Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar 22. janúar 2025 15:31 Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Hugtakið “woke”, sem upphaflega lýsti vakningu gagnvart félagslegu óréttlæti og þörfinni á aðgerðum til að uppræta mismunun, hefur í sumum hópum fengið neikvætt yfirbragð. Það er nú oft notað á niðrandi hátt til að afgreiða fólk sem vill leggja áherslu á mannréttindi og samúð sem óraunsæja eða jafnvel veika. Þessi afstaða byggir að hluta til á gömlum rótgrónum gildum sem leggja áherslu á hörku, sjálfsbjargarviðleitni og óskerta einstaklingshyggju. Samúð og krafa um réttlæti krefjast hins vegar þess að við viðurkennum að samfélagið er samtvinnað og að hagsmunir heildarinnar skipta máli. Þeir sem hafna þessum gildum líta stundum á þau sem ógn við frelsi einstaklingsins eða hefðbundin gildi, þar sem þeim finnst sem slíkar kröfur setji óraunhæfar skyldur á herðar þeirra. Þegar samúð er tengd við “woke” stimpilinn, verður hún ekki aðeins vanmetin heldur einnig útskúfuð sem eitthvað sem tilheyri aðeins ákveðnum hópum eða pólitískum hreyfingum. Þetta getur haft þær afleiðingar að einstaklingar forðast að sýna samkennd eða tala fyrir réttlæti af ótta við að verða útskúfaðir eða settir í hólf. En á bak við þessa mótstöðu má einnig greina ótta við breytingar. Að sýna samúð og standa fyrir réttlæti krefst þess að við horfumst í augu við eigin forréttindi og samfélagslegt óréttlæti – eitthvað sem getur vissulega verið óþægilegt og krefjandi. En er það virkilega merki um veikleika að krefjast réttlætis eða að vilja bæta kjör annarra? Þvert á móti er það oft hugrekki að horfa út fyrir eigin þarfir og viðurkenna þörfina fyrir sameiginlega velferð. Þegar samúð er stimpluð sem “woke” eða “aumingjaskapur” missir umræðan af mikilvægi hennar fyrir heilbrigð og réttlát samfélög. Í stað þess að úthrópa þessi gildi ætti að viðurkenna þau sem grundvöll fyrir betra lífi fyrir alla. Við sósíalistar gerum okkur grein fyrir þessu. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Hugtakið “woke”, sem upphaflega lýsti vakningu gagnvart félagslegu óréttlæti og þörfinni á aðgerðum til að uppræta mismunun, hefur í sumum hópum fengið neikvætt yfirbragð. Það er nú oft notað á niðrandi hátt til að afgreiða fólk sem vill leggja áherslu á mannréttindi og samúð sem óraunsæja eða jafnvel veika. Þessi afstaða byggir að hluta til á gömlum rótgrónum gildum sem leggja áherslu á hörku, sjálfsbjargarviðleitni og óskerta einstaklingshyggju. Samúð og krafa um réttlæti krefjast hins vegar þess að við viðurkennum að samfélagið er samtvinnað og að hagsmunir heildarinnar skipta máli. Þeir sem hafna þessum gildum líta stundum á þau sem ógn við frelsi einstaklingsins eða hefðbundin gildi, þar sem þeim finnst sem slíkar kröfur setji óraunhæfar skyldur á herðar þeirra. Þegar samúð er tengd við “woke” stimpilinn, verður hún ekki aðeins vanmetin heldur einnig útskúfuð sem eitthvað sem tilheyri aðeins ákveðnum hópum eða pólitískum hreyfingum. Þetta getur haft þær afleiðingar að einstaklingar forðast að sýna samkennd eða tala fyrir réttlæti af ótta við að verða útskúfaðir eða settir í hólf. En á bak við þessa mótstöðu má einnig greina ótta við breytingar. Að sýna samúð og standa fyrir réttlæti krefst þess að við horfumst í augu við eigin forréttindi og samfélagslegt óréttlæti – eitthvað sem getur vissulega verið óþægilegt og krefjandi. En er það virkilega merki um veikleika að krefjast réttlætis eða að vilja bæta kjör annarra? Þvert á móti er það oft hugrekki að horfa út fyrir eigin þarfir og viðurkenna þörfina fyrir sameiginlega velferð. Þegar samúð er stimpluð sem “woke” eða “aumingjaskapur” missir umræðan af mikilvægi hennar fyrir heilbrigð og réttlát samfélög. Í stað þess að úthrópa þessi gildi ætti að viðurkenna þau sem grundvöll fyrir betra lífi fyrir alla. Við sósíalistar gerum okkur grein fyrir þessu. Höfundur er sósíalisti.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun