Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 25. janúar 2025 00:01 Við erum flest sammála um að börn og velferð þeirra sé aðalatriði í samfélaginu. Skólakerfið á að sinna börnum vel, styðja við þroska þeirra og farsæld og færa þeim góða og gilda menntun í grunnfögum ásamt menntun í takt við grunnstoðir námskráa. Fyrir þá sem ekki vita eru grunnþættir námskráa skólakerfisins sex: Læsi, Jafnrétti, Heilbrigði og velferð, Lýðræði og Mannréttindi, Sköpun og Sjálfbærni. Börn eru alls konar, dásamleg og mismunandi og hafa alls konar eiginleika og kosti. Þau glíma líka mörg við margskonar vanda og áskoranir. Það er ljóst að í almennu skólakerfið í dag, skóla án aðgreiningar, eru kennarar að fást við fjölbreyttari áskoranir en kollegar þeirra 1980 eða 1950. Samt hefur bekkjarstærðin haldist óbreytt í allan þennan tíma. Er það eðlilegt og gagnlegt? Ef við værum með einhverja starfskrafta sem framleiddu ákveðna vöru 1980 og ættu að framleiða eða skera út 20 stykki á klukkutíma en árið 2020 þyrftu þeir líka að mála vöruna, pakka henni og fylgja henni eftir í sölu og enn væri ætlast til 20 á klukkutíma? Hvaða rugl er í gangi? Hvaða starfsstétt myndi sætta sig við að tvöfalda kröfurnar varðandi verkefnin en enn yrðu sömu kröfur um fjölda á klukkutíma? Kannski er þetta léleg samlíking og ég vil alls ekki líta á börn sem vörur þó svo að kapítalisminn og viðskiptaráð reyni að þröngva skólakerfinu inn í það box ítrekað. Og auðvitað þróast framleiðslutæknin og fjöldaframleiðsla vara eykst með aukinni tækni. Þannig virka hins vegar ekki manneskjur og við getum ekki sinnt tvöfalt fleiri verkefnum varðandi börn með sama fjölda nemenda og áður. Þetta eru kennarar hins vegar að kljást við og þeim gert að hlaupa tvöfalt hraðar fyrir sömu laun .Léleg laun miðað við annað fólk með sömu menntun sem vinnur á almennum markaði. Þetta hljómar ekkert mjög sexí. Fólk með mastersgráðu veltir fyrir sér hvort það eigi að fara út í kennslu og sætta sig við ómannúðlegar kröfur fyrir helmingi lægri laun en þau gætu aflað í annarri almennri vinnu með sömu menntun. Erum við að fá bestu kennarana þannig? Erum við kannski að missa af fullt af menntuðu og góðu fólki með ástríðu fyrir farsæld barna út í önnur störf vegna launa? Já, það erum við. Viljum við þannig samfélag? Viljum við að skólakerfið sé fullt af ómenntuðu fólki sem mögulega sættir sig við léleg laun í örfá ár en hverfa svo til annarra starfa? Ekki það að ómenntað fólk sé eitthvað lélegar manneskjur sem vilja börnum illt. Þau kannski eru samt ekkert endilega með ástríðu fyrir þessu starfi þó svo að mörg þeirra séu það auðvitað. En við þurfum frekar að bæta við menntun kennara. Bæta við nám um þroskafrávik, farsæld, geðheilsu, siðfræði ofl. Auðvitað viljum við bestu mögulega starfskrafta til að sinna menntun og þroska barna okkar. Þá þurfum við einfaldlega að borga þeim sambærileg laun og eru í öðrum störfum með sams konar menntun. Þannig fáum við besta fólkið. Ef þú vilt fá bestu mögulegu kennara fyrir barnið þitt þá gerir þú kröfur til stjórnvalda að þau borgi þeim sambærileg laun og gerast á almennum markaði. Ef samfélagið hefur kerfisbundið vanmetið starf kennara og þeir sem sinna barninu þínu búa við ómannúðlegar kröfur ættir þú að huga að því að stefna stjórnvöldum og krefja þau um annað gildismat. Þú ættir hins vegar ekki að stefna þeim sem vilja barninu þínu allt það besta og velja að mennta sig og starfa til að sinna því og mennta eftir bestu getu. Kennarar eru ekki ofurmannlegir og geta ekki sinnt starfi sálfræðings, þroskaþjálfa, talmeinafræðings og félagsráðgjafa með 25 nemendur í bekk. Við erum að gera kröfur um að skólakerfið verði líka heilbrigðiskerfi og að kennarar sinni miklu flóknari verkefnum á skítalaunum. Og ykkur dettur í hug að stefna þeim? Hvað er að frétta? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við erum flest sammála um að börn og velferð þeirra sé aðalatriði í samfélaginu. Skólakerfið á að sinna börnum vel, styðja við þroska þeirra og farsæld og færa þeim góða og gilda menntun í grunnfögum ásamt menntun í takt við grunnstoðir námskráa. Fyrir þá sem ekki vita eru grunnþættir námskráa skólakerfisins sex: Læsi, Jafnrétti, Heilbrigði og velferð, Lýðræði og Mannréttindi, Sköpun og Sjálfbærni. Börn eru alls konar, dásamleg og mismunandi og hafa alls konar eiginleika og kosti. Þau glíma líka mörg við margskonar vanda og áskoranir. Það er ljóst að í almennu skólakerfið í dag, skóla án aðgreiningar, eru kennarar að fást við fjölbreyttari áskoranir en kollegar þeirra 1980 eða 1950. Samt hefur bekkjarstærðin haldist óbreytt í allan þennan tíma. Er það eðlilegt og gagnlegt? Ef við værum með einhverja starfskrafta sem framleiddu ákveðna vöru 1980 og ættu að framleiða eða skera út 20 stykki á klukkutíma en árið 2020 þyrftu þeir líka að mála vöruna, pakka henni og fylgja henni eftir í sölu og enn væri ætlast til 20 á klukkutíma? Hvaða rugl er í gangi? Hvaða starfsstétt myndi sætta sig við að tvöfalda kröfurnar varðandi verkefnin en enn yrðu sömu kröfur um fjölda á klukkutíma? Kannski er þetta léleg samlíking og ég vil alls ekki líta á börn sem vörur þó svo að kapítalisminn og viðskiptaráð reyni að þröngva skólakerfinu inn í það box ítrekað. Og auðvitað þróast framleiðslutæknin og fjöldaframleiðsla vara eykst með aukinni tækni. Þannig virka hins vegar ekki manneskjur og við getum ekki sinnt tvöfalt fleiri verkefnum varðandi börn með sama fjölda nemenda og áður. Þetta eru kennarar hins vegar að kljást við og þeim gert að hlaupa tvöfalt hraðar fyrir sömu laun .Léleg laun miðað við annað fólk með sömu menntun sem vinnur á almennum markaði. Þetta hljómar ekkert mjög sexí. Fólk með mastersgráðu veltir fyrir sér hvort það eigi að fara út í kennslu og sætta sig við ómannúðlegar kröfur fyrir helmingi lægri laun en þau gætu aflað í annarri almennri vinnu með sömu menntun. Erum við að fá bestu kennarana þannig? Erum við kannski að missa af fullt af menntuðu og góðu fólki með ástríðu fyrir farsæld barna út í önnur störf vegna launa? Já, það erum við. Viljum við þannig samfélag? Viljum við að skólakerfið sé fullt af ómenntuðu fólki sem mögulega sættir sig við léleg laun í örfá ár en hverfa svo til annarra starfa? Ekki það að ómenntað fólk sé eitthvað lélegar manneskjur sem vilja börnum illt. Þau kannski eru samt ekkert endilega með ástríðu fyrir þessu starfi þó svo að mörg þeirra séu það auðvitað. En við þurfum frekar að bæta við menntun kennara. Bæta við nám um þroskafrávik, farsæld, geðheilsu, siðfræði ofl. Auðvitað viljum við bestu mögulega starfskrafta til að sinna menntun og þroska barna okkar. Þá þurfum við einfaldlega að borga þeim sambærileg laun og eru í öðrum störfum með sams konar menntun. Þannig fáum við besta fólkið. Ef þú vilt fá bestu mögulegu kennara fyrir barnið þitt þá gerir þú kröfur til stjórnvalda að þau borgi þeim sambærileg laun og gerast á almennum markaði. Ef samfélagið hefur kerfisbundið vanmetið starf kennara og þeir sem sinna barninu þínu búa við ómannúðlegar kröfur ættir þú að huga að því að stefna stjórnvöldum og krefja þau um annað gildismat. Þú ættir hins vegar ekki að stefna þeim sem vilja barninu þínu allt það besta og velja að mennta sig og starfa til að sinna því og mennta eftir bestu getu. Kennarar eru ekki ofurmannlegir og geta ekki sinnt starfi sálfræðings, þroskaþjálfa, talmeinafræðings og félagsráðgjafa með 25 nemendur í bekk. Við erum að gera kröfur um að skólakerfið verði líka heilbrigðiskerfi og að kennarar sinni miklu flóknari verkefnum á skítalaunum. Og ykkur dettur í hug að stefna þeim? Hvað er að frétta? Höfundur er framhaldsskólakennari.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun