Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar 1. febrúar 2025 19:00 Það var mjög svo fróðlegt að lesa grein formanns blaðamannafélagsins á Vísi nú síðdegis þann 31 janúar. Það fór ekki á milli mála að hún er nýbúin að glerja að nýju glerhúsið. Það hvarflar ekki að henni að blaðamenn séu nokkuð annað en tandurhreinir guðsenglar. En er það svo? Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði blaðamannafélagið sem hún stýrir til pressukvölds til þess að ræða um mál þar sem sex blaðamenn voru með stöðu sakbornings í. Ekki eina sekúndu hvarflaði að formanninum að þiggja boð brotaþola um að mæta og segja sína hlið. Hvernig sá hún eiginlega fyrir sér umræðu um sakamál með eingöngu sakborninga við borðið? Sá hún fyrir sér að þar yrðu “sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt” lagðar á pallborð almennings? Hver var að veita blaðamönnum aðhald? En hvað ef við tökum dæmi úr grein formanns Blaðamannafélagsins og skoðum út frá vinnubrögðum sumra blaðamanna? „Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra.” Nei, óvönduð vinnubrögð blaðamanna sem kollegar þeirra láta óátalin erog verður stærsta ógn við trúverðugleika stéttarinnar. Formaðurinn hefur greinilega gleymt því að ekki fyrir svo löngu síðan sagði hún sjálf að blaðamenn yrðu að þola gagnrýni. Miðað við þessi skrif hennar virðist svo ekki vera lengur. Í dag er hósti í átt að blaðamanni túlkað sem árásir á þessi viðkvæmu blóm. „Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu.” En hver afhjúpar mistök, bresti og spillingu meðal blaðamanna? „Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings.” Og á hvern getur almenningur treyst þegar blaðamenn og fjölmiðlar eru ekki traustsins verðugir? Þessi grein er um margt góð því það má snúa henni 100% upp á blaðamenn og þeirra vinnubrögð. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fjölmiðlanefndar var traust á fjölmiðlum komið niður fyrir 30%. Kannski ættu fjölmiðlar að líta í eigin barm og spyrja hvernig standi á því að æ fleiri kjósa að sækja fréttir og upplýsingar á og koma sjálfir skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust á samfélagsmiðlum. Ekki ósvipað reyndar eins og formaður blaðamannafélagsins gerði sjálfur á sínum tíma þegar hún svaraði ásökunum um skattamál sín. Af hverju svaraði hún ekki spurningum blaðamanna þá eins og hún ætlar öllum öðrum að gera? Og það er ekki vænleg leið til þess að efla traust til fjölmiðla þegar að fjölmiðlamenn eru farnir að stofna til málferla til þess að reyna að kæla og þagga niður í aðilum sem þó þora að segja frá sakamáli sem blaðamenn eiga aðild að. Kannski er grein formannsins merki þess að traust til fjölmiðla og neysla fjölmiðla er ekki sjálfgefin. Heldur áunnin. Sé vilji til þess hjá blaðamönnum að breyta þessari þróun þurfa þeir að fara í naflaskoðun og hætta að kenna öllum öðrum um stöðuna. Skref í rétta átt væri til dæmis að hleypa öðrum að í umræðunni í stað þess að halda áfram að kalla inn í eigin bergmálshelli. Höfundur er skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Páll Steingrímsson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það var mjög svo fróðlegt að lesa grein formanns blaðamannafélagsins á Vísi nú síðdegis þann 31 janúar. Það fór ekki á milli mála að hún er nýbúin að glerja að nýju glerhúsið. Það hvarflar ekki að henni að blaðamenn séu nokkuð annað en tandurhreinir guðsenglar. En er það svo? Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði blaðamannafélagið sem hún stýrir til pressukvölds til þess að ræða um mál þar sem sex blaðamenn voru með stöðu sakbornings í. Ekki eina sekúndu hvarflaði að formanninum að þiggja boð brotaþola um að mæta og segja sína hlið. Hvernig sá hún eiginlega fyrir sér umræðu um sakamál með eingöngu sakborninga við borðið? Sá hún fyrir sér að þar yrðu “sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt” lagðar á pallborð almennings? Hver var að veita blaðamönnum aðhald? En hvað ef við tökum dæmi úr grein formanns Blaðamannafélagsins og skoðum út frá vinnubrögðum sumra blaðamanna? „Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra.” Nei, óvönduð vinnubrögð blaðamanna sem kollegar þeirra láta óátalin erog verður stærsta ógn við trúverðugleika stéttarinnar. Formaðurinn hefur greinilega gleymt því að ekki fyrir svo löngu síðan sagði hún sjálf að blaðamenn yrðu að þola gagnrýni. Miðað við þessi skrif hennar virðist svo ekki vera lengur. Í dag er hósti í átt að blaðamanni túlkað sem árásir á þessi viðkvæmu blóm. „Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu.” En hver afhjúpar mistök, bresti og spillingu meðal blaðamanna? „Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings.” Og á hvern getur almenningur treyst þegar blaðamenn og fjölmiðlar eru ekki traustsins verðugir? Þessi grein er um margt góð því það má snúa henni 100% upp á blaðamenn og þeirra vinnubrögð. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fjölmiðlanefndar var traust á fjölmiðlum komið niður fyrir 30%. Kannski ættu fjölmiðlar að líta í eigin barm og spyrja hvernig standi á því að æ fleiri kjósa að sækja fréttir og upplýsingar á og koma sjálfir skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust á samfélagsmiðlum. Ekki ósvipað reyndar eins og formaður blaðamannafélagsins gerði sjálfur á sínum tíma þegar hún svaraði ásökunum um skattamál sín. Af hverju svaraði hún ekki spurningum blaðamanna þá eins og hún ætlar öllum öðrum að gera? Og það er ekki vænleg leið til þess að efla traust til fjölmiðla þegar að fjölmiðlamenn eru farnir að stofna til málferla til þess að reyna að kæla og þagga niður í aðilum sem þó þora að segja frá sakamáli sem blaðamenn eiga aðild að. Kannski er grein formannsins merki þess að traust til fjölmiðla og neysla fjölmiðla er ekki sjálfgefin. Heldur áunnin. Sé vilji til þess hjá blaðamönnum að breyta þessari þróun þurfa þeir að fara í naflaskoðun og hætta að kenna öllum öðrum um stöðuna. Skref í rétta átt væri til dæmis að hleypa öðrum að í umræðunni í stað þess að halda áfram að kalla inn í eigin bergmálshelli. Höfundur er skipstjóri.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun