Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 22:51 DeepSeek hefur valdið miklum usla frá því gervigreindin var kynnt í síðustu viku. AP/Andy Wong Starfsmenn Microsoft og OpenAI rannsaka hvort að DeepSeek, kínversk gervigreind sem olli usla á mörkuðum vestanhafs í vikunni, byggi á gögnum ChatGPT, gervigreindar OpenAI. Kínverska gervigreindin er sögð standa jafnfætis ChatGPT en á að hafa verið mun ódýrari í þróun og notkun. Bloomberg hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Microsoft að starfsmenn fyrirtækisins hafi í haust greint umfangsmikla nettraffík sem gaf til kynna að menn, sem taldir eru tengjast kínverska fyrirtækinu DeepSeek, hafi sótt mikið af gögnum úr kerfi ChatGPT. Í mjög einföldu máli sagt er hér átt við að nota stóra og vel þjálfaða gervigreind, ef svo má segja, til að kenna minni gervigreind að svara fyrirspurnum og leita upplýsinga. Slíkt er bannað samkvæmt notendaskilmálum gervigreindarinnar. Sjá einnig: Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Microsoft er langstærsti fjárfestirinn í OpenAI og hefur dælt milljörðum dala í fyrirtækið. Hingað til hefur verið talið að ekki sé hægt að framleiða gervigreind eins og ChatGPT án gífurlegs tilkostnaðar í gagnaverum, vefþjónum, öflugum tölvuflögum og fleiru. Kynning DeepSeek á nýrri og ódýrari gervigreind í síðustu viku kollvarpaði þessum þankagangi á mjög skömmum tíma. Bloomberg hefur eftir David Sacks, sem Donald Trump hefur gert að sérstökum ráðgjafa sínum hvað varðar málefni gervigreindar, að nokkuð sterkar vísbendingar bendi til þess að gervigreind DeepSeek hafi verið fædd á gögnum úr kerfi ChatGPT. Kínverjarnir hafi stuðst við gögn úr bandarísku gervigreindinni við þróun gervigreindar þeirra. Mögulega hafi verið notast við sérstaka tækni til að láta DeepSeek gervigreindina læra af ChatGPT. Þetta sagði Sacks í viðtali á Fox í gær en í kjölfarið sendi OpenAI út yfirlýsingu um að ýmsir hópar í Kína væru að reyna að nota þessa tækni til að þróa þeirra eigin útgáfur af gervigreind bandaríska fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru meðvitaðir um og að skoða vísbendingar um að DeepSeek hafi gert þetta og að meira yrði gefið út þegar frekari upplýsingar lægju fyrir. Sjálfir sakaðir um þjófnað Forsvarsmenn OpenAI hafa lengi sjálfir verið sakaðir um þjófnað enda hefur ChatGPT gervigreindin ítrekað verið þjálfuð með höfundarréttarvörðu efni af internetinu. Fjölmargir rithöfundar, fjölmiðlar og aðrir aðilar hafa höfða mál gegn OpenAI vegna þessa. Forsvarsmenn DeepSeek hafa enn sem komið er ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs um málið. Gervigreind Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14 Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38 Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57 Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Sjá meira
Bloomberg hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Microsoft að starfsmenn fyrirtækisins hafi í haust greint umfangsmikla nettraffík sem gaf til kynna að menn, sem taldir eru tengjast kínverska fyrirtækinu DeepSeek, hafi sótt mikið af gögnum úr kerfi ChatGPT. Í mjög einföldu máli sagt er hér átt við að nota stóra og vel þjálfaða gervigreind, ef svo má segja, til að kenna minni gervigreind að svara fyrirspurnum og leita upplýsinga. Slíkt er bannað samkvæmt notendaskilmálum gervigreindarinnar. Sjá einnig: Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Microsoft er langstærsti fjárfestirinn í OpenAI og hefur dælt milljörðum dala í fyrirtækið. Hingað til hefur verið talið að ekki sé hægt að framleiða gervigreind eins og ChatGPT án gífurlegs tilkostnaðar í gagnaverum, vefþjónum, öflugum tölvuflögum og fleiru. Kynning DeepSeek á nýrri og ódýrari gervigreind í síðustu viku kollvarpaði þessum þankagangi á mjög skömmum tíma. Bloomberg hefur eftir David Sacks, sem Donald Trump hefur gert að sérstökum ráðgjafa sínum hvað varðar málefni gervigreindar, að nokkuð sterkar vísbendingar bendi til þess að gervigreind DeepSeek hafi verið fædd á gögnum úr kerfi ChatGPT. Kínverjarnir hafi stuðst við gögn úr bandarísku gervigreindinni við þróun gervigreindar þeirra. Mögulega hafi verið notast við sérstaka tækni til að láta DeepSeek gervigreindina læra af ChatGPT. Þetta sagði Sacks í viðtali á Fox í gær en í kjölfarið sendi OpenAI út yfirlýsingu um að ýmsir hópar í Kína væru að reyna að nota þessa tækni til að þróa þeirra eigin útgáfur af gervigreind bandaríska fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru meðvitaðir um og að skoða vísbendingar um að DeepSeek hafi gert þetta og að meira yrði gefið út þegar frekari upplýsingar lægju fyrir. Sjálfir sakaðir um þjófnað Forsvarsmenn OpenAI hafa lengi sjálfir verið sakaðir um þjófnað enda hefur ChatGPT gervigreindin ítrekað verið þjálfuð með höfundarréttarvörðu efni af internetinu. Fjölmargir rithöfundar, fjölmiðlar og aðrir aðilar hafa höfða mál gegn OpenAI vegna þessa. Forsvarsmenn DeepSeek hafa enn sem komið er ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs um málið.
Gervigreind Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14 Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38 Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57 Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Sjá meira
Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14
Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38
Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57
Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent