„Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Hjörvar Ólafsson skrifar 30. janúar 2025 21:55 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, segir mikið vanta upp á hjá sínu liði eins og sakir standa. Vísir/Pawel Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sár og svekktur með hugarfar og orkustig leikmanna sinna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í leik liðanna í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Jóhann Þór segir að lægðin sem hafi látið á sér kræla í nóvember sé enn til staðar hjá liðinu. „Við náðum aldrei neinu flugi í okkar leik og Stjörnumenn voru einfaldlega miklu betri í þessum leik. Við vorum slegnir utan undir strax í upphafi leiks og náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það veldur mér áhyggjum hversu mikið betri þeir vorum á öllum sviðum í þessum leik,“ sagði Jóhann Þór, sýnilega hundfúll. „Við erum búnir að vera í lægð síðan um miðjan nóvember og við verðum að finna lausnir á því hvernig við náum að bæta leik liðsins. Það vantar alla orku og gleði í liðið og frammistaðan er eftir því. Við verðum að snúa bökum saman og snúa þessu í rétta átt,“ sagði Jóhann Þór enn fremur. „Það er eins og formaðurinn standi í hurðinni og dragði leikmenn og mig sjálfan inn á parketið til þess að spila þessa leiki. Það er engin gleði og það vantar allan vilja til þess að gera það sem þarf til þess að landa sigrum í höfn,“ sagði hann svekktur út í sjálfan sig og lærisveina sína. Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um Bandaríkjamann en Devon Thomas hefur verið leystur undan samningi. Jeremy Pargo sem á að leysa hann af hólmi og lappa upp á leik Grindavíkurliðsins er ekki kominn til landsins en Jóhann Þór segir að fjarvera hans geta ekki útskýrt muninn á liðunum í kvöld. „Við getum fengið til liðs við okkur 58 leikmenn en ef að andinn er ekki meiri í þeim leikmönnum sem eru til staðar inni á vellinum þá mun þetta ekkert breytast og við höldum bara áfram í sama horfinu. Nú er ekkert sem heitir lengur og við þurfum að grafa djúpt eftir þeirri orku og gleði sem til þarf til þess að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Jóhann Þór vonsvikinn. Bónus-deild karla Grindavík Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
„Við náðum aldrei neinu flugi í okkar leik og Stjörnumenn voru einfaldlega miklu betri í þessum leik. Við vorum slegnir utan undir strax í upphafi leiks og náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það veldur mér áhyggjum hversu mikið betri þeir vorum á öllum sviðum í þessum leik,“ sagði Jóhann Þór, sýnilega hundfúll. „Við erum búnir að vera í lægð síðan um miðjan nóvember og við verðum að finna lausnir á því hvernig við náum að bæta leik liðsins. Það vantar alla orku og gleði í liðið og frammistaðan er eftir því. Við verðum að snúa bökum saman og snúa þessu í rétta átt,“ sagði Jóhann Þór enn fremur. „Það er eins og formaðurinn standi í hurðinni og dragði leikmenn og mig sjálfan inn á parketið til þess að spila þessa leiki. Það er engin gleði og það vantar allan vilja til þess að gera það sem þarf til þess að landa sigrum í höfn,“ sagði hann svekktur út í sjálfan sig og lærisveina sína. Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um Bandaríkjamann en Devon Thomas hefur verið leystur undan samningi. Jeremy Pargo sem á að leysa hann af hólmi og lappa upp á leik Grindavíkurliðsins er ekki kominn til landsins en Jóhann Þór segir að fjarvera hans geta ekki útskýrt muninn á liðunum í kvöld. „Við getum fengið til liðs við okkur 58 leikmenn en ef að andinn er ekki meiri í þeim leikmönnum sem eru til staðar inni á vellinum þá mun þetta ekkert breytast og við höldum bara áfram í sama horfinu. Nú er ekkert sem heitir lengur og við þurfum að grafa djúpt eftir þeirri orku og gleði sem til þarf til þess að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Jóhann Þór vonsvikinn.
Bónus-deild karla Grindavík Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira