Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Aron Guðmundsson skrifar 16. janúar 2025 11:31 Þeir voru ófáir titlarnir sem Víkingar sönkuðu að sér undir stjórn Arnars í Fossvoginum Forráðamenn Víkings Reykjavíkur hefðu viljað fá miklu hærri upphæð fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Arnar Gunnlaugsson, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að draumastarfinu og telja að endingu að niðurstaðan viðræðanna sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við. „Auðvitað gleðst maður fyrir hönd Arnars að fá þetta stóra starf. Það er eftirsjá af Arnari því hann skilar liðinu á mun betri stað heldur en hann tók við því á,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings ReykjavíkurMynd: Hafliði Breiðfjörð „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref. Við gerðum þetta í góðu samtali við Arnar. Ég áttaði mig á því að hans hugur leitaði þangað og þá reyndum við að sjá til þess að við værum allavegana ekki að eyðileggja það.“ Þar sem að Arnar var samningsbundinn Víkingum þurfti hann í fyrsta lagi að ná samkomulagi við KSÍ um kaup og kjör og svo þurfti sambandið sjálft að ná samkomulagi við Víking Reykjavík um kaupverð til þess að tryggja sér þjónustu Arnars. Viðræðurnar gengu vel að sögn Heimis. „Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig.“ Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Víkingar myndu fá 10-15 milljónir króna frá KSÍ fyrir Arnar. Eru þið sáttir með það sem að þið fenguð fyrir Arnar? „Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.“ Nýr þjálfari kynntur á næstu dögum Í yfirlýsingu Víkings Reykjavíkur í gær sagði að greint yrði frá ráðningu á nýjum þjálfara á næstu dögum er þar Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingum talinn langlíklegastur í stöðuna. Heimir segir lendingu ekki hafa náðst hvað varðar þjálfaramálin. Sölvi Geir Ottesen.Vísir/Arnar „Nei við erum ekki komnir með lendingu. Þetta var klárað í gærkvöld og í dag erum við í viðræðum og pælingum. Svo sjáum við til hvort við getum ekki fljótlega haft tilkynningu klára fyrir leikmannahóp og stuðningsmenn okkar. En ekkert klárt í því.“ Bara eitt sem kemur til greina Áskorunin framundan er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur undir stjórn Arnars, áskorun af stóru tagi. Víkingar komust á flug undir stjórn Arnars „Ég tel að framtíðin sé björt og það hlýtur að vera markmið okkar að reyna fylgja þessu eftir. Þegar að félag er komið á þennan stað þá er það bara eins hjá okkur og nokkrum öðrum slíkum félögum á Íslandi. Það er bara eitt sem kemur til greina og það er að sækja þennan titil sem að við misstum á síðasta ári.“ Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
„Auðvitað gleðst maður fyrir hönd Arnars að fá þetta stóra starf. Það er eftirsjá af Arnari því hann skilar liðinu á mun betri stað heldur en hann tók við því á,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings ReykjavíkurMynd: Hafliði Breiðfjörð „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref. Við gerðum þetta í góðu samtali við Arnar. Ég áttaði mig á því að hans hugur leitaði þangað og þá reyndum við að sjá til þess að við værum allavegana ekki að eyðileggja það.“ Þar sem að Arnar var samningsbundinn Víkingum þurfti hann í fyrsta lagi að ná samkomulagi við KSÍ um kaup og kjör og svo þurfti sambandið sjálft að ná samkomulagi við Víking Reykjavík um kaupverð til þess að tryggja sér þjónustu Arnars. Viðræðurnar gengu vel að sögn Heimis. „Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig.“ Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Víkingar myndu fá 10-15 milljónir króna frá KSÍ fyrir Arnar. Eru þið sáttir með það sem að þið fenguð fyrir Arnar? „Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.“ Nýr þjálfari kynntur á næstu dögum Í yfirlýsingu Víkings Reykjavíkur í gær sagði að greint yrði frá ráðningu á nýjum þjálfara á næstu dögum er þar Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingum talinn langlíklegastur í stöðuna. Heimir segir lendingu ekki hafa náðst hvað varðar þjálfaramálin. Sölvi Geir Ottesen.Vísir/Arnar „Nei við erum ekki komnir með lendingu. Þetta var klárað í gærkvöld og í dag erum við í viðræðum og pælingum. Svo sjáum við til hvort við getum ekki fljótlega haft tilkynningu klára fyrir leikmannahóp og stuðningsmenn okkar. En ekkert klárt í því.“ Bara eitt sem kemur til greina Áskorunin framundan er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur undir stjórn Arnars, áskorun af stóru tagi. Víkingar komust á flug undir stjórn Arnars „Ég tel að framtíðin sé björt og það hlýtur að vera markmið okkar að reyna fylgja þessu eftir. Þegar að félag er komið á þennan stað þá er það bara eins hjá okkur og nokkrum öðrum slíkum félögum á Íslandi. Það er bara eitt sem kemur til greina og það er að sækja þennan titil sem að við misstum á síðasta ári.“
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira