Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2026 14:01 Haldin var keppni milli dróttskáta (13-15 ára) um hvaða lið gæti slitið bandið fyrst með eldi. Skátasamband Reykjavíkur Vetrarmót Reykjavíkurskáta var haldið í tíunda sinn um helgina í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni þar sem 120 skátar úr Reykjavík taka þátt í fjölbreyttri skátadagskrá. Fimm skátafélög sendu fulltrúa í ár. Það voru Árbúar, Vogabúar, Landnemar, Ægisbúar og Skjöldungar. Sjálfboðaliðarnir voru af öllum aldri en þeir yngstu voru 17 ára og þeir elstu á sjötugsaldri. Markmið með mótinu er að kenna ungum skátum á að takast á við fjölbreyttar áskoranir að vetrarlagi og að efla samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík. Þema helgarinnar var Ólympíuleikarnir og var keppt í alls kyns skátaþrautum eins og að klifra upp klifurturn, bogfimi og hvaða flokkur er fljótastur að kveikja bál. Hópurinn sem kom saman á mótinu. Skátasamband Reykjavíkur Vetrarmótið er skipulagt í sameiningu af öllum skátafélögunum úr Reykjavík og er fastur liður í skátastarfinu í Reykjavík. „Vetrarmótið er alltaf haldið árlega í lok janúar til að efla samskipti félaganna sem eru í Reykjavík og til að gefa skátum tækifæri á að upplifa ævintýri um hávetur og geta lært alls konar hluti tengda honum. Þetta er í 10. skipti sem það er haldið. Nú var þema mótsins Ólympíuleikar og voru haldnar margvíslegar keppnir um hvaða hópur væri t.d. bestur í klifri og meira,“ segir Daníel Þröstur Pálsson, ritari Skátasambands Reykjavíkur (SSR) og sveitaforingi Rs. Sela og frá Árbúum, í samtali við Vísi. Það þarf líka að borða.Skátasamband Reykjavíkur Skiptast á að fylgjast með kamínuninni í tjaldinu Hann segir þátttakendur hafa fengið ýmis tækifæri til útivistar og til dæmis hafi um 30 manns gist í tjaldi á mótinu. „Helsti munurinn á því að tjalda um veturinna miðað við sumrin er að tjöldin sem notuð eru á veturna eru með svokallaðri kamínu sem er í raun bara eldur í miðju tjaldinu. Það þarf alltaf einhver að vera vakandi um nóttina til að passa að eldurinn sé gangandi og að hann dreifist ekki úr sér. Þannig það skapast alltaf mikið kapp um að fá að vakta kamínuna fyrst eða síðast svo maður geti sofið sem mest,“ segir Daníel. Þátttakendur elda á eldi. Skátasamband Reykjavikur Einu sinni hafi hann þurft að vakna sjálfur klukkan þrjú til að vakta kamínuna. „Ég mæli ekki með því. En fyrir þá sem ákvæða að nota venjulegt tjald þá skiptir mestu máli að taka með góða lopapeysu til að sofa í um nóttina og gott föðurland.“ Þátttakendur á mótinu. Skátasamband Reykjavíkur Það var hægt að æfa klifur. Skátasamband Reykjavíkur Skátar Börn og uppeldi Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Markmið með mótinu er að kenna ungum skátum á að takast á við fjölbreyttar áskoranir að vetrarlagi og að efla samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík. Þema helgarinnar var Ólympíuleikarnir og var keppt í alls kyns skátaþrautum eins og að klifra upp klifurturn, bogfimi og hvaða flokkur er fljótastur að kveikja bál. Hópurinn sem kom saman á mótinu. Skátasamband Reykjavíkur Vetrarmótið er skipulagt í sameiningu af öllum skátafélögunum úr Reykjavík og er fastur liður í skátastarfinu í Reykjavík. „Vetrarmótið er alltaf haldið árlega í lok janúar til að efla samskipti félaganna sem eru í Reykjavík og til að gefa skátum tækifæri á að upplifa ævintýri um hávetur og geta lært alls konar hluti tengda honum. Þetta er í 10. skipti sem það er haldið. Nú var þema mótsins Ólympíuleikar og voru haldnar margvíslegar keppnir um hvaða hópur væri t.d. bestur í klifri og meira,“ segir Daníel Þröstur Pálsson, ritari Skátasambands Reykjavíkur (SSR) og sveitaforingi Rs. Sela og frá Árbúum, í samtali við Vísi. Það þarf líka að borða.Skátasamband Reykjavíkur Skiptast á að fylgjast með kamínuninni í tjaldinu Hann segir þátttakendur hafa fengið ýmis tækifæri til útivistar og til dæmis hafi um 30 manns gist í tjaldi á mótinu. „Helsti munurinn á því að tjalda um veturinna miðað við sumrin er að tjöldin sem notuð eru á veturna eru með svokallaðri kamínu sem er í raun bara eldur í miðju tjaldinu. Það þarf alltaf einhver að vera vakandi um nóttina til að passa að eldurinn sé gangandi og að hann dreifist ekki úr sér. Þannig það skapast alltaf mikið kapp um að fá að vakta kamínuna fyrst eða síðast svo maður geti sofið sem mest,“ segir Daníel. Þátttakendur elda á eldi. Skátasamband Reykjavikur Einu sinni hafi hann þurft að vakna sjálfur klukkan þrjú til að vakta kamínuna. „Ég mæli ekki með því. En fyrir þá sem ákvæða að nota venjulegt tjald þá skiptir mestu máli að taka með góða lopapeysu til að sofa í um nóttina og gott föðurland.“ Þátttakendur á mótinu. Skátasamband Reykjavíkur Það var hægt að æfa klifur. Skátasamband Reykjavíkur
Skátar Börn og uppeldi Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“