Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 16:47 Hildur Georgsdóttir, Gylfi Ólafsson, Björn Ingi Victorsson sem mun gegna embætti formanns hópsins og Oddný Árnadóttir. Fjögurra manna starfshópur hefur verið skipaður til að vinna úr þeim hagræðingartillögum sem borist hafa nýrri ríkisstjórn í Samráðsgátt stjórnvalda. Úrvinnslan er enn ekki hafin en verður snörp, að sögn eins meðlimsins. Þau sem skipa hópinn eru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Björn Ingi verður formaður hópsins. Eins og fram hefur komið hefur sparnaðarráðum svoleiðis snjóað inn á samráðsgáttina eftir að Kristrún Frostadóttir auglýsti eftir þeim í upphafi árs. Fresturinn til að leggja til slíkt ráð rennur út á miðnætti en þegar hafa borist hátt á fjórða þúsund tillagna. Fjölmargar tillögur borist Meðal þess sem helst hefur verið nefnt er hagræðing í rekstri Ríkisútvarpsins, með því að minnka umfang þess eða leggja það niður, loka og sameina sendiráð og styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna. Á því síðastnefnda hefur borið undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós hafi komið að Flokkur fólksins hefði þegið á þriðja hundrað milljóna í styrki þrátt fyrir að vera ekki skráður stjórnmálaflokkur í fyrirtækjaskrá. Sjá einnig: Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Einnig hefur verið lagt til að leggja niður ráðherrabíla, fækka aðstoðarfólki ráðherra eða hætta að veita áfengi í opinberum veislum og móttökum. Það hefur einnig komið fram að tillögurnar verði fyrst greindar með hjálp gervigreindar í fyrsta fasa og þeim verði síðan komið grysjuðum áfram til úrvinnsluhópsins fyrrnefnda. Tillögum skilað í lok febrúar Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að tillögum verði skilað þann 28. febrúar og að einhverjar þeirra muni nýtast strax í vor en að fjármálaáætlun muni einnig taka mið af vinnu hópsins. „Ég vil þakka þjóðinni fyrir áhugann og aðstoðina í samráðinu. Við í ríkisstjórninni höfum mikla trú á þessari vinnu og hlökkum til að fá í hendur tillögur hagræðingarhópsins. Þetta er öflugur hópur með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífi og opinberum rekstri,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. Björn Ingi Victorsson mun vera formaður hagræðingarhópsins og talsmaður þó að ekki sé gert ráð fyrir að hópurinn sýni á spilin fyrr en niðurstöðum verði skilað. „Ég er fyrst og fremst rekstrarmaður og kem inn í þetta sem slíkur en mér líst mjög vel á verkefnið og nálgun nýrrar ríkisstjórnar. Það eru víða tækifæri til að gera betur og við hlökkum til að taka þennan sprett,“ er haft eftir Birni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þau sem skipa hópinn eru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Björn Ingi verður formaður hópsins. Eins og fram hefur komið hefur sparnaðarráðum svoleiðis snjóað inn á samráðsgáttina eftir að Kristrún Frostadóttir auglýsti eftir þeim í upphafi árs. Fresturinn til að leggja til slíkt ráð rennur út á miðnætti en þegar hafa borist hátt á fjórða þúsund tillagna. Fjölmargar tillögur borist Meðal þess sem helst hefur verið nefnt er hagræðing í rekstri Ríkisútvarpsins, með því að minnka umfang þess eða leggja það niður, loka og sameina sendiráð og styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna. Á því síðastnefnda hefur borið undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós hafi komið að Flokkur fólksins hefði þegið á þriðja hundrað milljóna í styrki þrátt fyrir að vera ekki skráður stjórnmálaflokkur í fyrirtækjaskrá. Sjá einnig: Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Einnig hefur verið lagt til að leggja niður ráðherrabíla, fækka aðstoðarfólki ráðherra eða hætta að veita áfengi í opinberum veislum og móttökum. Það hefur einnig komið fram að tillögurnar verði fyrst greindar með hjálp gervigreindar í fyrsta fasa og þeim verði síðan komið grysjuðum áfram til úrvinnsluhópsins fyrrnefnda. Tillögum skilað í lok febrúar Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að tillögum verði skilað þann 28. febrúar og að einhverjar þeirra muni nýtast strax í vor en að fjármálaáætlun muni einnig taka mið af vinnu hópsins. „Ég vil þakka þjóðinni fyrir áhugann og aðstoðina í samráðinu. Við í ríkisstjórninni höfum mikla trú á þessari vinnu og hlökkum til að fá í hendur tillögur hagræðingarhópsins. Þetta er öflugur hópur með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífi og opinberum rekstri,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. Björn Ingi Victorsson mun vera formaður hagræðingarhópsins og talsmaður þó að ekki sé gert ráð fyrir að hópurinn sýni á spilin fyrr en niðurstöðum verði skilað. „Ég er fyrst og fremst rekstrarmaður og kem inn í þetta sem slíkur en mér líst mjög vel á verkefnið og nálgun nýrrar ríkisstjórnar. Það eru víða tækifæri til að gera betur og við hlökkum til að taka þennan sprett,“ er haft eftir Birni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira