Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 08:01 Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu. Samstarfsmönnum mínum í nýrri ríkisstjórn ætti að vísu að vera kunnugt um þau flest eða öll, enda höfum við tekist á um efni margra þeirra. Nú, þegar ég hugsa um það vissi ég reyndar ekki að við deildum þessum áhuga. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þingmál undirritaðrar sem stuðla eiga að hagræðingu og ábyrgum ríkisrekstri: Endurskoðun úreltrar löggjafar um ríkisstarfsmenn til að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins. Með því væri hægt að auka hagkvæmni í ríkisrekstri og stuðla að bættri þjónustu hins opinbera. Ríkisstarfsmönnum fækki við sameiningu ríkisstofnana. Eftirlit sé haft með yfirvinnustundum ríkisstarfsmanna og yfirlit yfir þær aðgengilegt eftir ríkisstofnunum, m.a. hvort um sé að ræða tímamælda eða ótímabundna yfirvinnu. Allar stofnanir ríkisins birti fjárhagsupplýsingar á vefnum opnirreikningar.is Lækkun ríkisframlaga til stjórnmálaflokka sem hafa margfaldast þannig að stjórnmálaflokkar hafa í raun verið ríkisvæddir. Hækkun á lágmarksatkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til úthlutunar fjár úr ríkissjóði. Afnám jafnlaunavottunar Viðreisnar, sem er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum, en skilar engum marktækum árangri. Eftirlitið er sömuleiðis á hendi ríkisins. Þar mætti hagræða um leið, þótt starfsmenn Jafnréttisstofu hafi lýst yfir mikill ánægju með fyrirkomulagið. Fara eftir lögum og reglum um þinglega meðferð EES-mála þannig að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur til að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum sem leiðir af EES-samningnum, nema alveg sérstakar ástæður séu til þess. Kvöð á stjórnvöld um að útvista verkefnum í auknum mæli og kaupa oftar þjónustu einkaaðila fremur en fjölga ríkisstarfsmönnum. Auka eftirlit með að farið sé að lögum um opinber innkaup í heilbrigðiskerfinu, enda markmið laganna að stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri. Er enda með ólíkindum að hökt hafi verið á þeim, m.a. af hálfu embættis landlæknis. Einföldun heilbrigðiseftirlits. Hömlur verði settar á umsvif og útþenslu ÁTVR, m.a. stækkun dreifingarmiðstöðva og nýrra útsölustaða. Dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins. Þótt samstarf við nýja stjórnarliða á nýafstöðnu þingi og málflutningur þeirra þar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni, vill undirrituð þó leggja sitt af mörkum enda markmiðið göfugt. Þetta sama fólk hefur ekki beinlínis drekkt Alþingi í hagræðingartillögum á liðnum árum, hvað þá tekið undir þær. Engu að síður óska ég þeim velfarnaðar, hafi forgangsröðunin breyst í þeim efnum. Batnandi fólki er best að lifa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu. Samstarfsmönnum mínum í nýrri ríkisstjórn ætti að vísu að vera kunnugt um þau flest eða öll, enda höfum við tekist á um efni margra þeirra. Nú, þegar ég hugsa um það vissi ég reyndar ekki að við deildum þessum áhuga. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þingmál undirritaðrar sem stuðla eiga að hagræðingu og ábyrgum ríkisrekstri: Endurskoðun úreltrar löggjafar um ríkisstarfsmenn til að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins. Með því væri hægt að auka hagkvæmni í ríkisrekstri og stuðla að bættri þjónustu hins opinbera. Ríkisstarfsmönnum fækki við sameiningu ríkisstofnana. Eftirlit sé haft með yfirvinnustundum ríkisstarfsmanna og yfirlit yfir þær aðgengilegt eftir ríkisstofnunum, m.a. hvort um sé að ræða tímamælda eða ótímabundna yfirvinnu. Allar stofnanir ríkisins birti fjárhagsupplýsingar á vefnum opnirreikningar.is Lækkun ríkisframlaga til stjórnmálaflokka sem hafa margfaldast þannig að stjórnmálaflokkar hafa í raun verið ríkisvæddir. Hækkun á lágmarksatkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til úthlutunar fjár úr ríkissjóði. Afnám jafnlaunavottunar Viðreisnar, sem er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum, en skilar engum marktækum árangri. Eftirlitið er sömuleiðis á hendi ríkisins. Þar mætti hagræða um leið, þótt starfsmenn Jafnréttisstofu hafi lýst yfir mikill ánægju með fyrirkomulagið. Fara eftir lögum og reglum um þinglega meðferð EES-mála þannig að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur til að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum sem leiðir af EES-samningnum, nema alveg sérstakar ástæður séu til þess. Kvöð á stjórnvöld um að útvista verkefnum í auknum mæli og kaupa oftar þjónustu einkaaðila fremur en fjölga ríkisstarfsmönnum. Auka eftirlit með að farið sé að lögum um opinber innkaup í heilbrigðiskerfinu, enda markmið laganna að stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri. Er enda með ólíkindum að hökt hafi verið á þeim, m.a. af hálfu embættis landlæknis. Einföldun heilbrigðiseftirlits. Hömlur verði settar á umsvif og útþenslu ÁTVR, m.a. stækkun dreifingarmiðstöðva og nýrra útsölustaða. Dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins. Þótt samstarf við nýja stjórnarliða á nýafstöðnu þingi og málflutningur þeirra þar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni, vill undirrituð þó leggja sitt af mörkum enda markmiðið göfugt. Þetta sama fólk hefur ekki beinlínis drekkt Alþingi í hagræðingartillögum á liðnum árum, hvað þá tekið undir þær. Engu að síður óska ég þeim velfarnaðar, hafi forgangsröðunin breyst í þeim efnum. Batnandi fólki er best að lifa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun