„Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2025 11:46 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir/Sigurjón Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi. Klukkan tólf á hádegi taka gildi þrjár gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Klukkan tíu í kvöld verða í gildi viðvaranir á öllu landinu, þar af appelsínugular á Suðausturlandi, Breiðafirði og Miðhálendinu. Mikil rigning og asahláka verður á Suðausturlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Víða verður hiti á bilinu fjögur til tíu stig, og gæti jafnvel farið yfir það á Norðurlandi. Víða verður hvöss sunnanátt og eru ferðalangar hvattir til að aka með gát, einkum ef ökutæki taka á sig vind. Rúmlega fimmtíu flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst, flestum eftir hádegi. Þá er einnig gert ráð fyrir að röskun verði á innanlandsflugi. Hafa hamast í niðurföllunum Hjalti Jóhannes Guðmundsson er yfir rekstri og umhirðu hjá Reykjavíkurborg. Hann og hans fólk eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir veðrið sem á leiðinni er. „Og höfum verið að hamast í að moka frá niðurföllum og lágpunktum, og reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma vatninu rétta leið,“ segir Hjalti. Við öllu búin Hressileg hlánun hófst á höfuðborgarsvæðinu í gær sem bregðast hafi þurft við. „Við erum bæði með mannskap og vélar í það, vegna þess að það er það mikill snjór að við þurfum að nota vélar til þess að skafa ofan af þessu og tryggja að niðurföllin séu opin.“ Um helgina verði vel búinn mannskapur á ferð um borgina, að losa þekkt niðurföll og bregðast við ábendingum borgarbúa. „Af því að við búumst við hinu versta en vonum það besta.“ Veður Snjómokstur Færð á vegum Slysavarnir Tengdar fréttir Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00 Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Klukkan tólf á hádegi taka gildi þrjár gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Klukkan tíu í kvöld verða í gildi viðvaranir á öllu landinu, þar af appelsínugular á Suðausturlandi, Breiðafirði og Miðhálendinu. Mikil rigning og asahláka verður á Suðausturlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Víða verður hiti á bilinu fjögur til tíu stig, og gæti jafnvel farið yfir það á Norðurlandi. Víða verður hvöss sunnanátt og eru ferðalangar hvattir til að aka með gát, einkum ef ökutæki taka á sig vind. Rúmlega fimmtíu flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst, flestum eftir hádegi. Þá er einnig gert ráð fyrir að röskun verði á innanlandsflugi. Hafa hamast í niðurföllunum Hjalti Jóhannes Guðmundsson er yfir rekstri og umhirðu hjá Reykjavíkurborg. Hann og hans fólk eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir veðrið sem á leiðinni er. „Og höfum verið að hamast í að moka frá niðurföllum og lágpunktum, og reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma vatninu rétta leið,“ segir Hjalti. Við öllu búin Hressileg hlánun hófst á höfuðborgarsvæðinu í gær sem bregðast hafi þurft við. „Við erum bæði með mannskap og vélar í það, vegna þess að það er það mikill snjór að við þurfum að nota vélar til þess að skafa ofan af þessu og tryggja að niðurföllin séu opin.“ Um helgina verði vel búinn mannskapur á ferð um borgina, að losa þekkt niðurföll og bregðast við ábendingum borgarbúa. „Af því að við búumst við hinu versta en vonum það besta.“
Veður Snjómokstur Færð á vegum Slysavarnir Tengdar fréttir Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00 Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00
Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18