Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2025 14:58 Íslendingar verja miklum fjármunum í rekstur leikskóla. Vísir/Vilhelm Ísland ver hæstu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða. Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þetta kemur fram í í skýrslu Eurydice um gæði leikskóla í Evrópu sem er gerð á fimm ára fresti. Þar er samanburður á stöðu leikskólastigsins í 37 evrópskum löndum. Staðan er metin út frá starfsfólki, mati og eftirliti, námskrá, stjórnun og fjármögnun. Ísland með hæsta framlagið Fram kemur að Ísland og Svíþjóð verja hæsta hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða eða 1,8 og1,6 prósent. Noregur og Finnland koma þar á eftir með um 1,2 prósent af landsframleiðslu. Samanburður milli landa úr skýrslu Eurydice á hversu stór hluti landsframleiðslu fer í leikskólastigið. Ísland trónir þar hæst.Vísir Landsframleiðsla á höfðatölu er einnig með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt Eurostat. Fjárfesting í leikskólastiginu á sjö ára tímabili jókst einnig mest hér á landi á sjö ára tímabili en almennt jókst hún um 0,2 prósentustig eða meira. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur skýrslunnar segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur evrópskrar skýrslu um leikskóa segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar EvrópuþjóðirVísir „Ísland er meðal þeirra þjóða sem veitir mestu til leikskólastigsins. Almennt hafa evrópskar þjóðir verið að beina sjónum sínum meira að þætti leikskólamenntunar sem grundvallaratriði í ævilangri farsælli menntun,“ segir Hulda. Þátttaka yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi Íslenska leikskólakerfið er með heildstæða námskrá samkvæmt skýrslunni og góða lagalega umgjörð sem kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Þá er þátttökuhlutfall barna á leikskólum hér langt yfir viðmiðunarmörkum. Hulda segir það jákvætt því sífellt fleiri rannsóknir sýni að leikskólastigið sé grunnur að farsælli menntun. „Þátttaka Íslands er langt yfir viðmiðunarmörkum hjá yngri og eldri börnum þ.e. yngri en þriggja ára og eldri,“ segir hún. Öll Norðurlöndin nema Ísland tryggja með formlegum hætti aðgengi barna að leikskóla eða dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Í heild tryggja aðeins sjö Evrópulönd slíkt aðgengi. Við eigum enn þá eftir að setja inn lagalegan rétt barna á þátttöku í leikskólum en á móti kemur að þátttökuhlutfall okkar er geysilega hátt,“ segir Hulda. Erfitt að fá fólk til starfa um alla Evrópu Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þá er leikskólabörnum almennt að fækka í Evrópu samfara lægri fæðingartíðni. Svipuð þróun á sér stað hér á landi en ekki í sama mæli. Hulda segir að í skýrslunni sé bent á margar aðgerðir til að fá fólk til starfa. „Löndin fara mismunandi leiðir til að sækja starfsfólk og það er afar misjafnt hvernig menntunarkröfur eru. Sums staðar er krafist háskólamenntunar annars staðar ekki. Í skýrslunni er bent á margar leiðir og dæmi um hvernig hægt er að fá fólk til starfa. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær,“ segir Hulda. Leikskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Þetta kemur fram í í skýrslu Eurydice um gæði leikskóla í Evrópu sem er gerð á fimm ára fresti. Þar er samanburður á stöðu leikskólastigsins í 37 evrópskum löndum. Staðan er metin út frá starfsfólki, mati og eftirliti, námskrá, stjórnun og fjármögnun. Ísland með hæsta framlagið Fram kemur að Ísland og Svíþjóð verja hæsta hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða eða 1,8 og1,6 prósent. Noregur og Finnland koma þar á eftir með um 1,2 prósent af landsframleiðslu. Samanburður milli landa úr skýrslu Eurydice á hversu stór hluti landsframleiðslu fer í leikskólastigið. Ísland trónir þar hæst.Vísir Landsframleiðsla á höfðatölu er einnig með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt Eurostat. Fjárfesting í leikskólastiginu á sjö ára tímabili jókst einnig mest hér á landi á sjö ára tímabili en almennt jókst hún um 0,2 prósentustig eða meira. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur skýrslunnar segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur evrópskrar skýrslu um leikskóa segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar EvrópuþjóðirVísir „Ísland er meðal þeirra þjóða sem veitir mestu til leikskólastigsins. Almennt hafa evrópskar þjóðir verið að beina sjónum sínum meira að þætti leikskólamenntunar sem grundvallaratriði í ævilangri farsælli menntun,“ segir Hulda. Þátttaka yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi Íslenska leikskólakerfið er með heildstæða námskrá samkvæmt skýrslunni og góða lagalega umgjörð sem kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Þá er þátttökuhlutfall barna á leikskólum hér langt yfir viðmiðunarmörkum. Hulda segir það jákvætt því sífellt fleiri rannsóknir sýni að leikskólastigið sé grunnur að farsælli menntun. „Þátttaka Íslands er langt yfir viðmiðunarmörkum hjá yngri og eldri börnum þ.e. yngri en þriggja ára og eldri,“ segir hún. Öll Norðurlöndin nema Ísland tryggja með formlegum hætti aðgengi barna að leikskóla eða dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Í heild tryggja aðeins sjö Evrópulönd slíkt aðgengi. Við eigum enn þá eftir að setja inn lagalegan rétt barna á þátttöku í leikskólum en á móti kemur að þátttökuhlutfall okkar er geysilega hátt,“ segir Hulda. Erfitt að fá fólk til starfa um alla Evrópu Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þá er leikskólabörnum almennt að fækka í Evrópu samfara lægri fæðingartíðni. Svipuð þróun á sér stað hér á landi en ekki í sama mæli. Hulda segir að í skýrslunni sé bent á margar aðgerðir til að fá fólk til starfa. „Löndin fara mismunandi leiðir til að sækja starfsfólk og það er afar misjafnt hvernig menntunarkröfur eru. Sums staðar er krafist háskólamenntunar annars staðar ekki. Í skýrslunni er bent á margar leiðir og dæmi um hvernig hægt er að fá fólk til starfa. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær,“ segir Hulda.
Leikskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?