Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2025 19:46 Abdukodir Khusanov (til vinstri) í leik gegn Panathinaikos. EPA-EFE/PANAGIOTIS MOSCHANDREOU Hinn tvítugi Abdukodir Khusanov er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann kemur frá Lens í Frakklandi. Pep Guardiola er stórhuga og vill styrkja lið sitt til muna áður en félagaskiptaglugginn lokar um komandi mánaðarmót. Lið hans hefur glímt við mýmörg vandamál í öftustu línu það sem af er leiktíð og því vildi Spánverjinn fá nýjan miðvörð til félagsins. Khusanov skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning í Manchester með möguleika á árs framlengingu sem myndi þýða að hann væri samningsbundinn Man City til ársins 2030. Miðvörðurinn er í ódýrari kantinum ef miðað er við þá leikmenn sem félag eins og City hefur keypt undnafarin ár. Hann kostar 33 og hálfa milljón punda eða 5,8 milljarða íslenskra króna. Welcome, Abdukodir 👋 pic.twitter.com/Y6X88GB79O— Manchester City (@ManCity) January 20, 2025 Khusanov á að baki 18 A-landsleiki fyrir Úsbekistan og er fyrsti Úsbekinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Samkvæmt Sky Sports keypti Lens leikmanninn á aðeins 84 þúsund pund eða fjórtán og hálfa milljón íslenskra króna fyrir 18 mánuðum síðan. „Ég er í skýjunum með að vera ganga í raðir Manchester City, félags sem ég hef notið þess að horfa á. Pep Guardiola er einn besti þjálfari allra tíma og ég get ekki beðið eftir að læra af honum og bæta mig enn frekar“ sagði miðvörðurinn í viðtali við vefsíðu Man City. Englandsmeistararnir eru í 4. sæti með 38 stig að loknum 21 leik, tólf stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Pep Guardiola er stórhuga og vill styrkja lið sitt til muna áður en félagaskiptaglugginn lokar um komandi mánaðarmót. Lið hans hefur glímt við mýmörg vandamál í öftustu línu það sem af er leiktíð og því vildi Spánverjinn fá nýjan miðvörð til félagsins. Khusanov skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning í Manchester með möguleika á árs framlengingu sem myndi þýða að hann væri samningsbundinn Man City til ársins 2030. Miðvörðurinn er í ódýrari kantinum ef miðað er við þá leikmenn sem félag eins og City hefur keypt undnafarin ár. Hann kostar 33 og hálfa milljón punda eða 5,8 milljarða íslenskra króna. Welcome, Abdukodir 👋 pic.twitter.com/Y6X88GB79O— Manchester City (@ManCity) January 20, 2025 Khusanov á að baki 18 A-landsleiki fyrir Úsbekistan og er fyrsti Úsbekinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Samkvæmt Sky Sports keypti Lens leikmanninn á aðeins 84 þúsund pund eða fjórtán og hálfa milljón íslenskra króna fyrir 18 mánuðum síðan. „Ég er í skýjunum með að vera ganga í raðir Manchester City, félags sem ég hef notið þess að horfa á. Pep Guardiola er einn besti þjálfari allra tíma og ég get ekki beðið eftir að læra af honum og bæta mig enn frekar“ sagði miðvörðurinn í viðtali við vefsíðu Man City. Englandsmeistararnir eru í 4. sæti með 38 stig að loknum 21 leik, tólf stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira