Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar 28. janúar 2025 12:32 Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttara og öflugra samfélagi, þar sem ný verkefni og fyrirtæki hafa skapað verðmæti og bætt lífsgæði íbúa. Vegna þessara verkefna hefur verið hægt að ráðast í milljarða fjárfestingar í innviðum á seinustu árum svo sem fimleikahúsi, byggingu nýrra atvinnu- og íbúðahverfa, leikskóla, félagsþjónustu, leikvöllum og fl. Enn meira er fram undan svo sem nýr miðbær, stækkun á grunnskóla, frekari stækkun hafnarinnar, betri fráveita og lengi má áfram telja. Markmiðið er ætíð að sækja velferð fyrir íbúa á grundvelli verðmætasköpunar. Carbfix Nú stendur samfélagið enn á ný frammi fyrir verkefni sem kann að tryggja enn frekari sókn. Það verkefni var kynnt á vel sóttum íbúafundi í gær. Er þar um að ræða næsta skref í samstarfi við fyrirtækið Carbfix, sem undanfarin 12 ár hefur unnið að einu af stærstu loftslagsverkefnum landsins hér á Hellisheiði í Ölfusi. Verkefnið felst í því að binda koldíoxíð og breyta því í stein með því að dæla því niður í jörðina án skaða fyrir náttúruna. Þannig er vandinn greyptur í stein án vandkvæða. Okkur hér í Ölfusi er vel kunnugt um árangur þessa verkefnis enda hafa ekki komið upp neinir vankantar gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni í þann rúma áratug sem samstarfið hefur staðið. Nú liggur fyrir sú spurning hvort stækka eigi verkefnið með því að taka á móti koldíoxíði frá fyrirtækjum í Evrópu sem vilja nýta sér íslenskt hugvit til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið er í einstakri stöðu til að meta slíka möguleika, enda verið virkur þátttakandi í því frá því að það hófst árið 2012. Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Efnahagsleg uppbygging og ábyrgð Samhliða þessum jákvæðu þróunartækifærum fylgja eðlilega spurningar og í sumum tilvikum áhyggjur. Þeir sem búa í sveitarfélaginu hafa fullan rétt á að fá ítarlegar upplýsingar um áhrif og ávinning af slíkum verkefnum. Sveitarfélagið hefur því lagt mikla áherslu á gegnsætt og heiðarlegt ferli þar sem íbúar eru upplýstir um allar hliðar mála og fá tækifæri til að koma að umræðunni og hafa á henni skoðun. Til að hefja vinnslu málsins var því haldin íbúafundur í gær þar sem málið var kynnt, spurningum svarað og tekið við ábendingum. Þar var um að ræða fyrsta skrefið og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægi upplýstrar umræðu Aðkoma íbúa að ákvarðanatöku er lykilatriði í verkefnum sem þessum. Með því að tryggja opið samtal og samráð má taka ákvarðanir sem stuðla að farsælli framtíð samfélagsins. Umræða um verkefni eins og stækkun Carbfix snýst ekki eingöngu um tæknileg atriði heldur einnig um siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á fjölmargar spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið: Hvaða áhrif mun frekari þróun hafa á umhverfið? Hvernig er tryggt að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin? Hefur þetta skaðleg áhrif á aðra starfsemi? Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið að taka á móti koldíoxíði frá öðrum löndum? Spurningarnar eru margar og spyrjendur eiga rétt á heiðarlegum svörum, og sveitarfélagið mun tryggja að þær verði ræddar á opnum og upplýstum vettvangi. Það eru íbúar sem skapa samfélagið og tryggja að það dafni. Með sameiginlegu átaki er hægt að nýta þau tækifæri sem felast í verkefnum eins og þessu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, án þess að fórna þeirri einstöku náttúru og lífsgæðum sem gera Ölfus að því sem það er í dag. Að öðrum kosti eiga þau ekki að koma til framkvæmda. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Ölfus Coda Terminal Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttara og öflugra samfélagi, þar sem ný verkefni og fyrirtæki hafa skapað verðmæti og bætt lífsgæði íbúa. Vegna þessara verkefna hefur verið hægt að ráðast í milljarða fjárfestingar í innviðum á seinustu árum svo sem fimleikahúsi, byggingu nýrra atvinnu- og íbúðahverfa, leikskóla, félagsþjónustu, leikvöllum og fl. Enn meira er fram undan svo sem nýr miðbær, stækkun á grunnskóla, frekari stækkun hafnarinnar, betri fráveita og lengi má áfram telja. Markmiðið er ætíð að sækja velferð fyrir íbúa á grundvelli verðmætasköpunar. Carbfix Nú stendur samfélagið enn á ný frammi fyrir verkefni sem kann að tryggja enn frekari sókn. Það verkefni var kynnt á vel sóttum íbúafundi í gær. Er þar um að ræða næsta skref í samstarfi við fyrirtækið Carbfix, sem undanfarin 12 ár hefur unnið að einu af stærstu loftslagsverkefnum landsins hér á Hellisheiði í Ölfusi. Verkefnið felst í því að binda koldíoxíð og breyta því í stein með því að dæla því niður í jörðina án skaða fyrir náttúruna. Þannig er vandinn greyptur í stein án vandkvæða. Okkur hér í Ölfusi er vel kunnugt um árangur þessa verkefnis enda hafa ekki komið upp neinir vankantar gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni í þann rúma áratug sem samstarfið hefur staðið. Nú liggur fyrir sú spurning hvort stækka eigi verkefnið með því að taka á móti koldíoxíði frá fyrirtækjum í Evrópu sem vilja nýta sér íslenskt hugvit til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið er í einstakri stöðu til að meta slíka möguleika, enda verið virkur þátttakandi í því frá því að það hófst árið 2012. Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Efnahagsleg uppbygging og ábyrgð Samhliða þessum jákvæðu þróunartækifærum fylgja eðlilega spurningar og í sumum tilvikum áhyggjur. Þeir sem búa í sveitarfélaginu hafa fullan rétt á að fá ítarlegar upplýsingar um áhrif og ávinning af slíkum verkefnum. Sveitarfélagið hefur því lagt mikla áherslu á gegnsætt og heiðarlegt ferli þar sem íbúar eru upplýstir um allar hliðar mála og fá tækifæri til að koma að umræðunni og hafa á henni skoðun. Til að hefja vinnslu málsins var því haldin íbúafundur í gær þar sem málið var kynnt, spurningum svarað og tekið við ábendingum. Þar var um að ræða fyrsta skrefið og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægi upplýstrar umræðu Aðkoma íbúa að ákvarðanatöku er lykilatriði í verkefnum sem þessum. Með því að tryggja opið samtal og samráð má taka ákvarðanir sem stuðla að farsælli framtíð samfélagsins. Umræða um verkefni eins og stækkun Carbfix snýst ekki eingöngu um tæknileg atriði heldur einnig um siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á fjölmargar spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið: Hvaða áhrif mun frekari þróun hafa á umhverfið? Hvernig er tryggt að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin? Hefur þetta skaðleg áhrif á aðra starfsemi? Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið að taka á móti koldíoxíði frá öðrum löndum? Spurningarnar eru margar og spyrjendur eiga rétt á heiðarlegum svörum, og sveitarfélagið mun tryggja að þær verði ræddar á opnum og upplýstum vettvangi. Það eru íbúar sem skapa samfélagið og tryggja að það dafni. Með sameiginlegu átaki er hægt að nýta þau tækifæri sem felast í verkefnum eins og þessu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, án þess að fórna þeirri einstöku náttúru og lífsgæðum sem gera Ölfus að því sem það er í dag. Að öðrum kosti eiga þau ekki að koma til framkvæmda. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun