Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 13:58 Aurskriða sem féll í Búðardal í febrúar 2023. Auknar líkur eru á grjótskriðum næstu daga þegar frost fer úr jörðu, snjóa leysir og það rignir mikið. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum þegar frost fer úr jörðu og úrkoma safnast upp á næstu dögum. Ekki er hægt að útiloka krapaflóðahættu á svæðum þar sem snjór er í giljum og farvegum. Þetta kemur fram á bloggsíðu Veðurstofunnar um ofanflóð. Þar segir að fram á fimmtudag sé spáð suðlægum áttum með hlýindum og rigningu í flestum landshlutum, en mögulega snjókomu í allra hæstu fjöllum og á jöklum landsins. „Búast má við að úrkoman verði hvað mest á sunnan- og vestanverðu landinu. Þá fylgir úrkomunni hlýtt loft og er hiti yfir frostmarki í nær öllum landshlutum. Því má gera ráð fyrir að frost fari úr jörðu. Snjó hefur tekið upp víðast hvar á landinu en enn er snjór til fjalla og í giljum,“ segir í færslunni. Þótt ekki sé búist við óvenju ákafri rigningu eða miklum hlýindum geti langvarandi væg hláka aukið líkur á skriðuföllum. „Jarðvegurinn getur þolað mikið vatnsmagn, en þegar rignir, frost fer úr jörðu og snjóa leysir safnast sífellt meira vatn fyrir og jarðvegurinn getur orðið óstöðugur. Þá þarf úrkomumagn ekki að vera umtalsvert til að skriður geti fallið, segir einnig. Uppsöfnuð úrkoma og afrennsli Uppsöfnuð úrkoma eigi að ná háum gildum á næstu þremur dögum og því varar Veðurstofan við auknum líkum á grjóthruni og skriðum á þeim svæðum þar sem úrkoman er mest. Slíkar veðuraðstæður geti valdið krapaflóðum þar sem snjór er enn í giljum og farvegum. Búist er við töluverðri uppsafnaðri úrkomu næstu daga.Veðurstofan Úrkoman og hlýindin valdi auknu afrennsli, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum, eins og sjá má á myndinni að neðan. „Margar ár eru háar eftir vatnavexti helgarinnar og búast má við enn frekari vatnavöxtum í ám og lækjum næstu daga,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá uppsafnað afrennsli sem verður mest á suðurlandi, vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum.Veðurstofan Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Sjá meira
Þetta kemur fram á bloggsíðu Veðurstofunnar um ofanflóð. Þar segir að fram á fimmtudag sé spáð suðlægum áttum með hlýindum og rigningu í flestum landshlutum, en mögulega snjókomu í allra hæstu fjöllum og á jöklum landsins. „Búast má við að úrkoman verði hvað mest á sunnan- og vestanverðu landinu. Þá fylgir úrkomunni hlýtt loft og er hiti yfir frostmarki í nær öllum landshlutum. Því má gera ráð fyrir að frost fari úr jörðu. Snjó hefur tekið upp víðast hvar á landinu en enn er snjór til fjalla og í giljum,“ segir í færslunni. Þótt ekki sé búist við óvenju ákafri rigningu eða miklum hlýindum geti langvarandi væg hláka aukið líkur á skriðuföllum. „Jarðvegurinn getur þolað mikið vatnsmagn, en þegar rignir, frost fer úr jörðu og snjóa leysir safnast sífellt meira vatn fyrir og jarðvegurinn getur orðið óstöðugur. Þá þarf úrkomumagn ekki að vera umtalsvert til að skriður geti fallið, segir einnig. Uppsöfnuð úrkoma og afrennsli Uppsöfnuð úrkoma eigi að ná háum gildum á næstu þremur dögum og því varar Veðurstofan við auknum líkum á grjóthruni og skriðum á þeim svæðum þar sem úrkoman er mest. Slíkar veðuraðstæður geti valdið krapaflóðum þar sem snjór er enn í giljum og farvegum. Búist er við töluverðri uppsafnaðri úrkomu næstu daga.Veðurstofan Úrkoman og hlýindin valdi auknu afrennsli, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum, eins og sjá má á myndinni að neðan. „Margar ár eru háar eftir vatnavexti helgarinnar og búast má við enn frekari vatnavöxtum í ám og lækjum næstu daga,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá uppsafnað afrennsli sem verður mest á suðurlandi, vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum.Veðurstofan
Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Sjá meira