Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar 27. janúar 2025 11:32 heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar. Flóra vísar ekki einungis til plantna sem finna má á afmörkuðu svæði heldur er hugtakið einnig nýtt til að fjalla um flórur ólíkra jarðsöguskeiða. Þannig er vísað til steingervingaflóru Íslands í umfjöllun um steingervinga fornra rauðviða eða blaðför af elri í Bakkabrúnum sem grófust í set á eldra hlýskeiði ísaldar. Sambærilegt flórunni er fánan sem tekur þá til dýra, þannig tölum við um fuglafánu Íslands, skeldýrafánu Breiðafjarðar eða spendýrafánu ákveðins svæðis. Þess leiða ávana gætir nú víða að nota orðið flóra sem einhvers konar fjölbreytnihugtak. Þannig eru nýleg dæmi þar sem talað er um flóru fjárfestinga kaupfélagsins (þetta helst á RÚV 20. janúar), flóra mannlífsins (erindaröð á bókasafni Kópavogs), veitingahúsaflóru o.s.frv. Þessi misnotkun hugtaksins byggir á þeim misskilningi að orðið flóra hafi eitthvað með fjölbreytni að gera en því fer víðs fjarri. Líkt og áður segir þá vísar flóra til plantna á afmörkuðu svæði eða tíma og byggt á aðstæðum getur sú flóra ýmist verið fjölbreytt eða fábreytt sem við Íslendingar ættum að hafa fullan skilning á. Flóra einlendra æðplöntutegunda á Íslandi er til að mynda sérstaklega fábreytt enda telur hún einungis eina tegund, þ.e. tunguskollakamb. Kæru samnotendur og neytendur íslenskunnar! Má ég biðja ykkur um að spilla ekki merkingu flórunnar með misnotkun hugtaksins. Flóra og fána eru vel afmörkuð hugtök sem nýtast grasa- og dýrafræðingum vel. Vísindaleg hugtök þurfa að vera skýr og vel afmörkuð og hvorutveggja hugtakið, flóra og fána, eru það í núverandi merkingu. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Heiðmarsson Skógrækt og landgræðsla Garðyrkja Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar. Flóra vísar ekki einungis til plantna sem finna má á afmörkuðu svæði heldur er hugtakið einnig nýtt til að fjalla um flórur ólíkra jarðsöguskeiða. Þannig er vísað til steingervingaflóru Íslands í umfjöllun um steingervinga fornra rauðviða eða blaðför af elri í Bakkabrúnum sem grófust í set á eldra hlýskeiði ísaldar. Sambærilegt flórunni er fánan sem tekur þá til dýra, þannig tölum við um fuglafánu Íslands, skeldýrafánu Breiðafjarðar eða spendýrafánu ákveðins svæðis. Þess leiða ávana gætir nú víða að nota orðið flóra sem einhvers konar fjölbreytnihugtak. Þannig eru nýleg dæmi þar sem talað er um flóru fjárfestinga kaupfélagsins (þetta helst á RÚV 20. janúar), flóra mannlífsins (erindaröð á bókasafni Kópavogs), veitingahúsaflóru o.s.frv. Þessi misnotkun hugtaksins byggir á þeim misskilningi að orðið flóra hafi eitthvað með fjölbreytni að gera en því fer víðs fjarri. Líkt og áður segir þá vísar flóra til plantna á afmörkuðu svæði eða tíma og byggt á aðstæðum getur sú flóra ýmist verið fjölbreytt eða fábreytt sem við Íslendingar ættum að hafa fullan skilning á. Flóra einlendra æðplöntutegunda á Íslandi er til að mynda sérstaklega fábreytt enda telur hún einungis eina tegund, þ.e. tunguskollakamb. Kæru samnotendur og neytendur íslenskunnar! Má ég biðja ykkur um að spilla ekki merkingu flórunnar með misnotkun hugtaksins. Flóra og fána eru vel afmörkuð hugtök sem nýtast grasa- og dýrafræðingum vel. Vísindaleg hugtök þurfa að vera skýr og vel afmörkuð og hvorutveggja hugtakið, flóra og fána, eru það í núverandi merkingu. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun