„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. janúar 2025 23:00 Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur héldu sameiginlegan blaðamannafund í dag. AP/Mads Claus Rasmussen Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, héldu sameiginlegan blaðamannafund í Kristjánsborgarhöll í dag. Mikið hefur verið fjallað um Grænland og framtíð þess í kjölfar hótana Donald Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, að innlima landið. Finnur fyrir sterkum sjálfstæðisvilja Mette segir Grænlendinga eina geta svarað spurningunni um framtíð Grænlands. „Hvað varðar sjálfstæði, byrjar sú ákvörðun og endar í Nuuk. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Þeir ákvarða sjálfir eigin framtíð. Ég finn fyrir sterkum vilja til að stefna í átt að sjálfstæði,“ segir forsætisráðherrann og það tekur Múte undir: Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? „Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki ný af nálinni. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Við viljum ekki vera Danir. Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Við viljum vera Grænlendingar,“ segir Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands. Óbreytt ástand ekki mögulegt til frambúðar Hann segir samstarfið við Bandaríkin þó mikilvægt og að það muni halda áfram. „En það skal einnig grundvallast á okkar gildum. Samvinna krefst samskipta, að vinna saman, finna lausnir. Það er mikilvægt að vinir ræði saman,“ segir hann. Sjá einnig: Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps „Það sem við viljum er að ná árangri í efnahagsmálum okkar og að öðlast meira sjálfstæði,“ segir Múte. Í samtali við fréttamann grænlenska ríkisútvarpsins í kjölfar fundarins segir Múte að núverandi samband Grænlands og Danmerkur gangi ekki lengur. „Allt fram á í dag og síðustu daga hefur óbreytt ástand ekki verið mögulegt. Það höfum við gert skýrt margoft. Við þurfum að fara nýja leið,“ segir hann. Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, héldu sameiginlegan blaðamannafund í Kristjánsborgarhöll í dag. Mikið hefur verið fjallað um Grænland og framtíð þess í kjölfar hótana Donald Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, að innlima landið. Finnur fyrir sterkum sjálfstæðisvilja Mette segir Grænlendinga eina geta svarað spurningunni um framtíð Grænlands. „Hvað varðar sjálfstæði, byrjar sú ákvörðun og endar í Nuuk. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Þeir ákvarða sjálfir eigin framtíð. Ég finn fyrir sterkum vilja til að stefna í átt að sjálfstæði,“ segir forsætisráðherrann og það tekur Múte undir: Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? „Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki ný af nálinni. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Við viljum ekki vera Danir. Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Við viljum vera Grænlendingar,“ segir Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands. Óbreytt ástand ekki mögulegt til frambúðar Hann segir samstarfið við Bandaríkin þó mikilvægt og að það muni halda áfram. „En það skal einnig grundvallast á okkar gildum. Samvinna krefst samskipta, að vinna saman, finna lausnir. Það er mikilvægt að vinir ræði saman,“ segir hann. Sjá einnig: Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps „Það sem við viljum er að ná árangri í efnahagsmálum okkar og að öðlast meira sjálfstæði,“ segir Múte. Í samtali við fréttamann grænlenska ríkisútvarpsins í kjölfar fundarins segir Múte að núverandi samband Grænlands og Danmerkur gangi ekki lengur. „Allt fram á í dag og síðustu daga hefur óbreytt ástand ekki verið mögulegt. Það höfum við gert skýrt margoft. Við þurfum að fara nýja leið,“ segir hann.
Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“