„Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. janúar 2025 21:38 Jakob Örn fer yfir málin. Vísir/Anton Brink KR lagði Þór í miklum spennuleik í Bónus-deild karla í kvöld en fyrir leikinn voru liðin í 6. og 7. sæti en eru nú jöfn að stigum og KR með yfirhöndina innbyrðis eftir að hafa unnið bæði einvígi liðanna. Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var virkilega sáttur í leikslok og hrósaði liðsheildinni þar sem fjölmargir leikmenn voru að leggja í púkkið. „Bara geggjaður leikur, geggjaður körfuboltaleikur. Mikið fram og til baka. Ég er bara mjög ánægður með hvernig við stigum upp í lokin og í seinni hálfleik. Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur. Þetta var ekki einhver einn eða tveir. Allir sem voru inn á voru að skila einhverju framlagi. Þannig að bara geggjaður sigur.“ KR endaði fyrstu tvo leikhlutuna á flautukörfum. Litlu hlutirnir virtust vera að detta með liðinu en í seinni hálfleik fór allt á fullt sóknarlega. „Mér fannst við varnarlega vera svolítið á hælunum í fyrri hálfleik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég var ekki nógu sáttur við að við vorum eftir á í öllum þeirra aðgerðum. Við vorum að bregðast við og þeir voru að komast framhjá okkur og gátu svolítið valið sendingar og skot. Ég var ekki nógu sáttur við það en í seinni hálfleik var þetta allt annað varnarlega.“ „Við gerðum rosalega vel á Tomsick og bara vorum miklu virkari. Vorum meira líkamlegir, þeir voru ekki að fá þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá í fyrri hálfleik og ég var bara mjög ánægður með það. Það er lykillinn, þannig fengum við þennan hraða leik sem við viljum spila. Náðum góðum varnarstoppum, náðum boltanum og keyrðum í bakið á þeim.“ Hraður leikur er það sem Jakob leggur upp með en hann var ekkert endilega viss um að Þórsarar hefðu verið ósáttir með þennan mikla hraða, en leikurinn var á köflum eins og borðtennisleikur fram og til baka. „Ég er ekkert viss um það, ég held að þeir séu líka alveg sáttir við að hlaupa upp og niður. En klárlega er þetta eitthvað sem mér finnst við þrífast í. Sóknarlega erum við frábærir, liðið er svolítið sett saman með það í huga að spila hratt. Við erum með leikmenn sem líður vel á opnum velli, keyra upp með boltann og skapa þannig. Hentar okkur rosa vel að spila svona leik.“ Má ekki færa þennan sigur til bókar sem algjöran lykilsigur, í jafnri deild gegn liðinu sem var í næsta sæti fyrir ofan KR? „Alveg klárlega, alveg klárlega. Hver umferð í þessari deild býður uppá rosalega mikilvæga leiki. Annað hvort ferðu upp um tvö þrjú sæti eða dettur bara niður um fimm. Þetta er það jafnt. Auðvitað er þetta risa sigur fyrir okkur, bæði að jafna þá og eigum innbyrðis á þá. En það eru fleiri svona leikir að koma núna, við eigum Álftanes, við eigum Keflavík svo það er mjög mikilvægt að við höldum rétt á spöðunum núna og höldum fókus.“ Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var virkilega sáttur í leikslok og hrósaði liðsheildinni þar sem fjölmargir leikmenn voru að leggja í púkkið. „Bara geggjaður leikur, geggjaður körfuboltaleikur. Mikið fram og til baka. Ég er bara mjög ánægður með hvernig við stigum upp í lokin og í seinni hálfleik. Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur. Þetta var ekki einhver einn eða tveir. Allir sem voru inn á voru að skila einhverju framlagi. Þannig að bara geggjaður sigur.“ KR endaði fyrstu tvo leikhlutuna á flautukörfum. Litlu hlutirnir virtust vera að detta með liðinu en í seinni hálfleik fór allt á fullt sóknarlega. „Mér fannst við varnarlega vera svolítið á hælunum í fyrri hálfleik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég var ekki nógu sáttur við að við vorum eftir á í öllum þeirra aðgerðum. Við vorum að bregðast við og þeir voru að komast framhjá okkur og gátu svolítið valið sendingar og skot. Ég var ekki nógu sáttur við það en í seinni hálfleik var þetta allt annað varnarlega.“ „Við gerðum rosalega vel á Tomsick og bara vorum miklu virkari. Vorum meira líkamlegir, þeir voru ekki að fá þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá í fyrri hálfleik og ég var bara mjög ánægður með það. Það er lykillinn, þannig fengum við þennan hraða leik sem við viljum spila. Náðum góðum varnarstoppum, náðum boltanum og keyrðum í bakið á þeim.“ Hraður leikur er það sem Jakob leggur upp með en hann var ekkert endilega viss um að Þórsarar hefðu verið ósáttir með þennan mikla hraða, en leikurinn var á köflum eins og borðtennisleikur fram og til baka. „Ég er ekkert viss um það, ég held að þeir séu líka alveg sáttir við að hlaupa upp og niður. En klárlega er þetta eitthvað sem mér finnst við þrífast í. Sóknarlega erum við frábærir, liðið er svolítið sett saman með það í huga að spila hratt. Við erum með leikmenn sem líður vel á opnum velli, keyra upp með boltann og skapa þannig. Hentar okkur rosa vel að spila svona leik.“ Má ekki færa þennan sigur til bókar sem algjöran lykilsigur, í jafnri deild gegn liðinu sem var í næsta sæti fyrir ofan KR? „Alveg klárlega, alveg klárlega. Hver umferð í þessari deild býður uppá rosalega mikilvæga leiki. Annað hvort ferðu upp um tvö þrjú sæti eða dettur bara niður um fimm. Þetta er það jafnt. Auðvitað er þetta risa sigur fyrir okkur, bæði að jafna þá og eigum innbyrðis á þá. En það eru fleiri svona leikir að koma núna, við eigum Álftanes, við eigum Keflavík svo það er mjög mikilvægt að við höldum rétt á spöðunum núna og höldum fókus.“
Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira