Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2025 14:16 Margrét Gauja Magnúsdóttir er nýr skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Margrét Gauja Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún tekur við af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, fráfarandi skólastjóra, sem tók við starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um áramótin. Þetta kemur fram í tilkynningu, en þar segir að Margrét Gauja sé með BA-prófi frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum með atvinnulífsfræði sem aukagrein. Þá hafi hún lokið kennsluréttindanámi frá sama skóla. Þá er hún er með meistarapróf í Forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og stundar diplómanám við HÍ í fjölbreytileika og farsæld. Margrét Gauja var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í tólf ár og var meðal annars formaður Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðarbæjar, formaður Umhverfis- og framkvæmdarráðs, stjórnarformaður Sorpu bs. og forseti bæjarstjórnar. Einnig er Margrét með jöklaleiðsöguréttindi, meirapróf og er athafnastjóri hjá Siðmennt. Lýðskólinn er á Flateyri „Um leið og við þökkum Sigríði Júlíu, fráfarandi skólastjóra, fyrir frábært starf í þágu skólans undanfarin ár erum við glöð og ánægð með að fá Margréti Gauju til liðs við okkur,“ er haft eftir Runólfi Ágústssyni, formanni stjórnar skólans. „Magga Gauja er með víðtæka reynslu af starfi með ungu fólki, menntun þeirra og þjálfun og hefur í sínum störfum sýnt að hún er skapandi leiðtogi sem er annt um fólk og velferð þess. Þeir eiginleikar og sú reynsla mun reynast henni dýrmætt veganesti.“ Þá er haft eftir Margréti Gauju að hún sé spennt störf við Lýðskólann. „Lýðskólar eru nauðsynleg viðbót við íslenskt menntakerfi því sú þekking, reynsla og valdefling sem ungt fólk fær á Flateyri, fylgir þeim út lífið og það er heiður að fá að taka þátt í þeirri vegferð, með þeim“ Skóla- og menntamál Vistaskipti Ísafjarðarbær Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu, en þar segir að Margrét Gauja sé með BA-prófi frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum með atvinnulífsfræði sem aukagrein. Þá hafi hún lokið kennsluréttindanámi frá sama skóla. Þá er hún er með meistarapróf í Forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og stundar diplómanám við HÍ í fjölbreytileika og farsæld. Margrét Gauja var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í tólf ár og var meðal annars formaður Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðarbæjar, formaður Umhverfis- og framkvæmdarráðs, stjórnarformaður Sorpu bs. og forseti bæjarstjórnar. Einnig er Margrét með jöklaleiðsöguréttindi, meirapróf og er athafnastjóri hjá Siðmennt. Lýðskólinn er á Flateyri „Um leið og við þökkum Sigríði Júlíu, fráfarandi skólastjóra, fyrir frábært starf í þágu skólans undanfarin ár erum við glöð og ánægð með að fá Margréti Gauju til liðs við okkur,“ er haft eftir Runólfi Ágústssyni, formanni stjórnar skólans. „Magga Gauja er með víðtæka reynslu af starfi með ungu fólki, menntun þeirra og þjálfun og hefur í sínum störfum sýnt að hún er skapandi leiðtogi sem er annt um fólk og velferð þess. Þeir eiginleikar og sú reynsla mun reynast henni dýrmætt veganesti.“ Þá er haft eftir Margréti Gauju að hún sé spennt störf við Lýðskólann. „Lýðskólar eru nauðsynleg viðbót við íslenskt menntakerfi því sú þekking, reynsla og valdefling sem ungt fólk fær á Flateyri, fylgir þeim út lífið og það er heiður að fá að taka þátt í þeirri vegferð, með þeim“
Skóla- og menntamál Vistaskipti Ísafjarðarbær Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira