Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Lovísa Arnardóttir skrifar 28. janúar 2025 09:13 Konur eru líklegri til að lifa lengur en karlmenn. Vísir/Vilhelm Í dag eru 44 einstaklingar 100 ára eða eldri á íslandi. Þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 107 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Þjóðskrá Íslands. Konur eru í meirihluta þeirra sem hafa náð 100 ára aldri eða alls 32 á meðan það eru tólf karlar sem eru 100 ára og eldri. Alls eru 24 einstaklingur 100 ára, þar af 18 konur og sex karlar. Þeir einstaklingar sem eru yfir 100 ára eru alls 14 konur en sex karlar. Ef hvert ár er skoðað fyrir sig eru fimm konur og þrír karlar 101 árs, fjórar konur og þrír karlar 102 ára, ein kona 103 ára og tvær konur 104 ára. Ein kona er 105 ára og svo ein 107 ára. Aldursdreifing þeirra sem eru 100 ára eða eldri.Þjóðskrá Í samantekt Þjóðskrár má sjá að í aldursflokki fyrir neðan 95 til 99 ára eru 145 karlar og 347 konur. Fyrir neðan það, í aldursflokki 90 til 94 ára, eru 756 karlar og 1.222 konur. Í öllum þessum aldursflokkum eru konur í miklu meirihluta. Það er svo í aldursflokkunum fyrir neðan, 85 til 89 ára, þar sem staðan er jafnari ef litið er til kynja. Þar eru lifandi 1.841 karl og 2.335 konur. Í samantekt Þjóðskrár er einnig hægt að sjá fjölda einstaklinga sem eru 100 ára og eldri frá árinu 2005. Konurnar hafa flestar verið lifandi 43 árin 2011 og 2020. Karlarnir voru flestir árið 2016 þegar þeir voru 16 sem voru 100 ára og eldri. 30 einstaklingar 100 ára eða eldri búa á höfuðborgarsvæðinu.Þjóðskrá Þá má einnig í samantektinni sjá að enginn á þessum aldri er búsettur á Vestfjörðum og Austurlandi. Á Norðvesturlandi er einn karl, tvær konur á Norðausturlandi, einn karl og ein kona á Suðurlandi og sama á Suðurnesjum. Á Vesturlandi er einn karl. Á höfuðborgarsvæðinu eru svo átta karlar og 28 konur. Mannfjöldi Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Anna var komin á efri ár og hafði undanfarin ár átt erfitt með að halda sér í góðu líkamsástandi. Hún hafði lengi fundið fyrir orkuleysi, stirðleika í liðum og var oftast þreytt í lok dags. 25. janúar 2025 21:31 41 einstaklingur eldri en hundrað ára á landinu Fjörutíu og einn einstaklingur er hundrað ára eða eldri á landinu í dag. Elsti núlifandi einstaklingurinn, sem búsettur er á Íslandi, er 106 ára kona, fædd árið 1917, og er hún búsett á Suðurlandi. 3. janúar 2024 08:39 Elstu tvíburar Íslandssögunnar héldu upp á hundrað ára afmæli Elstu tvíburar Íslandssögunnar fögnuðu í dag eitt hundrað ára afmæli. 14. október 2022 23:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Konur eru í meirihluta þeirra sem hafa náð 100 ára aldri eða alls 32 á meðan það eru tólf karlar sem eru 100 ára og eldri. Alls eru 24 einstaklingur 100 ára, þar af 18 konur og sex karlar. Þeir einstaklingar sem eru yfir 100 ára eru alls 14 konur en sex karlar. Ef hvert ár er skoðað fyrir sig eru fimm konur og þrír karlar 101 árs, fjórar konur og þrír karlar 102 ára, ein kona 103 ára og tvær konur 104 ára. Ein kona er 105 ára og svo ein 107 ára. Aldursdreifing þeirra sem eru 100 ára eða eldri.Þjóðskrá Í samantekt Þjóðskrár má sjá að í aldursflokki fyrir neðan 95 til 99 ára eru 145 karlar og 347 konur. Fyrir neðan það, í aldursflokki 90 til 94 ára, eru 756 karlar og 1.222 konur. Í öllum þessum aldursflokkum eru konur í miklu meirihluta. Það er svo í aldursflokkunum fyrir neðan, 85 til 89 ára, þar sem staðan er jafnari ef litið er til kynja. Þar eru lifandi 1.841 karl og 2.335 konur. Í samantekt Þjóðskrár er einnig hægt að sjá fjölda einstaklinga sem eru 100 ára og eldri frá árinu 2005. Konurnar hafa flestar verið lifandi 43 árin 2011 og 2020. Karlarnir voru flestir árið 2016 þegar þeir voru 16 sem voru 100 ára og eldri. 30 einstaklingar 100 ára eða eldri búa á höfuðborgarsvæðinu.Þjóðskrá Þá má einnig í samantektinni sjá að enginn á þessum aldri er búsettur á Vestfjörðum og Austurlandi. Á Norðvesturlandi er einn karl, tvær konur á Norðausturlandi, einn karl og ein kona á Suðurlandi og sama á Suðurnesjum. Á Vesturlandi er einn karl. Á höfuðborgarsvæðinu eru svo átta karlar og 28 konur.
Mannfjöldi Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Anna var komin á efri ár og hafði undanfarin ár átt erfitt með að halda sér í góðu líkamsástandi. Hún hafði lengi fundið fyrir orkuleysi, stirðleika í liðum og var oftast þreytt í lok dags. 25. janúar 2025 21:31 41 einstaklingur eldri en hundrað ára á landinu Fjörutíu og einn einstaklingur er hundrað ára eða eldri á landinu í dag. Elsti núlifandi einstaklingurinn, sem búsettur er á Íslandi, er 106 ára kona, fædd árið 1917, og er hún búsett á Suðurlandi. 3. janúar 2024 08:39 Elstu tvíburar Íslandssögunnar héldu upp á hundrað ára afmæli Elstu tvíburar Íslandssögunnar fögnuðu í dag eitt hundrað ára afmæli. 14. október 2022 23:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Anna var komin á efri ár og hafði undanfarin ár átt erfitt með að halda sér í góðu líkamsástandi. Hún hafði lengi fundið fyrir orkuleysi, stirðleika í liðum og var oftast þreytt í lok dags. 25. janúar 2025 21:31
41 einstaklingur eldri en hundrað ára á landinu Fjörutíu og einn einstaklingur er hundrað ára eða eldri á landinu í dag. Elsti núlifandi einstaklingurinn, sem búsettur er á Íslandi, er 106 ára kona, fædd árið 1917, og er hún búsett á Suðurlandi. 3. janúar 2024 08:39
Elstu tvíburar Íslandssögunnar héldu upp á hundrað ára afmæli Elstu tvíburar Íslandssögunnar fögnuðu í dag eitt hundrað ára afmæli. 14. október 2022 23:44