Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2025 21:30 Pia Hansson segir tal Donalds Trumps um mögulega yfirtöku á Grænlandi marglaga. Getty/Stöð 2 Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna, undir komandi stjórn Trumps, á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan danska konungsveldisins. Í fyrradag var greint frá Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna. Síðan bætti Trump sjálfur gráu ofan á svart í gær þegar hann sagðist ekki útiloka að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Pia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að með þessu sé Trump bæði að hugsa um öryggi Bandaríkjanna, en meira liggi líka að baki. „Það má í rauninni segja að það séu nokkrar hliðar á þessu máli. Eitt er það að sannarlega er hann að hugsa um öryggi síns lands, og hversu langt það svæði á að ná þannig að þeim líði vel með sitt öryggi. En auðvitað eru á bak við þetta eru síðan auðlindir og annað sem Grænland hefur yfir að búa. Þannig við getum ekki litið fram hjá því að það er yfirleitt eitthvað annað á bak við þegar svona yfirlýsingar koma.“ Trump hefur líka verið að ræða yfirtöku á Panama-skurðinum. Á blaðamannafundi í gær sagði hann mikilvægt fyrir öryggi Bandaríkjanna að ná honum aftur þar sem Kínverjar stjórni honum í raun og veru í dag. Pia sagði að mögulega spili deilan við Kína líka inn í hugmyndina um yfirtöku á Grænlandi. „Bandaríkin hafa verið í miklum átökum við Kína lengi. Það er eitthvað sem við heyrum, og orðræðan er mjög sterk hvað það varðar. Auðvitað kann það líka að spila inn í myndina, sem við svo sannarlega vitum að eru til staðar á Grænlandi,“ sagði Pia. „Orðræðan sem hann notar er mjög sérstök. Að við séum að tala um landvinninga með þessum hætti er alveg merkilegt.“ Hversu líklegt er í raun að hann láti verða af þessu? „Ég held að það sé fjarska ólíklegt. En síðan þurfum við að passa að taka alvarlega það sem sagt er, og rýna bakvið orðin og gera okkur grein fyrir því að það er ýmislegt sem verður til þess að svona orðræða viðhefst og verður normalíseruð,“ sagði Pia. „Hvað er að gerast í þessari orðræðu? Að við séum í dag að tala um hluti eins og að Bandaríkin ætli sér jafnvel að taka Grænland yfir með hervaldi. Þetta er í rauninni algjörlega fjarstæðukennt.“ Þá benti Pia á að samskipti Grænlands og Danmerkur hafi verið á viðkæmu stigi undanfarið. „Þegar Trump blandast inn í það mál er spurning hvernig úr spilast.“ Grænland Bandaríkin Danmörk Utanríkismál Donald Trump Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna, undir komandi stjórn Trumps, á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan danska konungsveldisins. Í fyrradag var greint frá Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna. Síðan bætti Trump sjálfur gráu ofan á svart í gær þegar hann sagðist ekki útiloka að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Pia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að með þessu sé Trump bæði að hugsa um öryggi Bandaríkjanna, en meira liggi líka að baki. „Það má í rauninni segja að það séu nokkrar hliðar á þessu máli. Eitt er það að sannarlega er hann að hugsa um öryggi síns lands, og hversu langt það svæði á að ná þannig að þeim líði vel með sitt öryggi. En auðvitað eru á bak við þetta eru síðan auðlindir og annað sem Grænland hefur yfir að búa. Þannig við getum ekki litið fram hjá því að það er yfirleitt eitthvað annað á bak við þegar svona yfirlýsingar koma.“ Trump hefur líka verið að ræða yfirtöku á Panama-skurðinum. Á blaðamannafundi í gær sagði hann mikilvægt fyrir öryggi Bandaríkjanna að ná honum aftur þar sem Kínverjar stjórni honum í raun og veru í dag. Pia sagði að mögulega spili deilan við Kína líka inn í hugmyndina um yfirtöku á Grænlandi. „Bandaríkin hafa verið í miklum átökum við Kína lengi. Það er eitthvað sem við heyrum, og orðræðan er mjög sterk hvað það varðar. Auðvitað kann það líka að spila inn í myndina, sem við svo sannarlega vitum að eru til staðar á Grænlandi,“ sagði Pia. „Orðræðan sem hann notar er mjög sérstök. Að við séum að tala um landvinninga með þessum hætti er alveg merkilegt.“ Hversu líklegt er í raun að hann láti verða af þessu? „Ég held að það sé fjarska ólíklegt. En síðan þurfum við að passa að taka alvarlega það sem sagt er, og rýna bakvið orðin og gera okkur grein fyrir því að það er ýmislegt sem verður til þess að svona orðræða viðhefst og verður normalíseruð,“ sagði Pia. „Hvað er að gerast í þessari orðræðu? Að við séum í dag að tala um hluti eins og að Bandaríkin ætli sér jafnvel að taka Grænland yfir með hervaldi. Þetta er í rauninni algjörlega fjarstæðukennt.“ Þá benti Pia á að samskipti Grænlands og Danmerkur hafi verið á viðkæmu stigi undanfarið. „Þegar Trump blandast inn í það mál er spurning hvernig úr spilast.“
Grænland Bandaríkin Danmörk Utanríkismál Donald Trump Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira