Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 22:34 Emma Alessandra og fjölskylda hennar fer úr landi að öllu óbreyttu fyrir helgi. AÐSEND Þriggja ára stúlku með heilsufarskvilla og foreldrum hennar verður að öllu óbreyttu vísað úr landi fyrir helgi. Stúlkan er bókuð í nauðsynlega skurðaðgerð hérlendis í febrúar. Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára, kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. „Því hefur verið hafnað. Síðast var því hafnað endanlega áðan,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hann hafði þá lagt til aðrar dagsetningar til að Emma kæmist í aðgerðina. Fjölskyldan fer að öllu óbreyttu úr landi fyrir helgi. „Úr því að þau hafa fengið þessa endanlegu synjun að fá ekki að vera yfir þessa aðgerð þá þora þau eiginlega ekki að vera í þeirri stöðu að vera brottvísað með valdi. Þannig að það lítur allt út fyrir að þau fari bara sjálfviljug þótt það sé nú ekki sjálfviljugt.“ Fjölskyldan kom til Íslands í júlí 2023. Þá vissi hún ekki af heilsufarskvillum Emmu. Að sögn Jóns lýsa þeir sér þannig að fótleggur Emmu er laus frá mjaðmagrindinni. Hún fór, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Búið er að bóka aðgerð 10. febrúar næstkomandi til að fjarlægja plötuna. Sé ekki gripið inn í gæti fótleggurinn losnað frá mjaðmagrindinni og það jafnvel leitt til fötlunar. Samkvæmt læknisráði þyrfti Emma helst að vera undir eftirliti sömu lækna og framkvæmdu aðgerðina að henni lokinni. Emma eftir fyrstu aðgerðina.AÐSEND „Það sem ég var að vonast til að myndi gerast í þessu máli er að þau fengju mannúðarleyfi vegna heilsu stelpunnar,“ segir Jón. Það liggi ekki fyrir hvort að Emma fengi aðgang að heilbrigðisþjónustu í Venesúela. „Mér finnst mjög einkennilegt að það má lesa þannig úr svörum útlendingastofnunar að þau meti það sem svo að það sé ekki í hagsmunum barnsins að fá að ljúka þessari nauðsynlegu aðgerð sem er samkvæmt læknismati nauðsynleg,“ segir Jón. „Mér finnst það andstætt meðalhófi að vera ekki tilbúin að sýna neina samvinnu með fólki sem er vissulega að reyna vinna með stjórnvöldum og erfitt að sjá hvernig það samræmist réttindum barnsins.“ Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára, kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. „Því hefur verið hafnað. Síðast var því hafnað endanlega áðan,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hann hafði þá lagt til aðrar dagsetningar til að Emma kæmist í aðgerðina. Fjölskyldan fer að öllu óbreyttu úr landi fyrir helgi. „Úr því að þau hafa fengið þessa endanlegu synjun að fá ekki að vera yfir þessa aðgerð þá þora þau eiginlega ekki að vera í þeirri stöðu að vera brottvísað með valdi. Þannig að það lítur allt út fyrir að þau fari bara sjálfviljug þótt það sé nú ekki sjálfviljugt.“ Fjölskyldan kom til Íslands í júlí 2023. Þá vissi hún ekki af heilsufarskvillum Emmu. Að sögn Jóns lýsa þeir sér þannig að fótleggur Emmu er laus frá mjaðmagrindinni. Hún fór, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Búið er að bóka aðgerð 10. febrúar næstkomandi til að fjarlægja plötuna. Sé ekki gripið inn í gæti fótleggurinn losnað frá mjaðmagrindinni og það jafnvel leitt til fötlunar. Samkvæmt læknisráði þyrfti Emma helst að vera undir eftirliti sömu lækna og framkvæmdu aðgerðina að henni lokinni. Emma eftir fyrstu aðgerðina.AÐSEND „Það sem ég var að vonast til að myndi gerast í þessu máli er að þau fengju mannúðarleyfi vegna heilsu stelpunnar,“ segir Jón. Það liggi ekki fyrir hvort að Emma fengi aðgang að heilbrigðisþjónustu í Venesúela. „Mér finnst mjög einkennilegt að það má lesa þannig úr svörum útlendingastofnunar að þau meti það sem svo að það sé ekki í hagsmunum barnsins að fá að ljúka þessari nauðsynlegu aðgerð sem er samkvæmt læknismati nauðsynleg,“ segir Jón. „Mér finnst það andstætt meðalhófi að vera ekki tilbúin að sýna neina samvinnu með fólki sem er vissulega að reyna vinna með stjórnvöldum og erfitt að sjá hvernig það samræmist réttindum barnsins.“
Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira