Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2025 20:01 Runólfur Þórhallsson og Guðmundur Arnar Sigmundsson eru ánægðir með hvernig æfingin „Ísland ótengt“ tókst til í dag. Vísir/Bjarni Það er afar brýnt að kunna að bregðast við svörtustu sviðsmyndinni sem upp gæti komið ef netsamband við Ísland rofnar segir sviðstjóri hjá CERT-IS. Stefnt er að því að fara í raunprófanir til að æfa viðbragð við slíku ástandi og hvernig eina og takmarkaða varanetsamband Íslands um gervihnött yrði nýtt í neyð. Á annað hundrað sérfræðinga frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum komu saman á Hilton Hótel Nordica í dag á æfingunni „Ísland ótengt“ þar sem æfð voru viðbrögð við því ef sæstrengir myndu rofna til landsins. Sviðsstjóri hjá almannavörnum er ánægður með afrakstur dagsins sem sé mikilvægt skref í að auka áfallaþol og öryggi á Íslandi. Sjá einnig: „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ „Við vorum að æfa svona á skrifborðsæfingu það ástand sem gæti komið upp ef það myndi stigmagnast að við værum að missa allt netsamband í gegnum sæstrengi við útlönd. Allt frá því að hafa þá alla í gangi í einu upp í að hægt og rólega duttu þeir allir út og Ísland varð hreinlega sambandslaust við umheiminn,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson hjá netöryggissveit CERT-IS. „Hvort sem sambandsleysi kæmi upp vegna bilana, sem er mjög ólíklegt, eða náttúruhamfara, eða mannlegra mistaka við uppfærslu eða framkvæmdir, eða mannlegs ásetnings af því það er einhver að fremja hryðjuverk með því að taka kerfið niður, þá eru afleiðingarnar alltaf þær sömu. Afleiðingar sem við vorum að eiga við hér í dag,“ segir Guðmundur. Trúnaður ríkir um margt það sem skoðað var á æfingunni enda um viðkvæma innviði og þjóðaröryggismál að ræða. Fjórir megin sæstrengir liggja til Íslands og tryggja tengingu milli Íslands og umheimsins.Vísir „Við viljum fara í frekari raunprófanir á þessu ástandi, þar erum við að horfa á ólíklegustu en einmitt svörtustu sviðsmyndina og kunna að bregðast við henni,“ segir Guðmundur. „Hvernig myndum við þá nýta einu varaleið Íslands sem væri þá að nýta mjög takmarkað gangasamband í gegnum gervitungl. Hvernig gætum við þá forgangsraðað þessari umferð þannig að hún nýttist samfélaginu sem mestu í heild og þessum mikilvægu innviðum.“ Viðbúin ef stór áföll dynja á Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir æfinguna hafa verið afar gagnlega. „Þetta er skref í vegferð til þess að auka áfallaþol og auka hér öryggi,“ segir Runólfur. „Í þessu samtali varð til ákveðin áhættugreining og hvernig við myndum bregðast við þessu ástandi. Grunnurinn í svona áhættugreiningu er þá að skoða hvernig bregðumst við við, hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði, fá fólk til að hugsa um það og hugsa jafnvel út fyrir kassann. Hvernig látum við látið þjónustuna og samfélagið virka áfram þó að svona stór áföll dynji á okkur.“ Öryggismál á Grænlandi og Norðurslóðum voru meðal annars í brennidepli á fundi forsætisráðherra Danmerkur með Þýskalandskanslara í dag, en kanslarinn gerði auknar varnir sæstrengja við Eystrasalt meðal annars á blaðamannafundi í dag. Runólfur segist sjá tækifæri til aukinnar samvinnu með nágrannaríkjum hvað varðar varnir þeirra mikilvægu innviða sem sæstrengir eru. „Já alveg klárlega. Ríkislögreglustjóraembættið er í góðum samskiptum við öryggisþjónustur til dæmis á Norðurlöndum en aðrar öryggisþjónustur líka þannig við fáum góðar upplýsingar um það sem er að gerast,“ segir Runólfur. Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Netöryggi Utanríkismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Á annað hundrað sérfræðinga frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum komu saman á Hilton Hótel Nordica í dag á æfingunni „Ísland ótengt“ þar sem æfð voru viðbrögð við því ef sæstrengir myndu rofna til landsins. Sviðsstjóri hjá almannavörnum er ánægður með afrakstur dagsins sem sé mikilvægt skref í að auka áfallaþol og öryggi á Íslandi. Sjá einnig: „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ „Við vorum að æfa svona á skrifborðsæfingu það ástand sem gæti komið upp ef það myndi stigmagnast að við værum að missa allt netsamband í gegnum sæstrengi við útlönd. Allt frá því að hafa þá alla í gangi í einu upp í að hægt og rólega duttu þeir allir út og Ísland varð hreinlega sambandslaust við umheiminn,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson hjá netöryggissveit CERT-IS. „Hvort sem sambandsleysi kæmi upp vegna bilana, sem er mjög ólíklegt, eða náttúruhamfara, eða mannlegra mistaka við uppfærslu eða framkvæmdir, eða mannlegs ásetnings af því það er einhver að fremja hryðjuverk með því að taka kerfið niður, þá eru afleiðingarnar alltaf þær sömu. Afleiðingar sem við vorum að eiga við hér í dag,“ segir Guðmundur. Trúnaður ríkir um margt það sem skoðað var á æfingunni enda um viðkvæma innviði og þjóðaröryggismál að ræða. Fjórir megin sæstrengir liggja til Íslands og tryggja tengingu milli Íslands og umheimsins.Vísir „Við viljum fara í frekari raunprófanir á þessu ástandi, þar erum við að horfa á ólíklegustu en einmitt svörtustu sviðsmyndina og kunna að bregðast við henni,“ segir Guðmundur. „Hvernig myndum við þá nýta einu varaleið Íslands sem væri þá að nýta mjög takmarkað gangasamband í gegnum gervitungl. Hvernig gætum við þá forgangsraðað þessari umferð þannig að hún nýttist samfélaginu sem mestu í heild og þessum mikilvægu innviðum.“ Viðbúin ef stór áföll dynja á Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir æfinguna hafa verið afar gagnlega. „Þetta er skref í vegferð til þess að auka áfallaþol og auka hér öryggi,“ segir Runólfur. „Í þessu samtali varð til ákveðin áhættugreining og hvernig við myndum bregðast við þessu ástandi. Grunnurinn í svona áhættugreiningu er þá að skoða hvernig bregðumst við við, hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði, fá fólk til að hugsa um það og hugsa jafnvel út fyrir kassann. Hvernig látum við látið þjónustuna og samfélagið virka áfram þó að svona stór áföll dynji á okkur.“ Öryggismál á Grænlandi og Norðurslóðum voru meðal annars í brennidepli á fundi forsætisráðherra Danmerkur með Þýskalandskanslara í dag, en kanslarinn gerði auknar varnir sæstrengja við Eystrasalt meðal annars á blaðamannafundi í dag. Runólfur segist sjá tækifæri til aukinnar samvinnu með nágrannaríkjum hvað varðar varnir þeirra mikilvægu innviða sem sæstrengir eru. „Já alveg klárlega. Ríkislögreglustjóraembættið er í góðum samskiptum við öryggisþjónustur til dæmis á Norðurlöndum en aðrar öryggisþjónustur líka þannig við fáum góðar upplýsingar um það sem er að gerast,“ segir Runólfur.
Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Netöryggi Utanríkismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira