Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 22:07 Hákon var tosaður hressilega niður í teignum og fékk víti auk þess sem sá brotlegi var sendur í sturtu. Vítið klúðraðist og svekkjandi jafntefli niðurstaðan. Geert van Erven/Soccrates/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan leikinn í svekkjandi markalausu jafntefli liðs hans Lille við Auxerre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hákon var í byrjunarliði Lille, sem er í harðri baráttu í kringum Evrópusætin í efri hluta deildarinnar, er liðið heimsótti Auxerre á Stade de l'Abbe-Deschamps í kvöld. Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað og í raun fátt hægt að taka til í frásögn af honum. Markverðasta atvik leiksins var snemma í síðari hálfleik. Þá fékk Hákon Arnar fyrirgjöf frá hægri og var einn og óvaldaður á markteig. Paul Joly, varnarmaður Auxerre, tosaði hann viljandi niður. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að ræna Hákon upplögðu marktækifæri með þeim hætti og vítaspyrna dæmd. Jonathan David steig á punktinn en Theo De Percin, markvörður Auxerre, varði slaka spyrnu kanadíska framherjans. Lille stýrði ferðinni manni fleiri næstu 40 mínútur en gekk bölvanlega að skapa færi gegn þéttu liði Auxerre. Steindautt markalaust jafntefli niðurstaðan sem er eflaust mikil vonbrigði fyrir Hákon og félaga. Lille er í fjórða sæti með 29 stig, tveimur frá Mónakó sem er þar fyrir ofan. Lyon og Nice eru næstu lið á eftir Lille og geta farið upp fyrir Hákon og félaga með sigrum í þeirra leikjum um helgina. Auxerre er í níunda sæti með 22 stig. Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Hákon var í byrjunarliði Lille, sem er í harðri baráttu í kringum Evrópusætin í efri hluta deildarinnar, er liðið heimsótti Auxerre á Stade de l'Abbe-Deschamps í kvöld. Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað og í raun fátt hægt að taka til í frásögn af honum. Markverðasta atvik leiksins var snemma í síðari hálfleik. Þá fékk Hákon Arnar fyrirgjöf frá hægri og var einn og óvaldaður á markteig. Paul Joly, varnarmaður Auxerre, tosaði hann viljandi niður. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að ræna Hákon upplögðu marktækifæri með þeim hætti og vítaspyrna dæmd. Jonathan David steig á punktinn en Theo De Percin, markvörður Auxerre, varði slaka spyrnu kanadíska framherjans. Lille stýrði ferðinni manni fleiri næstu 40 mínútur en gekk bölvanlega að skapa færi gegn þéttu liði Auxerre. Steindautt markalaust jafntefli niðurstaðan sem er eflaust mikil vonbrigði fyrir Hákon og félaga. Lille er í fjórða sæti með 29 stig, tveimur frá Mónakó sem er þar fyrir ofan. Lyon og Nice eru næstu lið á eftir Lille og geta farið upp fyrir Hákon og félaga með sigrum í þeirra leikjum um helgina. Auxerre er í níunda sæti með 22 stig.
Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira