Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar 24. janúar 2025 09:01 Íþróttahreyfingin á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og gegnir mikilvægu hlutverki í lífi fólks á öllum aldri. Hún er samofin skólastarfi og almennri tómstundaiðkun og spannar fjölbreytt svið, hvort sem markmiðið er keppni, félagslegt samneyti eða afþreying. Íþróttir veita börnum, ungmennum og fullorðnum vettvang til að efla líkamlega og andlega vellíðan, styrkja félagsleg tengsl og skapa sameiginlegar minningar. Rekstur íþróttahreyfingarinnar: Almannaheill og sjálfboðastarf Íþróttahreyfingin á Íslandi er almennt rekin án þess að hagnaðarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Flest íþróttafélög landsins uppfylla skilyrði til að flokkast sem félög til almannaheilla, þar sem áherslan er á samfélagslegt framlag frekar en fjárhagslegan ávinning. Rekstur félaganna byggir að stórum hluta á eljusemi sjálfboðaliða og stuðningi bakhjarla, enda er fjárhagsleg sjálfbærni íþróttafélaga undantekning fremur en regla. Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi. Þeir sinna fjölbreyttum verkefnum, allt frá sölu á fjáröflunarvörum til stjórnarstarfa í félögunum. Slík störf eru í flestum tilvikum unnin án endurgjalds, sem undirstrikar mikilvægi sjálfboðastarfsins fyrir starfsemi íþróttafélaga og hreyfingarinnar í heild sinni. Ábyrgð og áskoranir í skattamálum Skattalegt regluverk í tengslum við íþróttafélög hefur verið til umfjöllunar á síðustu mánuðum. Í leiðbeiningum Skattsins sem upphaflega voru birtar árið 2004 en uppfærðar í febrúar 2024 er áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga beri ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds. Ef brotið er gegn þessum skyldum, geta íþróttafélög og forsvarsmenn þeirra sætt refsiábyrgð. Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að íþróttamenn og þjálfarar, sem fá greiðslur frá íþróttafélögum, séu skilgreindir sem launþegar fremur en verktakar. Þetta atriði hefur vakið talsverða athygli innan íþróttahreyfingarinnar, enda hefur verið staðfest misbrestur á skilum staðgreiðslu og tryggingagjalda í nokkrum félögum. Í kjölfarið hefur ríkisskattstjóri tilkynnt um fyrirætlanir sínar að fylgjast reglubundið með þessum málum á næstu árum. Fræðilega séð eru skilin milli launþegasambands og verktakasambands skýr og sjónarmið Skattsins í þessum efnum almennt óumdeild. Raunveruleikin er þó marbreytilegur og ekki ljóst að almenningur átti sig á þessum eðlismun. Þó blasir við að leiðrétting á þessum misbresti mun kalla á aukinn fjárstuðning hins opinbera eða skattalegar ívilnanir til íþróttahreyfingarinnar, þar sem umtalsverður kostnaðarauki mun lenda á íþróttafélögunum við breytingarnar. Eitt af umdeildustu atriðum í erindi Skattsins er möguleg refsiábyrgð þeirra sjálfboðaliða sem sitja í stjórnum íþróttafélaga, komi til brota á skattalögum. Gildandi skattalöggjöf kveður á um að sjálfboðaliði sem hefur engan fjárhagslegan ávinning af starfi sínu, geti borið refsiábyrgð sé misbrestur við framkvæmd upplýsinga- og greiðsluskyldu til skattyfirvalda. Þó er hægt að fagna því að Skatturinn leggi áherslu á skýra framkvæmd, en ábendingin um refsiábyrgð gæti að sama skapi talist ónærgætin, í ljósi þess mikilvæga hlutverks sem sjálfboðaliðar gegna í rekstri íþróttafélaga. Ábendingin hefur valdið óróleika innan íþróttahreyfingarinnar. Sambönd innan hreyfingarinnar hafa haldið fundi til að ræða áhrif og afleiðingar þess að sjálfboðaliðar gætu sætt refsingu fyrir misbresti íþróttafélaga á skattskilum. Þetta vekur áleitnar spurningar um framtíðina: Hver mun vilja taka að sér endurgjaldslaust stjórnunarhlutverk í íþróttafélögum, ef refsiábyrgð er veruleiki? Framtíð íþróttahreyfingarinnar í ljósi aukins eftirlits Íþróttahreyfingin stendur á tímamótum þar sem aukið eftirlit og skýrari reglur um skattamál kalla á breytingar í starfseminni. Þótt mikilvægi skýrs og sanngjarns regluverks sé óumdeilt, er nauðsynlegt að tryggja að þær skyldur sem yfirvöld leggja á herðar forsvarsmanna skerði ekki hvata til þátttöku sjálfboðaliða, sem eru burðarás hreyfingarinnar. Jafnframt má velta því upp hvort áherslan eigi frekar að vera á að skapa hvata og stuðning fyrir íþróttastarfsemi, frekar en að leggja áherslu á refsiaðgerðir. Fyrirmyndir má sækja til ýmissa ríkja innan Evrópusambandsins, þar sem skattalegir hvatar og beinn fjárhagslegur stuðningur styðja við íþróttahreyfingar. Slíkar aðgerðir gætu einnig eflt íþróttastarf á Íslandi og létt af fjárhagslegri byrði íþróttafélaga, sem nú standa frammi fyrir miklum áskorunum. Ef áherslan verður of þung á eftirlit, refsiábyrgð og lagalegar skyldur, gæti það grafið undan grundvelli hreyfingarinnar og skapað óvissu um framtíð hennar. Íþróttahreyfingin, sem hefur verið ein af grunnstoðum íslensks samfélags, þarf stuðning og hvata fremur en hindranir, svo hún geti áfram þrifist og blómstrað til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Á Skattafróðleik KPMG, sem fram fer 30. janúar næstkomandi, verður ítarlega fjallað um skattaleg mál sem tengjast íþróttahreyfingunni. Á viðburðinum verður meðal annars varpað ljósi á skattaleg málefni sem hafa áhrif á rekstur íþróttafélaga, þar á meðal skilgreiningu launþega og verktaka, framtal auglýsingatekna og mögulegar afleiðingar skattalegra brota. Skattafróðleikur KPMG mun því veita forsvarsmönnum íþróttafélaga og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að dýpka skilning sinn á þessu mikilvæga málefni. Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Íþróttahreyfingin á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og gegnir mikilvægu hlutverki í lífi fólks á öllum aldri. Hún er samofin skólastarfi og almennri tómstundaiðkun og spannar fjölbreytt svið, hvort sem markmiðið er keppni, félagslegt samneyti eða afþreying. Íþróttir veita börnum, ungmennum og fullorðnum vettvang til að efla líkamlega og andlega vellíðan, styrkja félagsleg tengsl og skapa sameiginlegar minningar. Rekstur íþróttahreyfingarinnar: Almannaheill og sjálfboðastarf Íþróttahreyfingin á Íslandi er almennt rekin án þess að hagnaðarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Flest íþróttafélög landsins uppfylla skilyrði til að flokkast sem félög til almannaheilla, þar sem áherslan er á samfélagslegt framlag frekar en fjárhagslegan ávinning. Rekstur félaganna byggir að stórum hluta á eljusemi sjálfboðaliða og stuðningi bakhjarla, enda er fjárhagsleg sjálfbærni íþróttafélaga undantekning fremur en regla. Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi. Þeir sinna fjölbreyttum verkefnum, allt frá sölu á fjáröflunarvörum til stjórnarstarfa í félögunum. Slík störf eru í flestum tilvikum unnin án endurgjalds, sem undirstrikar mikilvægi sjálfboðastarfsins fyrir starfsemi íþróttafélaga og hreyfingarinnar í heild sinni. Ábyrgð og áskoranir í skattamálum Skattalegt regluverk í tengslum við íþróttafélög hefur verið til umfjöllunar á síðustu mánuðum. Í leiðbeiningum Skattsins sem upphaflega voru birtar árið 2004 en uppfærðar í febrúar 2024 er áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga beri ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds. Ef brotið er gegn þessum skyldum, geta íþróttafélög og forsvarsmenn þeirra sætt refsiábyrgð. Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að íþróttamenn og þjálfarar, sem fá greiðslur frá íþróttafélögum, séu skilgreindir sem launþegar fremur en verktakar. Þetta atriði hefur vakið talsverða athygli innan íþróttahreyfingarinnar, enda hefur verið staðfest misbrestur á skilum staðgreiðslu og tryggingagjalda í nokkrum félögum. Í kjölfarið hefur ríkisskattstjóri tilkynnt um fyrirætlanir sínar að fylgjast reglubundið með þessum málum á næstu árum. Fræðilega séð eru skilin milli launþegasambands og verktakasambands skýr og sjónarmið Skattsins í þessum efnum almennt óumdeild. Raunveruleikin er þó marbreytilegur og ekki ljóst að almenningur átti sig á þessum eðlismun. Þó blasir við að leiðrétting á þessum misbresti mun kalla á aukinn fjárstuðning hins opinbera eða skattalegar ívilnanir til íþróttahreyfingarinnar, þar sem umtalsverður kostnaðarauki mun lenda á íþróttafélögunum við breytingarnar. Eitt af umdeildustu atriðum í erindi Skattsins er möguleg refsiábyrgð þeirra sjálfboðaliða sem sitja í stjórnum íþróttafélaga, komi til brota á skattalögum. Gildandi skattalöggjöf kveður á um að sjálfboðaliði sem hefur engan fjárhagslegan ávinning af starfi sínu, geti borið refsiábyrgð sé misbrestur við framkvæmd upplýsinga- og greiðsluskyldu til skattyfirvalda. Þó er hægt að fagna því að Skatturinn leggi áherslu á skýra framkvæmd, en ábendingin um refsiábyrgð gæti að sama skapi talist ónærgætin, í ljósi þess mikilvæga hlutverks sem sjálfboðaliðar gegna í rekstri íþróttafélaga. Ábendingin hefur valdið óróleika innan íþróttahreyfingarinnar. Sambönd innan hreyfingarinnar hafa haldið fundi til að ræða áhrif og afleiðingar þess að sjálfboðaliðar gætu sætt refsingu fyrir misbresti íþróttafélaga á skattskilum. Þetta vekur áleitnar spurningar um framtíðina: Hver mun vilja taka að sér endurgjaldslaust stjórnunarhlutverk í íþróttafélögum, ef refsiábyrgð er veruleiki? Framtíð íþróttahreyfingarinnar í ljósi aukins eftirlits Íþróttahreyfingin stendur á tímamótum þar sem aukið eftirlit og skýrari reglur um skattamál kalla á breytingar í starfseminni. Þótt mikilvægi skýrs og sanngjarns regluverks sé óumdeilt, er nauðsynlegt að tryggja að þær skyldur sem yfirvöld leggja á herðar forsvarsmanna skerði ekki hvata til þátttöku sjálfboðaliða, sem eru burðarás hreyfingarinnar. Jafnframt má velta því upp hvort áherslan eigi frekar að vera á að skapa hvata og stuðning fyrir íþróttastarfsemi, frekar en að leggja áherslu á refsiaðgerðir. Fyrirmyndir má sækja til ýmissa ríkja innan Evrópusambandsins, þar sem skattalegir hvatar og beinn fjárhagslegur stuðningur styðja við íþróttahreyfingar. Slíkar aðgerðir gætu einnig eflt íþróttastarf á Íslandi og létt af fjárhagslegri byrði íþróttafélaga, sem nú standa frammi fyrir miklum áskorunum. Ef áherslan verður of þung á eftirlit, refsiábyrgð og lagalegar skyldur, gæti það grafið undan grundvelli hreyfingarinnar og skapað óvissu um framtíð hennar. Íþróttahreyfingin, sem hefur verið ein af grunnstoðum íslensks samfélags, þarf stuðning og hvata fremur en hindranir, svo hún geti áfram þrifist og blómstrað til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Á Skattafróðleik KPMG, sem fram fer 30. janúar næstkomandi, verður ítarlega fjallað um skattaleg mál sem tengjast íþróttahreyfingunni. Á viðburðinum verður meðal annars varpað ljósi á skattaleg málefni sem hafa áhrif á rekstur íþróttafélaga, þar á meðal skilgreiningu launþega og verktaka, framtal auglýsingatekna og mögulegar afleiðingar skattalegra brota. Skattafróðleikur KPMG mun því veita forsvarsmönnum íþróttafélaga og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að dýpka skilning sinn á þessu mikilvæga málefni. Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun