Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar 27. janúar 2025 08:46 Það er magnað að fylgjast með því hvernig Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) keppist við það að verja þann slæma málstað sem sjókvíaeldi er. Nú síðast var það lögmaður SFS sem tók upp hanskann fyrir Kaldvík hf, sem er að reyna að troða 10.000 tonnum af sjókvíaeldislaxi ofan í Seyðisfjörð, þvert á vilja íbúa. Í grein á Vísi, sem birtist þann 23. janúar var farið um víðan völl og talað um að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður sem skrifaði um málið, skildi það ekki, væri að misskilja og fara með rangt mál. Magnús Guðmundsson frá VÁ-félag um vernd fjarðar svaraði þeirri grein daginn eftir og komu þar fram margir góðir punktar. Hér verður bætt við nokkrum punktum. Lögmaður SFS talar um að fyrir fimm árum var lögum um fiskeldi breytt í þá veru að eftir setningu þeirra skyldi bjóða út ný svæði og ónýttar heimildir til laxeldis á opnum markaði. Hann gleymir hins vegar að minnast á að starfsmaður atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis frestaði á dularfullan hátt gildistöku laga árið 2019. Þessi frestun gerði það að verkum að sjókvíaeldisfyrirtæki gátu klárað það sem þurfti að klára í tæka tíð og umsóknir þeirra um leyfi fengu meðferð samkvæmt gömlu lögunum. Semsagt...ekkert útboð, íslenskar auðlindir gefnar á silfurfati og áætlað að þetta hafi sparað fyrirtækjunum u.þ.b. 85 milljarða króna. Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja. Það er í besta falli óvirðing við íslenskan lax og náttúru að gera lítið úr þeirri hættu sem fylgir erfðablöndun. Í Noregi eru nú um 70% laxastofna erfðablandaðir og endurheimtur á laxi í fyrra voru svo lélegar að 33 af þekktustu ám Noregs var lokað. Villti laxinn þar er kominn á válista. Vísindasamfélagið þar í landi var sammála um að sjókvíaeldi og loftslagsbreytingar væru sökudólgarnir. Í Hrútafjarðará mælist 11% erfðablöndun. Það er mjög alvarlegt mál, þar sem að þetta átti aldrei að geta gerst. Áhættumat erfðablöndunar gerir ráð fyrir að ágengni (hlutfall eldislaxa í á) fari ekki yfir 4%. Það sem kom ekki fram í grein SFS var að þessi sýni sem verið var að rannsaka eru síðan 2021. Síðan þá hafa sleppingar úr sjókvíaeldi verið mikið vandamál. Meira en 80.000 laxar sluppu úr kví Arnarlax árið 2021, og svo var það auðvitað slepping Arctic Fish 2023 þar sem að strokulaxar fundust í ám í allt að 450 km fjarlægð og enginn veit enn hversu mikið tjón og erfðablöndun hlaust að því. Erfðablöndun milli eldis- og villtra laxa dregur úr hæfni komandi kynslóða laxa að lifa af í náttúrunni. Það er nákvæmlega þannig sem maður ýtir dýrategund í átt að útrýmingu. Skólp eða lífrænn úrgangur....SFS talar eins og það sé hreinlega gott fyrir vistkerfi að hafa milljónir laxa í kvíum á afmörkuðu svæði og láta allan skít og afgangs fóður sökkva til botns þar. Vissulega er þetta úrgangur úr fiski, en þetta eru milljónir fiska, þar sem það eiga ekki að vera milljónir fiska og því er þetta gríðarlegt álag á vistkerfið. Skítur er skítur. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem tekin er undir kvíastæði í Dýrafirði. Það er merkilegt að sjá SFS gera lítið úr notkun lúsaeiturs. Sérfræðingar Matvælastofnunar sögðu árið 2017 að lús yrði aldrei vandamál í íslensku sjókvíaeldi vegna þess að sjórinn hér væri of kaldur. Annað hefur komið á daginn, og síðan þá hefur verið eitrað fyrir lús 62 sinnum á Vestfjörðum. Það er ekkert sem segir að raunin verði ekki sú sama fyrir austan. Þar sem er lax, þar er lús. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Í grein SFS er gert lítið úr áhyggjum af siglingaöryggi. Ég vísa því hér í umsögn á heimasíðu VÁ! – Félag um vernd fjarðar. Þar kemur fram að siglingaráhættumat gefur ekkert varúðarsvæði fyrir skip í neyð. Ef að fylla á þröngan fjörð af sjókvíum, þá er eðilegt að fólki sé umhugað um siglingaöryggi. Í áðurnefndri umsögn kemur fram að Kaldvík hefur ekki upplýst Farice um akkerisfestingar sjókvíaeldisstöðva sem og umferð þjónustuskipa og annara farartækja. Farice-1 strengurinn varðar þjóðaröryggi Íslands og Færeyja. Farice fór einnig fram á að MAST afgreiði ekki umsókn um rekstrarleyfi fyrr en breytingar á fjarskiptalögum hafa tekið gildi. Þrátt fyrir þetta ætlar MAST að gefa út leyfi. SFS segir eins og oft áður, þetta verður allt í góðu....Er furða að fólki finnist þetta óeðlilegt? SFS undrar sig loks á því að fólk velti því fyrir sér hvort um einhverja spillingu sé að ræða. Það má hver mynda sér sína skoðun, en ferill þessa iðnaðar er sá að forseti Alþingis var ráðinn sem þeirra hagsmunavörður, áberandi fólk úr sveitarstjórnarpólitík ráðið sem forstjórar og stjórnendur og svo loks það, að þrátt fyrir að 75% íbúa á Seyðisfirði sé alfarið á móti því að fá sjókvíaeldi í fjörðinn sinn, þá á samt að troða því ofan í kokið á þeim. Opinberar stofnanir virðast vera eins og færibönd fyrir iðnaðinn og gefa út tillögu að leyfi þrátt fyrir andstöðu heimamanna. Það er ef til vill ekkert skrítið að fólk velti því fyrir sér hvort það sé ekki allt með felldu? Það er merkilegt að sjá hvað SFS er tilbúið að taka upp hanskann fyrir þennan iðnað, sérstaklega þegar verið er að svívirða íbúalýðræði. Reynt er að afvegaleiða umræðuna og fegra málið. Kaldvík ætlar sér að fá þetta leyfi alveg sama hvað heimamenn og aðrir hafa um það að segja. Það þarf að stöðva þessa leyfisveitingu og leyfa náttúrunni og fólkinu á Seyðisfirði að ráða för. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF) og stuðningsmaður íbúalýðræðis og Seyðisfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það er magnað að fylgjast með því hvernig Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) keppist við það að verja þann slæma málstað sem sjókvíaeldi er. Nú síðast var það lögmaður SFS sem tók upp hanskann fyrir Kaldvík hf, sem er að reyna að troða 10.000 tonnum af sjókvíaeldislaxi ofan í Seyðisfjörð, þvert á vilja íbúa. Í grein á Vísi, sem birtist þann 23. janúar var farið um víðan völl og talað um að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður sem skrifaði um málið, skildi það ekki, væri að misskilja og fara með rangt mál. Magnús Guðmundsson frá VÁ-félag um vernd fjarðar svaraði þeirri grein daginn eftir og komu þar fram margir góðir punktar. Hér verður bætt við nokkrum punktum. Lögmaður SFS talar um að fyrir fimm árum var lögum um fiskeldi breytt í þá veru að eftir setningu þeirra skyldi bjóða út ný svæði og ónýttar heimildir til laxeldis á opnum markaði. Hann gleymir hins vegar að minnast á að starfsmaður atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis frestaði á dularfullan hátt gildistöku laga árið 2019. Þessi frestun gerði það að verkum að sjókvíaeldisfyrirtæki gátu klárað það sem þurfti að klára í tæka tíð og umsóknir þeirra um leyfi fengu meðferð samkvæmt gömlu lögunum. Semsagt...ekkert útboð, íslenskar auðlindir gefnar á silfurfati og áætlað að þetta hafi sparað fyrirtækjunum u.þ.b. 85 milljarða króna. Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja. Það er í besta falli óvirðing við íslenskan lax og náttúru að gera lítið úr þeirri hættu sem fylgir erfðablöndun. Í Noregi eru nú um 70% laxastofna erfðablandaðir og endurheimtur á laxi í fyrra voru svo lélegar að 33 af þekktustu ám Noregs var lokað. Villti laxinn þar er kominn á válista. Vísindasamfélagið þar í landi var sammála um að sjókvíaeldi og loftslagsbreytingar væru sökudólgarnir. Í Hrútafjarðará mælist 11% erfðablöndun. Það er mjög alvarlegt mál, þar sem að þetta átti aldrei að geta gerst. Áhættumat erfðablöndunar gerir ráð fyrir að ágengni (hlutfall eldislaxa í á) fari ekki yfir 4%. Það sem kom ekki fram í grein SFS var að þessi sýni sem verið var að rannsaka eru síðan 2021. Síðan þá hafa sleppingar úr sjókvíaeldi verið mikið vandamál. Meira en 80.000 laxar sluppu úr kví Arnarlax árið 2021, og svo var það auðvitað slepping Arctic Fish 2023 þar sem að strokulaxar fundust í ám í allt að 450 km fjarlægð og enginn veit enn hversu mikið tjón og erfðablöndun hlaust að því. Erfðablöndun milli eldis- og villtra laxa dregur úr hæfni komandi kynslóða laxa að lifa af í náttúrunni. Það er nákvæmlega þannig sem maður ýtir dýrategund í átt að útrýmingu. Skólp eða lífrænn úrgangur....SFS talar eins og það sé hreinlega gott fyrir vistkerfi að hafa milljónir laxa í kvíum á afmörkuðu svæði og láta allan skít og afgangs fóður sökkva til botns þar. Vissulega er þetta úrgangur úr fiski, en þetta eru milljónir fiska, þar sem það eiga ekki að vera milljónir fiska og því er þetta gríðarlegt álag á vistkerfið. Skítur er skítur. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem tekin er undir kvíastæði í Dýrafirði. Það er merkilegt að sjá SFS gera lítið úr notkun lúsaeiturs. Sérfræðingar Matvælastofnunar sögðu árið 2017 að lús yrði aldrei vandamál í íslensku sjókvíaeldi vegna þess að sjórinn hér væri of kaldur. Annað hefur komið á daginn, og síðan þá hefur verið eitrað fyrir lús 62 sinnum á Vestfjörðum. Það er ekkert sem segir að raunin verði ekki sú sama fyrir austan. Þar sem er lax, þar er lús. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Í grein SFS er gert lítið úr áhyggjum af siglingaöryggi. Ég vísa því hér í umsögn á heimasíðu VÁ! – Félag um vernd fjarðar. Þar kemur fram að siglingaráhættumat gefur ekkert varúðarsvæði fyrir skip í neyð. Ef að fylla á þröngan fjörð af sjókvíum, þá er eðilegt að fólki sé umhugað um siglingaöryggi. Í áðurnefndri umsögn kemur fram að Kaldvík hefur ekki upplýst Farice um akkerisfestingar sjókvíaeldisstöðva sem og umferð þjónustuskipa og annara farartækja. Farice-1 strengurinn varðar þjóðaröryggi Íslands og Færeyja. Farice fór einnig fram á að MAST afgreiði ekki umsókn um rekstrarleyfi fyrr en breytingar á fjarskiptalögum hafa tekið gildi. Þrátt fyrir þetta ætlar MAST að gefa út leyfi. SFS segir eins og oft áður, þetta verður allt í góðu....Er furða að fólki finnist þetta óeðlilegt? SFS undrar sig loks á því að fólk velti því fyrir sér hvort um einhverja spillingu sé að ræða. Það má hver mynda sér sína skoðun, en ferill þessa iðnaðar er sá að forseti Alþingis var ráðinn sem þeirra hagsmunavörður, áberandi fólk úr sveitarstjórnarpólitík ráðið sem forstjórar og stjórnendur og svo loks það, að þrátt fyrir að 75% íbúa á Seyðisfirði sé alfarið á móti því að fá sjókvíaeldi í fjörðinn sinn, þá á samt að troða því ofan í kokið á þeim. Opinberar stofnanir virðast vera eins og færibönd fyrir iðnaðinn og gefa út tillögu að leyfi þrátt fyrir andstöðu heimamanna. Það er ef til vill ekkert skrítið að fólk velti því fyrir sér hvort það sé ekki allt með felldu? Það er merkilegt að sjá hvað SFS er tilbúið að taka upp hanskann fyrir þennan iðnað, sérstaklega þegar verið er að svívirða íbúalýðræði. Reynt er að afvegaleiða umræðuna og fegra málið. Kaldvík ætlar sér að fá þetta leyfi alveg sama hvað heimamenn og aðrir hafa um það að segja. Það þarf að stöðva þessa leyfisveitingu og leyfa náttúrunni og fólkinu á Seyðisfirði að ráða för. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF) og stuðningsmaður íbúalýðræðis og Seyðisfjarðar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun