Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2025 15:33 Frá finnska þinginu þar sem þingmenn eða starfsmenn kunna eða kunna ekki að hella í sig örvandi efnum á tyllidögum samkvæmt rannsókn ríkisútvarpsins þarlenda. Vísir/EPA Útsendarar finnska ríkisútvarpsins fundu leifar af örvandi fíkniefnum á klósettum í finnska þinghúsinu þegar þingflokkar héldu jólagleði sína í nóvember. Þótt sýnin séu ekki sögð sanna að fíkniefna hefði verið neytt í gleðskapnum segir þingforsetinn það dapurlegt að leifar þeirra hafi fundist í þinghúsinu. Sýni voru tekin í sex klefum á salernum fyrir bæði karla og konur á tveimur hæðum þinghússins kvöldið sem þingflokkarnir hittust til að fagna jólunum. Auk þingmanna eru starfsmönnum þingflokka, aðstoðarmönnum ráðherra og blaðamönnum boðið í slíkan gleðskap, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Sérfræðingar á rannsóknarstofu fundu leifar af amfetamíni, MDMA og kókaíni í sýnunum. Þótt leifarnar væru agnarlitlar fundust þær aðeins á klósettum á þeirri hæð þinghússins þar sem þingflokkarnir fögnuðu. Niðurstöðurnar eru ekki óyggjandi sönnun þess að veislugestir hafi neytt fíkniefna í þinghúsinu, aðeins að manneskja eða manneskjur sem notuðu salernin hafi komist í snertingu við fíkniefnin nýlega. Ekki vinsælt að koma fyrir leitarhundum við innganga Engu að síður segir Jussi Halla-aho, forseti þingsins, það dapurlegt og ömurlegt að vísbendingar hafi fundist um mögulega fíkniefnaneyslu þeirra sem starfa í þinghúsinu. „Þetta sýnir að fíkniefnaneysla í þinghúsinu fer vaxandi,“ segir hann við YLE sem skildist að hann ætlaði að funda um aðgerðir til þess að taka á neyslu í þinginu. Halla-aho segir þó ekki marga möguleika í stöðunni. „Ég hugsa að þap nyti ekki mikils stuðnings að koma fyrir fíkniefnaleitarhundi við dyr þinghússins til þess að leita á öllum sem fara inn,“ segir þingforsetinn. YLE getur þess að fíkniefnaneysla virðist einnig vandamál hjá nágrönnunum í Svíþjóð. Þannig hafi sænska blaðið Aftonbladet fundið leifar kókaíns á salerni þar sem fjórir þingflokkar höfðu aðstöðu í fyrra. Finnland Fíkn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Sýni voru tekin í sex klefum á salernum fyrir bæði karla og konur á tveimur hæðum þinghússins kvöldið sem þingflokkarnir hittust til að fagna jólunum. Auk þingmanna eru starfsmönnum þingflokka, aðstoðarmönnum ráðherra og blaðamönnum boðið í slíkan gleðskap, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Sérfræðingar á rannsóknarstofu fundu leifar af amfetamíni, MDMA og kókaíni í sýnunum. Þótt leifarnar væru agnarlitlar fundust þær aðeins á klósettum á þeirri hæð þinghússins þar sem þingflokkarnir fögnuðu. Niðurstöðurnar eru ekki óyggjandi sönnun þess að veislugestir hafi neytt fíkniefna í þinghúsinu, aðeins að manneskja eða manneskjur sem notuðu salernin hafi komist í snertingu við fíkniefnin nýlega. Ekki vinsælt að koma fyrir leitarhundum við innganga Engu að síður segir Jussi Halla-aho, forseti þingsins, það dapurlegt og ömurlegt að vísbendingar hafi fundist um mögulega fíkniefnaneyslu þeirra sem starfa í þinghúsinu. „Þetta sýnir að fíkniefnaneysla í þinghúsinu fer vaxandi,“ segir hann við YLE sem skildist að hann ætlaði að funda um aðgerðir til þess að taka á neyslu í þinginu. Halla-aho segir þó ekki marga möguleika í stöðunni. „Ég hugsa að þap nyti ekki mikils stuðnings að koma fyrir fíkniefnaleitarhundi við dyr þinghússins til þess að leita á öllum sem fara inn,“ segir þingforsetinn. YLE getur þess að fíkniefnaneysla virðist einnig vandamál hjá nágrönnunum í Svíþjóð. Þannig hafi sænska blaðið Aftonbladet fundið leifar kókaíns á salerni þar sem fjórir þingflokkar höfðu aðstöðu í fyrra.
Finnland Fíkn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira