Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar 10. janúar 2025 08:02 Sú forna en sígilda von mannsins um frið á jörðu virðist enn vera sorglega langt frá því að rætast, nú í upphafi ársins sem markar fjórðung tuttugustu og fyrstu aldar. Þróun friðar þennan aldarfjórðung er hryggileg svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Óðum fækkar þeim er muna síðari heimsstyrjöldina af eigin raun. Reynsla flyst því miður illa milli kynslóða, þrátt fyrir upplýsingaöld með óteljandi möguleikum. Það er erfitt að skilja ógnir og hörmungar stríðsátaka fyrir þá sem ekki hafa reynt á eigin skinni. Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem í ár munu fagna áttræðisafmæli, voru stofnaðar eftir sex ára heimsstyrjöld. Megin tilgangur þeirra við stofnun var að viðhalda friði og öryggi í heiminum og stuðla að vinsamlegum samskiptum þjóða í milli. Ekki verður annað séð þegar litið er yfir stöðu ófriðarmála á þessari öld, en að þetta starf SÞ hafi í raun algerlega beðið skipbrot. Máttlausar ályktanir og öryggisráð þar sem beitt er neitunarvaldi er ekki að skila því sem við ætlumst til af þessari stofnun sem var kannski hugsuð sem sú mikilvægasta í heimi. Ef SÞ væri að standa sína plikt, ætti þungi starfs samtakanna nú að vera friðarviðræður og samtal milli stríðandi þjóða. SÞ ætti að leiða stöðugar friðarumleitanir og ef þjóðir eru ekki tilbúnar til þess að koma að borðinu eftir kalli, ættu sendinefndir SÞ að sækja þær þjóðir heim, hafa þar stöðuga viðveru og halda þannig opnu samtali milli aðila meðan ófriður varir. Friður kemst aldrei á án samninga. Að „sigra“ í stríði með vopnum og mannfórnum í þúsunda, eða hundruða þúsunda vís, þar sem heilu og hálfu borgirnar og héruðin, jafnvel heilu löndin liggja eftir í rúst, er ekki sú leið sem SÞ voru stofnaðar um. Ísland hefur langa umræðuhefð, og þá hefð að leysa ágreiningsmál með orðum en ekki vopnum. Íslenska þjóðin vill friðsamleg samskipti við allar þjóðir, er andvíg vopnakaupum og beinni þátttöku í stríðsaðgerðum. Það á við jafnvel þó afstaða sé tekin með öðrum aðila máls og að við séum aðilar að NATO af fullri alvöru. Hlutverk í slíku samstarfi geta verið af ýmsu tagi, okkar getur þannig vel verið það sem snýr að mannúðarmálum og ekki síður að því að leiða þá vinnu sem þarf til að leysa deilur með samningum. Þessi afstaða þjóðarinnar kom vel fram í forsetakosningunum í sumar sem leið. Friðarumræða var töluvert áberandi og málflutningur Höllu Tómasdóttur í þeim efnum lagði með öðru grunn að hennar glæsilega sigri. Með hana sem forseta, Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup og nú nýja ríkisstjórn leidda af öflugum konum einnig, má segja að Ísland sé komið með einvalalið til forystu sem getur sett friðarumræðu á dagskrá. Með okkar hefð að leysa deilur með orðum, með kvenlegu innsæi, jarðbundinni rökhyggju, hlýju og mildi á forsendum lífs en ekki dauða, trúi ég að Ísland geti verið það afl sem þoka má heiminum í átt til friðar. Stjórnvöld ættu nú þegar að hafa forgöngu um að setja á fót nýja friðarstofnun/skóla undir SÞ sem yrði á Íslandi. Með tvíþætt hlutverk, annars vegar að stunda fræðslu og rannsóknir, hins vegar að leiða friðarviðræður milli stríðandi aðila í heiminum. Til hennar gæti ungt fólk úr stjórnmálum frá öllum löndum heims komið til tímabundins náms, fengið þar fræðslu um samskipti þjóða og leiðir til friðsællar sambúðar. Það myndaði tengsl sem yrðu með tímanum að neti milli fóks um allan heim, fólks sem yrði í framtíðinni mögulega í ráðandi stöðum í sínum löndum. Við eigum mörg gömul menntasetur sem henta vel fyrir slíka starfsemi, sem hafa ýmist verið lögð af sem slík, eða eiga undir högg að sækja. Nefna má nokkur af handahófi, s.s. Eiðar, Laugar í Sælingsdal, Laugar í S-Þing, Laugarvatn og Bifröst. Á stöðum sem þessum í náttúrufegurð og kyrrð, verða stríð og rökstuðningurinn fyrir þeim fjarlægur veruleiki og auðvelt að fá innblásna sýn til friðar. Hvaða verkefni er mikilvægara en það að stuðla að friði og betri framtíð fyrir íbúa jarðar? Viljum við hafa þar hlutverki að gegna sem þjóð, viljum við sjá okkar hlutverk og möguleika til áhrifa? Eða eiga okkar stjórnvöld frekar að fylgja nágranna- og samstarfsþjóðum okkar eftir í blindni, jafnvel þó meirihluti þjóðarinnar vilji aðra nálgun og friðvænlegri? Við getum haft áhrif á þróun heimsmála og við eigum að reyna það sem við getum, með þeim ráðum sem við þekkjum og byggja á langri friðsamlegri sögu. Það eru raunar okkar beinu hagsmunir sem þjóðar að friður ríki í heiminum. Okkar tilverugrundvöllur byggist á virðingu fyrir lögum, á frjálsum alþjóðaviðskiptum, t.d. með sölu afurða okkar og frítíminn byggir orðið mikið á frjálsum ferðalögum við öruggar aðstæður. Þegar þessi heimsmynd er í bráðri hættu getum við ekki setið þegjandi hjá. Gleðilegt ár! Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sú forna en sígilda von mannsins um frið á jörðu virðist enn vera sorglega langt frá því að rætast, nú í upphafi ársins sem markar fjórðung tuttugustu og fyrstu aldar. Þróun friðar þennan aldarfjórðung er hryggileg svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Óðum fækkar þeim er muna síðari heimsstyrjöldina af eigin raun. Reynsla flyst því miður illa milli kynslóða, þrátt fyrir upplýsingaöld með óteljandi möguleikum. Það er erfitt að skilja ógnir og hörmungar stríðsátaka fyrir þá sem ekki hafa reynt á eigin skinni. Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem í ár munu fagna áttræðisafmæli, voru stofnaðar eftir sex ára heimsstyrjöld. Megin tilgangur þeirra við stofnun var að viðhalda friði og öryggi í heiminum og stuðla að vinsamlegum samskiptum þjóða í milli. Ekki verður annað séð þegar litið er yfir stöðu ófriðarmála á þessari öld, en að þetta starf SÞ hafi í raun algerlega beðið skipbrot. Máttlausar ályktanir og öryggisráð þar sem beitt er neitunarvaldi er ekki að skila því sem við ætlumst til af þessari stofnun sem var kannski hugsuð sem sú mikilvægasta í heimi. Ef SÞ væri að standa sína plikt, ætti þungi starfs samtakanna nú að vera friðarviðræður og samtal milli stríðandi þjóða. SÞ ætti að leiða stöðugar friðarumleitanir og ef þjóðir eru ekki tilbúnar til þess að koma að borðinu eftir kalli, ættu sendinefndir SÞ að sækja þær þjóðir heim, hafa þar stöðuga viðveru og halda þannig opnu samtali milli aðila meðan ófriður varir. Friður kemst aldrei á án samninga. Að „sigra“ í stríði með vopnum og mannfórnum í þúsunda, eða hundruða þúsunda vís, þar sem heilu og hálfu borgirnar og héruðin, jafnvel heilu löndin liggja eftir í rúst, er ekki sú leið sem SÞ voru stofnaðar um. Ísland hefur langa umræðuhefð, og þá hefð að leysa ágreiningsmál með orðum en ekki vopnum. Íslenska þjóðin vill friðsamleg samskipti við allar þjóðir, er andvíg vopnakaupum og beinni þátttöku í stríðsaðgerðum. Það á við jafnvel þó afstaða sé tekin með öðrum aðila máls og að við séum aðilar að NATO af fullri alvöru. Hlutverk í slíku samstarfi geta verið af ýmsu tagi, okkar getur þannig vel verið það sem snýr að mannúðarmálum og ekki síður að því að leiða þá vinnu sem þarf til að leysa deilur með samningum. Þessi afstaða þjóðarinnar kom vel fram í forsetakosningunum í sumar sem leið. Friðarumræða var töluvert áberandi og málflutningur Höllu Tómasdóttur í þeim efnum lagði með öðru grunn að hennar glæsilega sigri. Með hana sem forseta, Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup og nú nýja ríkisstjórn leidda af öflugum konum einnig, má segja að Ísland sé komið með einvalalið til forystu sem getur sett friðarumræðu á dagskrá. Með okkar hefð að leysa deilur með orðum, með kvenlegu innsæi, jarðbundinni rökhyggju, hlýju og mildi á forsendum lífs en ekki dauða, trúi ég að Ísland geti verið það afl sem þoka má heiminum í átt til friðar. Stjórnvöld ættu nú þegar að hafa forgöngu um að setja á fót nýja friðarstofnun/skóla undir SÞ sem yrði á Íslandi. Með tvíþætt hlutverk, annars vegar að stunda fræðslu og rannsóknir, hins vegar að leiða friðarviðræður milli stríðandi aðila í heiminum. Til hennar gæti ungt fólk úr stjórnmálum frá öllum löndum heims komið til tímabundins náms, fengið þar fræðslu um samskipti þjóða og leiðir til friðsællar sambúðar. Það myndaði tengsl sem yrðu með tímanum að neti milli fóks um allan heim, fólks sem yrði í framtíðinni mögulega í ráðandi stöðum í sínum löndum. Við eigum mörg gömul menntasetur sem henta vel fyrir slíka starfsemi, sem hafa ýmist verið lögð af sem slík, eða eiga undir högg að sækja. Nefna má nokkur af handahófi, s.s. Eiðar, Laugar í Sælingsdal, Laugar í S-Þing, Laugarvatn og Bifröst. Á stöðum sem þessum í náttúrufegurð og kyrrð, verða stríð og rökstuðningurinn fyrir þeim fjarlægur veruleiki og auðvelt að fá innblásna sýn til friðar. Hvaða verkefni er mikilvægara en það að stuðla að friði og betri framtíð fyrir íbúa jarðar? Viljum við hafa þar hlutverki að gegna sem þjóð, viljum við sjá okkar hlutverk og möguleika til áhrifa? Eða eiga okkar stjórnvöld frekar að fylgja nágranna- og samstarfsþjóðum okkar eftir í blindni, jafnvel þó meirihluti þjóðarinnar vilji aðra nálgun og friðvænlegri? Við getum haft áhrif á þróun heimsmála og við eigum að reyna það sem við getum, með þeim ráðum sem við þekkjum og byggja á langri friðsamlegri sögu. Það eru raunar okkar beinu hagsmunir sem þjóðar að friður ríki í heiminum. Okkar tilverugrundvöllur byggist á virðingu fyrir lögum, á frjálsum alþjóðaviðskiptum, t.d. með sölu afurða okkar og frítíminn byggir orðið mikið á frjálsum ferðalögum við öruggar aðstæður. Þegar þessi heimsmynd er í bráðri hættu getum við ekki setið þegjandi hjá. Gleðilegt ár! Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun