Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. janúar 2025 12:32 Kristrún segir þing munu koma saman 4. febrúar, gangi allt eftir áætlun. Vísir/Vilhelm Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að fram að 4. febrúar verði undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga gefið rými til þess að vinna sína vinnu. Koma verði í ljós hvað komi út úr þeirri vinnu en vonast sé til þess að unnt verði að setja þing 4. febrúar. Kristrún segir það ekki sitt að segja til um á þessum tímapunkti hvort líklegt sé að talið verði á ný. Nefndin þurfi að fara yfir ýmis gögn og hafi víðtækar heimildir. „Nú gefum við þessu bara tíma, þessi dagsetning á þingsetningu er sett með fyrirvara um að það verði búið að komast að niðurstöðu.“ Ekki gott fyrir lýðræðið Þá segir Kristrún það vera áhyggjuefni að einhver fjöldi atkvæða virðist hafa fallið milli skips og bryggju. „Það er óheppilegt og þetta er ekki gott fyrir lýðræðið í landinu, að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að þeirra atkvæði komist til skila. Auðvitað er það þannig að ef þú kýst utan kjörfundar berðu ábyrgð á því að koma atkvæðinu þínu til skila en fólk er samt að greiða atkvæði undir ákveðnum kringumstæðum, undir ákveðnu fyrirkomulagi, þar sem það ætti að skila sér. Landskjörstjórn hefur sagt að það þurfi að fara betur yfir og endurskoða fyrirkomulag utankjörfundar. Þetta er eitthvað sem ég tek undir og ég held að Alþingi ætti að beina því í réttan farveg. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli upp á framtíðinni.“ Viðtal við Kristrúnu má sjá að neðan. Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25 Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að fram að 4. febrúar verði undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga gefið rými til þess að vinna sína vinnu. Koma verði í ljós hvað komi út úr þeirri vinnu en vonast sé til þess að unnt verði að setja þing 4. febrúar. Kristrún segir það ekki sitt að segja til um á þessum tímapunkti hvort líklegt sé að talið verði á ný. Nefndin þurfi að fara yfir ýmis gögn og hafi víðtækar heimildir. „Nú gefum við þessu bara tíma, þessi dagsetning á þingsetningu er sett með fyrirvara um að það verði búið að komast að niðurstöðu.“ Ekki gott fyrir lýðræðið Þá segir Kristrún það vera áhyggjuefni að einhver fjöldi atkvæða virðist hafa fallið milli skips og bryggju. „Það er óheppilegt og þetta er ekki gott fyrir lýðræðið í landinu, að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að þeirra atkvæði komist til skila. Auðvitað er það þannig að ef þú kýst utan kjörfundar berðu ábyrgð á því að koma atkvæðinu þínu til skila en fólk er samt að greiða atkvæði undir ákveðnum kringumstæðum, undir ákveðnu fyrirkomulagi, þar sem það ætti að skila sér. Landskjörstjórn hefur sagt að það þurfi að fara betur yfir og endurskoða fyrirkomulag utankjörfundar. Þetta er eitthvað sem ég tek undir og ég held að Alþingi ætti að beina því í réttan farveg. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli upp á framtíðinni.“ Viðtal við Kristrúnu má sjá að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25 Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40
Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25
Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11