helsta forkólf Kú Klúx Klan í landinu. Ég man líka áhyggjur lútherskra presta á uppgangi sjónvarpspredikara og bókstafstrúarfólks í landinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með hnignun ýmissa þeirra grunngilda, s.s. mannréttinda sem gerðu þessa þjóð merkilega í upphafi, ekki síst með stjórnarskrá sem eftir krókaleiðum hafði áhrif á okkar eigin. Eitt það versta við þá þjóðfélagsþróun sem við höfum horft upp á í Bandaríkjunum áratugum saman er það hvernig heimskan hefur farið vaxandi – og lygin. Falsfréttir, afneitun vísinda og þekkingar og heiðarlegra skoðanaskipta. Helstu boðorð þeirra fjölmiðlafræða sem ég lagði stund á voru sannleikur og sanngirni (Truth and Fairness). Þessi gildi sem eru forsendur samræðu og lýðræðislegar upplýsingar, eru að verða undir aurskriðu falsfrétta og hreinnar lygi, að ekki sé minnst á forheimskandi þjóðernis-og trúarofstæki. Og auðmennirnir kynda undir. Auðmenn sem eru að gera okkur að þrælum í gegnum samfélagsmiðla sína. Áfangar á leið til fasisma. Í mínum huga er bandarískt samfélag orðið sjúkt af heimsku og lygi. Það verður fátt við því gert annað en að vara við smithættu til annarra landa, þ.á.m. til litla Íslands. Því miður hefur þeim systrum, heimsku og lygi sést bregða fyrir hér á landi í stjórnmálaflokkum hægra megin við heilbrigða skynsemi, svo sem í Miðflokknum. Besta dæmið er afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum. Margt af því fólki sem kaus þennan bandaríska lygamörð yfir sig og virðist eiga jábræður og -systur á Íslandi, nuddar sér utan í kristnina. Þess vegna langar mig að minna á sterkan tón í hinum gyðing-kristna arfi um að ástunda sannleik og miskunnsemi en hafna lygi. Hann er m.a. að finna í 119. Davíðssálmi: Lát veg lyginnar vera fjarri mér og kenn mér af gæsku þinni. Ég hef valið veg sannleikans og hef ákvæði þín fyrir augum. Höfundur er f.v. blaðamaður, forsetaritari og prestur.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun