Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar 1. febrúar 2025 09:30 Við erum að lifa áhugaverða þróun. Nú eru runnir upp þeir tímar að lýðræði, kosningaþátttaka, lög og réttur ráða ekki lengur för í fjölmörgum ríkjum heims sem hingað til hafa verð talin lýðræðisríki. Minningar frá heimsstyrjöldunum og hörmungunum sem mikilmennska einstakra forystumanna steyptu heiminum í eru margar fölnaðar og þeir sem lifðu þá tíma fækkar. Tæknin er að verða allsráðandi og tölvur, AI og app eru að miklu leyti farinn að ráða því hvernig við lifum. Allt þetta hefur áhrif og markmið fólks felst einkum í að græða, eyða, fá og taka. Þetta hugarfar byggir síðan á því að taka frá hinum, enda skipta þau hin ekki miklu máli, það sem skiptir máli er ég, mitt og bara mitt. Skýrasta dæmið sem við höfum séð í þessu og sem gerir það að verkum að ekki er hægt annað en að viðurkenna þennan veruleika hefur komið skýrt fram síðust daga. Elton Musk einn allra ríkasti maður jarðar krefst þess að heimurinn beygi sig í duftið undir ákvarðanir, skoðanir og ætlanir hans bæði innanlands og annars staðar. Hann telur sig til þess fallin að ákveða hvernig heimurinn á að virka, hverjir eigi að stýra stjórnmálaflokkum víða um heim sem sagt hvað sé rétt og hvað sé rangt, til dæmis hvort að umræða um nasistana sé ekki allt of neikvæð. Hvernig fólk á að vera, hugsa, akta sem er jú samkvæmt hans yfirburða hugmyndum um hvað sé rétt, æskilegt og nauðsynlegt. Í þessum efnum hefur hann til halds og trausts eina öflugustu pólitísku stöðu heims. Ekki kæmi á óvart að sá aðili sé bara til bráðabirgða enda háður endurkjöri. En valdsvið E. Musk er ekki háð endurkjöri það er eins umfangsmikið og hann vill og einskorðast ekki við venjuleg yfirráðasvæði hins pólitíska hlutverks. Þessi staða veitir honum svigrúm langt umfram hið hamlandi pólitískt hlutverk og eins og segir einhvers staðar „Just do it“. Hinn pólitíski meðreiðarsveinn, Trump hefur löngum verð óútreiknanlegur og farið aðrar leiðir en almennt gengur og gerist og þótt hefur tilhlýðilegt. En það er einmitt mergur málsins það sem hefur þótt tilhlýðilegt er ekki lengur það sem ræður og það sem er ótilhlýðilegt er hið nýja norm. Trump hvatti til þess að löglega kjörin forseti lands sem löngum hefur verið talin vagga lýðræðis yrði hindraður í að fá völdin, yrði ekki hleypt að heldur að hann, þrátt fyrir að hafa tapað kosningum yrði lýstur sigurvegari þvert á útkomu kosninganna. Þessa hundsun á lýðræðislegum leikreglum höfum við oft orðið vitni að víða um heim en sjaldan í þeim ríkjum sem talin hafa verið í forystu lýðræðis og löngum farið eftir lýðræðislegum leikreglum. Allra síðustu daga þá sáum við álíka framþróun í valdatafli aðila sem taldi sig hafinn yfir leikreglur lýðræðisins fara fram í Suður Kóreu en þar tókst almenningi að hindraði að sú andlýðræðislega aðgerð næði fram að ganga. En einræðisherrar hafa náð völdum víða; í Kambódíu, Mýanmar, Víetnam, Norður Kóreu, Kína, Laos og Taílandi ásamt í Suður Ameríku og í gegnum tíðina hafa einnig komið fram álíka öfl í Finnlandi, Belgíu, í Frakklandi, Noregi og fleiri stöðum sem hafa ekki náð að treysta völdin. En nú erum við að upplifa nýjan kafla í valdatöku einræðisherra í heiminum. Það sem er ógnvekjandi er að þetta kemur fram í einu öflugasta ríki heimsins og þetta er ekki aðgerð sem er ætlað að ná yfirráðum yfir einu ríki eða ríkjasamsteypu. Nú er kominn fram einræðisherra með öflugan meðreiðarsvein sem ætla sér að ráða yfir stórum hluta heimsins og hægt er að færa rök fyrir því að það eru þó nokkrar líkur á að honum takist ætlunarverk sitt. Kannski ekki í eini svipan en smátt og smátt og með áhlaupum hér og þar. Heimurinn er alltaf að færast nær því að vera eitt þorp og allt sem gerist flæðir um heiminn á örskotsstund. Peningar hafa löngum talað og nú eru peningar áhrifameiri en penninn eins og margoft hefur sýnt sig undanfarna áratugi. Segja má að hinn nýi Alexander mikli sé kominn fram, ný tegund valdagráðugra einstaklinga. Hér er á ferðinni einstaklingur sem hefur þá furðulegu skoðun að hann sé sá rétti til að ákveða. Hann veit hvað lýðnum er fyrir bestu og hann hefur höndlað sannleikann. Þessi maður sem hefur náð sér í þessa aðstöðu í gegnum fjármuni og í gegnum valdagráðuga samherja. Hann er síðan á þessum stað án lýðræðislegra ferla eða kosninga hann er þarna vegna þess að hann á peninga. Í framhaldinu er spurningin; ætlar almenningur, heimurinn og lýðræðislega kjörnir fulltrúar að horfa aðgerðarlaust á? Fréttir frá Danmörku benda til þess að einhverjir séu að ranka við sér. Það sem er það hættulega í þessu er að þessir einstaklingar eða eins og staðan er einstaklingur, (þó svo að aðrir auðmenn hafa sýnt að þeir hafa svipaðar skoðanir) hafa það forskot að eiga ógrynni auðæfa og þeir sem eiga ógrynni auðæfa geta alltaf aflað sér meiri auðæfa enda með tögl og haldi og það sem meira er, þeir þurfa sjaldan að nota auðæfi sín því í raun eru fjölmargi tilbúnir til að moka í þá öllu því sem þeir þurfa með von um gæluhót og nýtingarrétt að hluta af afrakstrinum. Þannig að þeir munum geta náð í þá fjármuni og þá aðstöðu sem þeir þurfa til að koma sínum áformum áfram þar með ráða þeir því sem þeir vilja ráða. Í þessari nýju heimsmynd sem birtist okkur þessa dagana þá einskorðast þessi yfirráð ekki bara við viðkomandi land heldur eins og hér hefur komið fram einnig nágrannaríki og þau ríki sem þeir telja einhverra hluta vegna, æskilegt að ná yfirráðum yfir, svona í fyrstunni, til dæmis Grænland. Þetta minnir okkur óþægilega á annan núlifandi forseta sem hikaði ekki við að ráðast inn í nágrannaland og taldi sig í fullum rétti til þess. Það lítur út fyrir að þessir fyrrnefndu aðilar láti nægja svona fyrst um sinn, að nota fjármagn og hótanir til að ná fram markmiðum sínum, en hvað ber framtíðin í skauti sér? Höfundur er mannfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við erum að lifa áhugaverða þróun. Nú eru runnir upp þeir tímar að lýðræði, kosningaþátttaka, lög og réttur ráða ekki lengur för í fjölmörgum ríkjum heims sem hingað til hafa verð talin lýðræðisríki. Minningar frá heimsstyrjöldunum og hörmungunum sem mikilmennska einstakra forystumanna steyptu heiminum í eru margar fölnaðar og þeir sem lifðu þá tíma fækkar. Tæknin er að verða allsráðandi og tölvur, AI og app eru að miklu leyti farinn að ráða því hvernig við lifum. Allt þetta hefur áhrif og markmið fólks felst einkum í að græða, eyða, fá og taka. Þetta hugarfar byggir síðan á því að taka frá hinum, enda skipta þau hin ekki miklu máli, það sem skiptir máli er ég, mitt og bara mitt. Skýrasta dæmið sem við höfum séð í þessu og sem gerir það að verkum að ekki er hægt annað en að viðurkenna þennan veruleika hefur komið skýrt fram síðust daga. Elton Musk einn allra ríkasti maður jarðar krefst þess að heimurinn beygi sig í duftið undir ákvarðanir, skoðanir og ætlanir hans bæði innanlands og annars staðar. Hann telur sig til þess fallin að ákveða hvernig heimurinn á að virka, hverjir eigi að stýra stjórnmálaflokkum víða um heim sem sagt hvað sé rétt og hvað sé rangt, til dæmis hvort að umræða um nasistana sé ekki allt of neikvæð. Hvernig fólk á að vera, hugsa, akta sem er jú samkvæmt hans yfirburða hugmyndum um hvað sé rétt, æskilegt og nauðsynlegt. Í þessum efnum hefur hann til halds og trausts eina öflugustu pólitísku stöðu heims. Ekki kæmi á óvart að sá aðili sé bara til bráðabirgða enda háður endurkjöri. En valdsvið E. Musk er ekki háð endurkjöri það er eins umfangsmikið og hann vill og einskorðast ekki við venjuleg yfirráðasvæði hins pólitíska hlutverks. Þessi staða veitir honum svigrúm langt umfram hið hamlandi pólitískt hlutverk og eins og segir einhvers staðar „Just do it“. Hinn pólitíski meðreiðarsveinn, Trump hefur löngum verð óútreiknanlegur og farið aðrar leiðir en almennt gengur og gerist og þótt hefur tilhlýðilegt. En það er einmitt mergur málsins það sem hefur þótt tilhlýðilegt er ekki lengur það sem ræður og það sem er ótilhlýðilegt er hið nýja norm. Trump hvatti til þess að löglega kjörin forseti lands sem löngum hefur verið talin vagga lýðræðis yrði hindraður í að fá völdin, yrði ekki hleypt að heldur að hann, þrátt fyrir að hafa tapað kosningum yrði lýstur sigurvegari þvert á útkomu kosninganna. Þessa hundsun á lýðræðislegum leikreglum höfum við oft orðið vitni að víða um heim en sjaldan í þeim ríkjum sem talin hafa verið í forystu lýðræðis og löngum farið eftir lýðræðislegum leikreglum. Allra síðustu daga þá sáum við álíka framþróun í valdatafli aðila sem taldi sig hafinn yfir leikreglur lýðræðisins fara fram í Suður Kóreu en þar tókst almenningi að hindraði að sú andlýðræðislega aðgerð næði fram að ganga. En einræðisherrar hafa náð völdum víða; í Kambódíu, Mýanmar, Víetnam, Norður Kóreu, Kína, Laos og Taílandi ásamt í Suður Ameríku og í gegnum tíðina hafa einnig komið fram álíka öfl í Finnlandi, Belgíu, í Frakklandi, Noregi og fleiri stöðum sem hafa ekki náð að treysta völdin. En nú erum við að upplifa nýjan kafla í valdatöku einræðisherra í heiminum. Það sem er ógnvekjandi er að þetta kemur fram í einu öflugasta ríki heimsins og þetta er ekki aðgerð sem er ætlað að ná yfirráðum yfir einu ríki eða ríkjasamsteypu. Nú er kominn fram einræðisherra með öflugan meðreiðarsvein sem ætla sér að ráða yfir stórum hluta heimsins og hægt er að færa rök fyrir því að það eru þó nokkrar líkur á að honum takist ætlunarverk sitt. Kannski ekki í eini svipan en smátt og smátt og með áhlaupum hér og þar. Heimurinn er alltaf að færast nær því að vera eitt þorp og allt sem gerist flæðir um heiminn á örskotsstund. Peningar hafa löngum talað og nú eru peningar áhrifameiri en penninn eins og margoft hefur sýnt sig undanfarna áratugi. Segja má að hinn nýi Alexander mikli sé kominn fram, ný tegund valdagráðugra einstaklinga. Hér er á ferðinni einstaklingur sem hefur þá furðulegu skoðun að hann sé sá rétti til að ákveða. Hann veit hvað lýðnum er fyrir bestu og hann hefur höndlað sannleikann. Þessi maður sem hefur náð sér í þessa aðstöðu í gegnum fjármuni og í gegnum valdagráðuga samherja. Hann er síðan á þessum stað án lýðræðislegra ferla eða kosninga hann er þarna vegna þess að hann á peninga. Í framhaldinu er spurningin; ætlar almenningur, heimurinn og lýðræðislega kjörnir fulltrúar að horfa aðgerðarlaust á? Fréttir frá Danmörku benda til þess að einhverjir séu að ranka við sér. Það sem er það hættulega í þessu er að þessir einstaklingar eða eins og staðan er einstaklingur, (þó svo að aðrir auðmenn hafa sýnt að þeir hafa svipaðar skoðanir) hafa það forskot að eiga ógrynni auðæfa og þeir sem eiga ógrynni auðæfa geta alltaf aflað sér meiri auðæfa enda með tögl og haldi og það sem meira er, þeir þurfa sjaldan að nota auðæfi sín því í raun eru fjölmargi tilbúnir til að moka í þá öllu því sem þeir þurfa með von um gæluhót og nýtingarrétt að hluta af afrakstrinum. Þannig að þeir munum geta náð í þá fjármuni og þá aðstöðu sem þeir þurfa til að koma sínum áformum áfram þar með ráða þeir því sem þeir vilja ráða. Í þessari nýju heimsmynd sem birtist okkur þessa dagana þá einskorðast þessi yfirráð ekki bara við viðkomandi land heldur eins og hér hefur komið fram einnig nágrannaríki og þau ríki sem þeir telja einhverra hluta vegna, æskilegt að ná yfirráðum yfir, svona í fyrstunni, til dæmis Grænland. Þetta minnir okkur óþægilega á annan núlifandi forseta sem hikaði ekki við að ráðast inn í nágrannaland og taldi sig í fullum rétti til þess. Það lítur út fyrir að þessir fyrrnefndu aðilar láti nægja svona fyrst um sinn, að nota fjármagn og hótanir til að ná fram markmiðum sínum, en hvað ber framtíðin í skauti sér? Höfundur er mannfræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun