Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. febrúar 2025 07:20 Ekki tókst samkomulag um innanhússtillöguna sem ríkissáttasemjari lagði fram fyrir helgi. Vilhelm Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Þetta varð ljóst eftir að samningfundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hafði lagt fram innanhússtillögu í lok síðustu viku sem samninganefndir sveitarfélaga- og ríkis höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um. Á heimasíðu KÍ er haft eftir formanninum Magnúsi Þór Jónssyni að það séu kennurum mikil vonbrigði að aðilar hafi ekki náð að klára verkefnið og þar með forða verkföllum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná samningum en allt kom fyrir ekki. Nú stöndum við öll saman. Áfram KÍ,“ segir Magnús Þór. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að strandað hefði á kröfum kennara um að gera frekari launabreytingar en gerði hafði verið ráð fyrir í tillögunni og féllust viðsemjendur eirra ekki á það. Ástráður segist ekki gera ráð fyrir að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar á tveggja vikna fresti. Nú eru verkföll því hafin á fjórtán leikskólum í ellefu sveitarfélögum og eru þau ótímabundin. Í grunnskólum eru verkföllin hinsvegar tímabundin og standa til 21. febrúar í sumum skólum en til 26. febrúar í öðrum, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Grunnskólarnir sem um ræðir eru Árbæjarskóli, Garðaskóli í Garðabæ, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Engjaskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Lindaskóli í Kópavogi. Á heimasíðu Kennarasambandsins segir ennfremur að þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði, megi gera ráð fyrir að nú hefjist undirbúningur frekari verkfallsaðgerða í fleiri skólum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að samningfundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hafði lagt fram innanhússtillögu í lok síðustu viku sem samninganefndir sveitarfélaga- og ríkis höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um. Á heimasíðu KÍ er haft eftir formanninum Magnúsi Þór Jónssyni að það séu kennurum mikil vonbrigði að aðilar hafi ekki náð að klára verkefnið og þar með forða verkföllum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná samningum en allt kom fyrir ekki. Nú stöndum við öll saman. Áfram KÍ,“ segir Magnús Þór. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að strandað hefði á kröfum kennara um að gera frekari launabreytingar en gerði hafði verið ráð fyrir í tillögunni og féllust viðsemjendur eirra ekki á það. Ástráður segist ekki gera ráð fyrir að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar á tveggja vikna fresti. Nú eru verkföll því hafin á fjórtán leikskólum í ellefu sveitarfélögum og eru þau ótímabundin. Í grunnskólum eru verkföllin hinsvegar tímabundin og standa til 21. febrúar í sumum skólum en til 26. febrúar í öðrum, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Grunnskólarnir sem um ræðir eru Árbæjarskóli, Garðaskóli í Garðabæ, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Engjaskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Lindaskóli í Kópavogi. Á heimasíðu Kennarasambandsins segir ennfremur að þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði, megi gera ráð fyrir að nú hefjist undirbúningur frekari verkfallsaðgerða í fleiri skólum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39
„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27
Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28