Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2025 19:46 Abdukodir Khusanov (til vinstri) í leik gegn Panathinaikos. EPA-EFE/PANAGIOTIS MOSCHANDREOU Hinn tvítugi Abdukodir Khusanov er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann kemur frá Lens í Frakklandi. Pep Guardiola er stórhuga og vill styrkja lið sitt til muna áður en félagaskiptaglugginn lokar um komandi mánaðarmót. Lið hans hefur glímt við mýmörg vandamál í öftustu línu það sem af er leiktíð og því vildi Spánverjinn fá nýjan miðvörð til félagsins. Khusanov skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning í Manchester með möguleika á árs framlengingu sem myndi þýða að hann væri samningsbundinn Man City til ársins 2030. Miðvörðurinn er í ódýrari kantinum ef miðað er við þá leikmenn sem félag eins og City hefur keypt undnafarin ár. Hann kostar 33 og hálfa milljón punda eða 5,8 milljarða íslenskra króna. Welcome, Abdukodir 👋 pic.twitter.com/Y6X88GB79O— Manchester City (@ManCity) January 20, 2025 Khusanov á að baki 18 A-landsleiki fyrir Úsbekistan og er fyrsti Úsbekinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Samkvæmt Sky Sports keypti Lens leikmanninn á aðeins 84 þúsund pund eða fjórtán og hálfa milljón íslenskra króna fyrir 18 mánuðum síðan. „Ég er í skýjunum með að vera ganga í raðir Manchester City, félags sem ég hef notið þess að horfa á. Pep Guardiola er einn besti þjálfari allra tíma og ég get ekki beðið eftir að læra af honum og bæta mig enn frekar“ sagði miðvörðurinn í viðtali við vefsíðu Man City. Englandsmeistararnir eru í 4. sæti með 38 stig að loknum 21 leik, tólf stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Pep Guardiola er stórhuga og vill styrkja lið sitt til muna áður en félagaskiptaglugginn lokar um komandi mánaðarmót. Lið hans hefur glímt við mýmörg vandamál í öftustu línu það sem af er leiktíð og því vildi Spánverjinn fá nýjan miðvörð til félagsins. Khusanov skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning í Manchester með möguleika á árs framlengingu sem myndi þýða að hann væri samningsbundinn Man City til ársins 2030. Miðvörðurinn er í ódýrari kantinum ef miðað er við þá leikmenn sem félag eins og City hefur keypt undnafarin ár. Hann kostar 33 og hálfa milljón punda eða 5,8 milljarða íslenskra króna. Welcome, Abdukodir 👋 pic.twitter.com/Y6X88GB79O— Manchester City (@ManCity) January 20, 2025 Khusanov á að baki 18 A-landsleiki fyrir Úsbekistan og er fyrsti Úsbekinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Samkvæmt Sky Sports keypti Lens leikmanninn á aðeins 84 þúsund pund eða fjórtán og hálfa milljón íslenskra króna fyrir 18 mánuðum síðan. „Ég er í skýjunum með að vera ganga í raðir Manchester City, félags sem ég hef notið þess að horfa á. Pep Guardiola er einn besti þjálfari allra tíma og ég get ekki beðið eftir að læra af honum og bæta mig enn frekar“ sagði miðvörðurinn í viðtali við vefsíðu Man City. Englandsmeistararnir eru í 4. sæti með 38 stig að loknum 21 leik, tólf stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira