Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 12:19 Frá vinstri: Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson, Eva M. Kristjánsdóttir og Kristinn Jónasson. KPMG Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law en þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Eva M. Kristjánsdóttir sé ný í eigendahóp KPMG. Hún leiði þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hafi starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggi sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila. Vinnur náið með viðskiptavinum Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hafi nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfi á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hafi lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn búi yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hafi síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hafi hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hafi verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggi sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri. Sérfræðingur í skattarétti Kristinn Jónasson sé nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann sé lögmaður og hafi starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hafi á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felist í virðisaukaskatti en í störfum sínum hafi hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hafi á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir séu á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga. Góð viðbót „Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KPMG. Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Eva M. Kristjánsdóttir sé ný í eigendahóp KPMG. Hún leiði þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hafi starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggi sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila. Vinnur náið með viðskiptavinum Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hafi nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfi á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hafi lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn búi yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hafi síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hafi hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hafi verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggi sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri. Sérfræðingur í skattarétti Kristinn Jónasson sé nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann sé lögmaður og hafi starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hafi á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felist í virðisaukaskatti en í störfum sínum hafi hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hafi á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir séu á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga. Góð viðbót „Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KPMG.
Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira