Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2025 08:55 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segist sannfærð um að nýtt bókunarkerfi verði til þess að auka til muna þáttöku kvenna í brjóstakrabbameinsskimun. Það sé nauðsynlegt til að bjarga mannslífum. Mikið vanti upp á þátttökuna. Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða. Mikið vantar upp á að þátttaka kvenna í brjóstaskimunum hér á landi sé nægilega góð. Á árinu 2023 var hún ekki nema 56% meðan alþjóðleg viðmið kveða á um a.m.k. 75%. Þetta kemur fram í grein Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins á Vísi í morgun. „Ástæðan er ekki sú að konur vilji ekki nýta sér skimunina heldur miklu frekar sú að konum er ekki gert nægilega auðvelt að taka þátt. Komugjald kom í veg fyrir þátttöku hjá ákveðnum hópi kvenna þar til í október sl. þegar það var lækkað niður í 500 krónur.“ Krabbameinsfélagið vill með aðstoð Íslandsbanka ryðja úr vegi helstu hindruninni, sem sé bókunarfyrirkomulagið. „Með kaupum á nýju bókunarkerfi fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala, sérhæfðri, stafrænni lausn, verður hægt að senda konum bókun með boði í skimun. Bókuninni geta þær svo sjálfar breytt rafrænt, með auðveldum hætti. Við vitum að þetta mun auka þátttöku kvenna í brjóstaskimunum,“ segir Halla. Fimmtíu konur á ári látast úr brjóstakrabbameini Krabbameinsfélagið leitar að fleiri styrktaraðilum til að geta látið dæmið ganga upp. „Málefnið varðar okkur öll. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum. Að meðaltali greinast 266 konur á hverju ári. Konurnar eru tiltölulega ungar, meðalaldurinn er ekki nema 61 ár. Margar eru í blóma lífsins, konur sem hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði eða meðal fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð missum við á hverju ári að meðaltali 50 konur úr brjóstakrabbameini og því miður þarf fjöldi annarra að takast á við miklar aukaverkanir og lífsgæðaskerðingu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar.“ Framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins sé að færri fái krabbamein, fleiri lifi af og lifi sem bestu lífi í kjölfar krabbameins. „Við viljum lengri tíma fyrir fleiri, góðan tíma,“ segir Halla. „Með stefnu Krabbameinsfélagsins til ársins 2030 setti félagið sér það markmið að bæta árangur varðandi krabbamein þannig að 80% fólks sem fær krabbamein sé á lífi fimm árum síðar. Til að það náist þarf margt að koma til, meðal annars að krabbamein greinist snemma sem við viljum að verði raunin í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Það eykur batahorfur og gerir minna íþyngjandi meðferð mögulega. Stóraukin þátttaka í skimunum er einn liður í að þetta markmið náist. Konur á Íslandi vilja hugsa vel um heilsuna. Regluleg þátttaka í krabbameinsskimunum er hluti þess. Enginn getur verið öruggur um að fá ekki krabbamein og brjóstaskimun veitir því miður ekki tryggingu gegn því. Því vill félagið líka ítreka nauðsyn þess að konur þreifi brjóst sín reglulega.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Frá og með mánudeginum 14. október þurfa konur sem fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini einungis að greiða fimm hundruð krónur í komugjald fyrir skimunina. Önnur gjöld fyrir hana, sem kostaði áður sex þúsund krónur, verða felld niður. 10. október 2024 11:16 Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. 10. október 2024 13:33 Engin afsökun lengur fyrir því að mæta ekki í brjóstaskimun Stórefla á þátttöku kvenna í brjóstaskimun með því að lækka komugjaldið í fimm hundruð krónur. Þátttaka hefur dregist verulega saman á síðustu árum og yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar vonar að fleiri mæti nú í skimun. 10. október 2024 21:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða. Mikið vantar upp á að þátttaka kvenna í brjóstaskimunum hér á landi sé nægilega góð. Á árinu 2023 var hún ekki nema 56% meðan alþjóðleg viðmið kveða á um a.m.k. 75%. Þetta kemur fram í grein Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins á Vísi í morgun. „Ástæðan er ekki sú að konur vilji ekki nýta sér skimunina heldur miklu frekar sú að konum er ekki gert nægilega auðvelt að taka þátt. Komugjald kom í veg fyrir þátttöku hjá ákveðnum hópi kvenna þar til í október sl. þegar það var lækkað niður í 500 krónur.“ Krabbameinsfélagið vill með aðstoð Íslandsbanka ryðja úr vegi helstu hindruninni, sem sé bókunarfyrirkomulagið. „Með kaupum á nýju bókunarkerfi fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala, sérhæfðri, stafrænni lausn, verður hægt að senda konum bókun með boði í skimun. Bókuninni geta þær svo sjálfar breytt rafrænt, með auðveldum hætti. Við vitum að þetta mun auka þátttöku kvenna í brjóstaskimunum,“ segir Halla. Fimmtíu konur á ári látast úr brjóstakrabbameini Krabbameinsfélagið leitar að fleiri styrktaraðilum til að geta látið dæmið ganga upp. „Málefnið varðar okkur öll. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum. Að meðaltali greinast 266 konur á hverju ári. Konurnar eru tiltölulega ungar, meðalaldurinn er ekki nema 61 ár. Margar eru í blóma lífsins, konur sem hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði eða meðal fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð missum við á hverju ári að meðaltali 50 konur úr brjóstakrabbameini og því miður þarf fjöldi annarra að takast á við miklar aukaverkanir og lífsgæðaskerðingu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar.“ Framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins sé að færri fái krabbamein, fleiri lifi af og lifi sem bestu lífi í kjölfar krabbameins. „Við viljum lengri tíma fyrir fleiri, góðan tíma,“ segir Halla. „Með stefnu Krabbameinsfélagsins til ársins 2030 setti félagið sér það markmið að bæta árangur varðandi krabbamein þannig að 80% fólks sem fær krabbamein sé á lífi fimm árum síðar. Til að það náist þarf margt að koma til, meðal annars að krabbamein greinist snemma sem við viljum að verði raunin í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Það eykur batahorfur og gerir minna íþyngjandi meðferð mögulega. Stóraukin þátttaka í skimunum er einn liður í að þetta markmið náist. Konur á Íslandi vilja hugsa vel um heilsuna. Regluleg þátttaka í krabbameinsskimunum er hluti þess. Enginn getur verið öruggur um að fá ekki krabbamein og brjóstaskimun veitir því miður ekki tryggingu gegn því. Því vill félagið líka ítreka nauðsyn þess að konur þreifi brjóst sín reglulega.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Frá og með mánudeginum 14. október þurfa konur sem fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini einungis að greiða fimm hundruð krónur í komugjald fyrir skimunina. Önnur gjöld fyrir hana, sem kostaði áður sex þúsund krónur, verða felld niður. 10. október 2024 11:16 Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. 10. október 2024 13:33 Engin afsökun lengur fyrir því að mæta ekki í brjóstaskimun Stórefla á þátttöku kvenna í brjóstaskimun með því að lækka komugjaldið í fimm hundruð krónur. Þátttaka hefur dregist verulega saman á síðustu árum og yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar vonar að fleiri mæti nú í skimun. 10. október 2024 21:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Frá og með mánudeginum 14. október þurfa konur sem fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini einungis að greiða fimm hundruð krónur í komugjald fyrir skimunina. Önnur gjöld fyrir hana, sem kostaði áður sex þúsund krónur, verða felld niður. 10. október 2024 11:16
Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. 10. október 2024 13:33
Engin afsökun lengur fyrir því að mæta ekki í brjóstaskimun Stórefla á þátttöku kvenna í brjóstaskimun með því að lækka komugjaldið í fimm hundruð krónur. Þátttaka hefur dregist verulega saman á síðustu árum og yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar vonar að fleiri mæti nú í skimun. 10. október 2024 21:02