Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 23:07 Myndin er úr safni. Getty Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. Í greinargerð lögreglu segir að síðdegis 2. desember síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri vopnaður hníf og hefði reynt að ráðast á tvo einstaklinga. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hann verið mjög æstur, hann kastað frá sér hnífnum, öskrað á lögreglumennina og gert sig líklegan til að ráðast á þá. Í kjölfarið var hann handtekinn. Hluti lýsingarinnar hefur verið afmáður úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, en annar þeirra sem maðurinn er talinn hafa ráðist á sagði að maðurinn hefði brugðist illa við einhverju. Hann hafi öskrað á þá, hótað þeim lífláti og sýnt þeim hníf. Í kjölfarið hafi hann sparkað í hurð þar sem tvímenningarnir voru staddir, kastað stein í glugga sem brotnaði fyrir vikið. Síðan hafi maðurinn sveiflað hnífnum inn um hurðina og í átt þessum tveimur, en þeim tókst á endanum að loka hurðinni. Talinn hafa tekið móður sína kverkataki Fram kemur að maðurinn sé grunaður í tíu öðrum málum. Þar á meðal er áðurnefnd meint árás gegn móður mannsins sem er sögð hafa átt sér stað 1. desember. Í því máli er hann grunaður um að hafa tekið móður sína kverkataki, haldið henni niðri og hótað henni lífláti. Maðurinn er sagður hafa játað það brot að hluta. Hann er líka grunaður um líkamsárás þar sem hann er sagður hafa kýlt mann í andlitið og slegið hann með belti. Einnig er hann grunaður um aðra líkamsárás þar sem hann er talinn hafa ráðast á tvo einstaklinga og slá annan þeirra með fægiskóflu. Einnig er hann grunaður um ítrekað ofbeldi í garð lögreglu, sem og rán, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sýni ekki iðrun né sektarkennd Haft er eftir dómkvöddum geðlækni að maðurinn hafi frá ungaaldri átt í erfiðleikum með hegðun. Og nú ræði hann þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun. Hann lýsi ofbeldisverkum án svipbrigða og útskýri að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Hann er ekki sagður hafa sektarkennd gagnvart þessum hluti. Þrátt fyrir það skilji hann vel að brotin, verði þau sönnuð, geti leitt til refsingar, en að það sé ekki truflandi í hans huga. Möguleg fangelsisvist fæli hann ekki frá þessum verkum. Að mati læknisins sýndi maðurinn merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Hegðun hans litist af vímuefnaneyslu, en erfitt sé að meta að hversu miklu leyti. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 3. desember, en það var framlengt 30. desember þangað til í lok janúar. Þá hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Í greinargerð lögreglu segir að síðdegis 2. desember síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri vopnaður hníf og hefði reynt að ráðast á tvo einstaklinga. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hann verið mjög æstur, hann kastað frá sér hnífnum, öskrað á lögreglumennina og gert sig líklegan til að ráðast á þá. Í kjölfarið var hann handtekinn. Hluti lýsingarinnar hefur verið afmáður úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, en annar þeirra sem maðurinn er talinn hafa ráðist á sagði að maðurinn hefði brugðist illa við einhverju. Hann hafi öskrað á þá, hótað þeim lífláti og sýnt þeim hníf. Í kjölfarið hafi hann sparkað í hurð þar sem tvímenningarnir voru staddir, kastað stein í glugga sem brotnaði fyrir vikið. Síðan hafi maðurinn sveiflað hnífnum inn um hurðina og í átt þessum tveimur, en þeim tókst á endanum að loka hurðinni. Talinn hafa tekið móður sína kverkataki Fram kemur að maðurinn sé grunaður í tíu öðrum málum. Þar á meðal er áðurnefnd meint árás gegn móður mannsins sem er sögð hafa átt sér stað 1. desember. Í því máli er hann grunaður um að hafa tekið móður sína kverkataki, haldið henni niðri og hótað henni lífláti. Maðurinn er sagður hafa játað það brot að hluta. Hann er líka grunaður um líkamsárás þar sem hann er sagður hafa kýlt mann í andlitið og slegið hann með belti. Einnig er hann grunaður um aðra líkamsárás þar sem hann er talinn hafa ráðast á tvo einstaklinga og slá annan þeirra með fægiskóflu. Einnig er hann grunaður um ítrekað ofbeldi í garð lögreglu, sem og rán, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sýni ekki iðrun né sektarkennd Haft er eftir dómkvöddum geðlækni að maðurinn hafi frá ungaaldri átt í erfiðleikum með hegðun. Og nú ræði hann þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun. Hann lýsi ofbeldisverkum án svipbrigða og útskýri að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Hann er ekki sagður hafa sektarkennd gagnvart þessum hluti. Þrátt fyrir það skilji hann vel að brotin, verði þau sönnuð, geti leitt til refsingar, en að það sé ekki truflandi í hans huga. Möguleg fangelsisvist fæli hann ekki frá þessum verkum. Að mati læknisins sýndi maðurinn merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Hegðun hans litist af vímuefnaneyslu, en erfitt sé að meta að hversu miklu leyti. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 3. desember, en það var framlengt 30. desember þangað til í lok janúar. Þá hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira