Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 11:15 Edgar Welch er látinn eftir að hafa verið skotinn til bana af lögreglu. AP Maður sem gekk vopnaður inn á veitingastað í Washington D.C. vegna skáldaðra samsæriskenninga fyrir níu árum síðan var skotinn til bana af lögreglunni í Norður-Karólína á umferðarstoppi. Lögreglan í Kannapolis í Norður-Karólínu greinir frá því að Edgar Maddison Welch hafi verið farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði á laugardagskvöld þann 4. janúar síðastliðinn. Einn af lögregluþjónunum kannaðist við bílinn eftir að hafa séð Welch aka um á honum áður. Sami lögregluþjónn hafði handtekið Welch áður og vissi að búið væri að gefa út handtökuheimild á hendur honum vegna brots hans á skilorði. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar lögregluþjónarnir nálguðust bílinn til að handtaka Welch hafi hann dregið fram skammbyssu og miðað henni í átt að einum lögregluþjónanna. Honum var sagt að leggja frá sér vopnið en hann neitaði að gera það og var í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónunum tveimur. Welch var fluttur með sjúkrabíl á spítala en lést af sárum sínum tveimur dögum síðar. Hvorki bílstjórinn né annar farþegi særðust í skothríðinni. Dulmál fyrir börn sem átti að misnota Edgar Welch vann það sér til frægðar að hafa árið 2016 farið inn á veitingastaðinn Comet Ping Pong í Washington, vopnaður AR-15-riffli, vegna Pizzagate-samsæriskenningarinnar sem gekk út á að háttsettir Demókratar héldu úti barnaníðshring á staðnum. Hann skaut þrisvar sinnum úr rifflinum en hæfði sem betur fer engan og var síðan yfirbugaður af lögreglunni Þegar Welch réðist inn á pizzastaðinn var hann með aðra byssu á sér og svo fannst ein til viðbótar í bílnum hans. Hann var á endanum dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir árás með hættulegu vopni og ólöglegan vopnaflutning milli ríkja. Welch sagðist sjá eftir því hvernig hann tæklaði málið en taldi þó ekki ósannað að staðurinn væri tengdur barnaníðshring. Uppruni Pizzagate-samsæriskenningarinnar er rakinn til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Bandaríkin Tengdar fréttir Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Lögreglan í Kannapolis í Norður-Karólínu greinir frá því að Edgar Maddison Welch hafi verið farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði á laugardagskvöld þann 4. janúar síðastliðinn. Einn af lögregluþjónunum kannaðist við bílinn eftir að hafa séð Welch aka um á honum áður. Sami lögregluþjónn hafði handtekið Welch áður og vissi að búið væri að gefa út handtökuheimild á hendur honum vegna brots hans á skilorði. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar lögregluþjónarnir nálguðust bílinn til að handtaka Welch hafi hann dregið fram skammbyssu og miðað henni í átt að einum lögregluþjónanna. Honum var sagt að leggja frá sér vopnið en hann neitaði að gera það og var í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónunum tveimur. Welch var fluttur með sjúkrabíl á spítala en lést af sárum sínum tveimur dögum síðar. Hvorki bílstjórinn né annar farþegi særðust í skothríðinni. Dulmál fyrir börn sem átti að misnota Edgar Welch vann það sér til frægðar að hafa árið 2016 farið inn á veitingastaðinn Comet Ping Pong í Washington, vopnaður AR-15-riffli, vegna Pizzagate-samsæriskenningarinnar sem gekk út á að háttsettir Demókratar héldu úti barnaníðshring á staðnum. Hann skaut þrisvar sinnum úr rifflinum en hæfði sem betur fer engan og var síðan yfirbugaður af lögreglunni Þegar Welch réðist inn á pizzastaðinn var hann með aðra byssu á sér og svo fannst ein til viðbótar í bílnum hans. Hann var á endanum dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir árás með hættulegu vopni og ólöglegan vopnaflutning milli ríkja. Welch sagðist sjá eftir því hvernig hann tæklaði málið en taldi þó ekki ósannað að staðurinn væri tengdur barnaníðshring. Uppruni Pizzagate-samsæriskenningarinnar er rakinn til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf.
Bandaríkin Tengdar fréttir Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31