Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. janúar 2025 21:53 Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Ölfusi. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. Fréttamaður var á staðnum í Kvöldfréttum meðan fundurinn stóð yfir. Í desember fór fram íbúakosning um hvort veita ætti fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Tillögunni var hafnað með afgerandi meiri hluta. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi og þingmaður Samfylkingarinnar segir íbúa skiljanlega efins yfir áformum Carbfix. Heidelberg-verkefnið hafi í fyrstu verið kynnt sem grænt verkefni, þvert á umsagnir stofnana og umhverfissamtaka. „Þannig að það er ekkert óeðlilegt að fólk sé með efasemdir, þegar það kemur annað svona grænt verkefni af þetta stórum skala.“ Íbúar hafi fylgst með umræðunni í Hafnarfirði, þar Carbfix vill byggja förgunarmiðstöð. Fyrir liggi að lausn á kolefnisáskoruninni feli bæði í sér bindingu og losun kolefnis. Carbfix-verkefnið hafi í þeim efnum lofað góðu. Áhrif starfseminnar á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila komi til með að ráða afstöðu íbúa gagnvart áformunum. Hver þau áhrif verða eigi eftir að koma í ljós. Enn liggi ekki fyrir hvar förgunarstöðin yrði staðsett. „Þetta er á algjöru frumstigi og ég held að bæjarstjórnin hefði lært töluvert af Heidelberg verkefninu, þannig að það var lögð áhersla á að íbúar yrðu strax fengnir að borðinu og það yrði vel staðið að allri upplýsingagjöf,“ segir Ása. Hún segir sveitarstjórnina hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið muni standa að öflugri upplýsingagjöf, en ekki einungis fyrirtækið. Þá eigi íbúar rétt á að kalla fram kosningu um málefnið. Er fólk mikið að velta fyrir sér mengun? „Já, hér er mikið talað um að hér eigi að dæla niður einhverri mengun frá útlöndum. Þannig hefur það verið í umræðunni. Hér er verið að kynna fyrir okkur að þetta er 99 prósent hreinn koltvísýringur.“ Miðað við kynningar Carbfix á fundinum yrði mengun ekki vandamál. „En auðvitað viljum við fá að sjá betri gögn áður en við getum fyllilega myndað okkur skoðun á þessu.“ Ölfus Coda Terminal Tengdar fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fréttamaður var á staðnum í Kvöldfréttum meðan fundurinn stóð yfir. Í desember fór fram íbúakosning um hvort veita ætti fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Tillögunni var hafnað með afgerandi meiri hluta. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi og þingmaður Samfylkingarinnar segir íbúa skiljanlega efins yfir áformum Carbfix. Heidelberg-verkefnið hafi í fyrstu verið kynnt sem grænt verkefni, þvert á umsagnir stofnana og umhverfissamtaka. „Þannig að það er ekkert óeðlilegt að fólk sé með efasemdir, þegar það kemur annað svona grænt verkefni af þetta stórum skala.“ Íbúar hafi fylgst með umræðunni í Hafnarfirði, þar Carbfix vill byggja förgunarmiðstöð. Fyrir liggi að lausn á kolefnisáskoruninni feli bæði í sér bindingu og losun kolefnis. Carbfix-verkefnið hafi í þeim efnum lofað góðu. Áhrif starfseminnar á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila komi til með að ráða afstöðu íbúa gagnvart áformunum. Hver þau áhrif verða eigi eftir að koma í ljós. Enn liggi ekki fyrir hvar förgunarstöðin yrði staðsett. „Þetta er á algjöru frumstigi og ég held að bæjarstjórnin hefði lært töluvert af Heidelberg verkefninu, þannig að það var lögð áhersla á að íbúar yrðu strax fengnir að borðinu og það yrði vel staðið að allri upplýsingagjöf,“ segir Ása. Hún segir sveitarstjórnina hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið muni standa að öflugri upplýsingagjöf, en ekki einungis fyrirtækið. Þá eigi íbúar rétt á að kalla fram kosningu um málefnið. Er fólk mikið að velta fyrir sér mengun? „Já, hér er mikið talað um að hér eigi að dæla niður einhverri mengun frá útlöndum. Þannig hefur það verið í umræðunni. Hér er verið að kynna fyrir okkur að þetta er 99 prósent hreinn koltvísýringur.“ Miðað við kynningar Carbfix á fundinum yrði mengun ekki vandamál. „En auðvitað viljum við fá að sjá betri gögn áður en við getum fyllilega myndað okkur skoðun á þessu.“
Ölfus Coda Terminal Tengdar fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46
Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50