Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2025 15:32 Á myndunum eru Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari til vinstri en hann er stofnandi hátíðarinnar og Pan Thorarensen tónlistarmaður og stofnandi Extreme Chill til hægri. Aðsendar Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina. Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín í tíu ár. Stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari, spilaði í mörg ár með Mezzoforte. „Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna og bóka íslenskan jazz í Þýskalandi til margra ára,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar á Íslandi. „Við höfum gert þetta tvisvar áður á Íslandi, 2015 og 2016,“ segir Pan. Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason og margir fleiri. Loks tækifæri til að halda aftur á Íslandi Nær áratugur er síðan hátíðin var haldin hér síðast. Pan segir Covid til dæmis hafa haft áhrif en í millitíðinni hafi hann og aðrir þó verið að aðstoða skipuleggjendur hátíðarinnar við að finna íslenska listamenn sem hafi spilað á aðalhátíðinni í Berlín. „En okkur langaði alltaf að keyra þetta aftur í gang á Íslandi. Við fengum styrki frá Berlín núna sem gerðu okkur loksins kleift að keyra á þetta aftur,“ segir Pan. Tónleikarnir fara fram í Iðnó.Vísir/Vilhelm Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Þó svo að nafn hátíðarinnar vísi til jazz þá vísi X-ið í nafninu til fleiri tónlistarstefna. Það sé því ýmis konar raftónlist og jafnvel rokk. „Þetta er svona bland og alveg frá jazz og til experimental tónlistar og hip hops og afró. Þetta er bara bland í poka.“ Sitjandi tónleikar Hann segir tónleikana alla sitjandi og fara fram frá um klukkan 20 til 1 um nóttina. „Það verður svona kaffihúsastemning og kósý væb. Það er hægt að kaupa dagspassa og helgarpassa fyrir fram og við hurð,“ segir Pan en miðasala fer fram hér. Pan sjálfur kemur fram á hátíðinni með Þorkeli Atlasyni gítarleikara. „Við verðum með spuna í byrjun kvölds á staðnum. Eitthvað sem við ætlum að henda í gang á staðnum. Mér finnst gaman að vera í svona spuna og sjá hvað gerist. Skapa einhvern hljóðheim. Steinunn eldflaug og við líka, munum tileinka Árna Grétari flutninginn. Þetta verður falleg stund,“ segir Pan. Árni Grétar Jóhannesson tónlistarmaður var náinn vinur Pans. Hann lést á gamlársdag. Tónleikar á Íslandi Tónlist Þýskaland Reykjavík Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín í tíu ár. Stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari, spilaði í mörg ár með Mezzoforte. „Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna og bóka íslenskan jazz í Þýskalandi til margra ára,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar á Íslandi. „Við höfum gert þetta tvisvar áður á Íslandi, 2015 og 2016,“ segir Pan. Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason og margir fleiri. Loks tækifæri til að halda aftur á Íslandi Nær áratugur er síðan hátíðin var haldin hér síðast. Pan segir Covid til dæmis hafa haft áhrif en í millitíðinni hafi hann og aðrir þó verið að aðstoða skipuleggjendur hátíðarinnar við að finna íslenska listamenn sem hafi spilað á aðalhátíðinni í Berlín. „En okkur langaði alltaf að keyra þetta aftur í gang á Íslandi. Við fengum styrki frá Berlín núna sem gerðu okkur loksins kleift að keyra á þetta aftur,“ segir Pan. Tónleikarnir fara fram í Iðnó.Vísir/Vilhelm Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Þó svo að nafn hátíðarinnar vísi til jazz þá vísi X-ið í nafninu til fleiri tónlistarstefna. Það sé því ýmis konar raftónlist og jafnvel rokk. „Þetta er svona bland og alveg frá jazz og til experimental tónlistar og hip hops og afró. Þetta er bara bland í poka.“ Sitjandi tónleikar Hann segir tónleikana alla sitjandi og fara fram frá um klukkan 20 til 1 um nóttina. „Það verður svona kaffihúsastemning og kósý væb. Það er hægt að kaupa dagspassa og helgarpassa fyrir fram og við hurð,“ segir Pan en miðasala fer fram hér. Pan sjálfur kemur fram á hátíðinni með Þorkeli Atlasyni gítarleikara. „Við verðum með spuna í byrjun kvölds á staðnum. Eitthvað sem við ætlum að henda í gang á staðnum. Mér finnst gaman að vera í svona spuna og sjá hvað gerist. Skapa einhvern hljóðheim. Steinunn eldflaug og við líka, munum tileinka Árna Grétari flutninginn. Þetta verður falleg stund,“ segir Pan. Árni Grétar Jóhannesson tónlistarmaður var náinn vinur Pans. Hann lést á gamlársdag.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Þýskaland Reykjavík Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira