Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 15:50 Slökkviliðsmaður að störfum í Palisades. AP/Ethan Swope Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. Gróðureldar af þessu tagi þykja sjaldgæfir í Kaliforníu í janúar og er þetta talið í þriðja sinn sem eldar af þessari stærðargráðu kvikna á þessu tímabili. Þegar mest hefur verið hafa vindhviður á svæðinu náð í 44 metra á sekúndu, samkvæmt fréttum LA Times og hefur það leitt til þess að eldarnir hafa stækkað mjög. Að minnsta kosti tveir eru látnir. Mörg hús eru sögð hafa orðið eldunum að bráð og hafa tugir þúsunda þurft að flýja heimili sín og margir fótgangandi. Skólum hefur verið lokað og AP fréttaveitan segir rúmlega 180 þúsund manns án rafmagns vegna eldanna. Einn eldurinn er sagður fara hratt um hverfi sem kallast Palisades en hljómsveitin Beach Boys gerði það frægt á árum áður. Þaðan hafa frægt fólk eins og Mark Hammill, Mandy Moore og James Woods þurft að flýja heimili sín. This is what’s left of the Pacific Palisades. The mall survived. Most everything else is gone. Homes, apartment complexes… businesses. pic.twitter.com/Vfz721V48J— Jonathan Vigliotti 🐋 (@JonVigliotti) January 8, 2025 Samkvæmt gögnum frá CalFire, heldur utan um skógarelda í Kaliforníu, eru eldarnir fjórir stjórnlausir. Yfirleitt má sjá gögn um það hve stórum hluta eldanna slökkviliðsmenn hafa náð tökum á en að svo stöddu eru þetta hlutfall núll prósent þegar kemur að öllum eldunum. Eftir að fréttin var birt var tölfræðinni varðandi fimmta eldinn breytt. Slökkviliðsmenn áttu að hafa náð fullum tökum á honum en þeir eru nú sagðir hafa misst stjórn á honum. Á vef CalFire má einnig sjá kort af eldunum. Kort af eldunum í Los Angeles.CalFire Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Eldtímabilið svokallaða í Kaliforínu hefur orðið sífellt lengra á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Gróðureldar af þessu tagi þykja sjaldgæfir í Kaliforníu í janúar og er þetta talið í þriðja sinn sem eldar af þessari stærðargráðu kvikna á þessu tímabili. Þegar mest hefur verið hafa vindhviður á svæðinu náð í 44 metra á sekúndu, samkvæmt fréttum LA Times og hefur það leitt til þess að eldarnir hafa stækkað mjög. Að minnsta kosti tveir eru látnir. Mörg hús eru sögð hafa orðið eldunum að bráð og hafa tugir þúsunda þurft að flýja heimili sín og margir fótgangandi. Skólum hefur verið lokað og AP fréttaveitan segir rúmlega 180 þúsund manns án rafmagns vegna eldanna. Einn eldurinn er sagður fara hratt um hverfi sem kallast Palisades en hljómsveitin Beach Boys gerði það frægt á árum áður. Þaðan hafa frægt fólk eins og Mark Hammill, Mandy Moore og James Woods þurft að flýja heimili sín. This is what’s left of the Pacific Palisades. The mall survived. Most everything else is gone. Homes, apartment complexes… businesses. pic.twitter.com/Vfz721V48J— Jonathan Vigliotti 🐋 (@JonVigliotti) January 8, 2025 Samkvæmt gögnum frá CalFire, heldur utan um skógarelda í Kaliforníu, eru eldarnir fjórir stjórnlausir. Yfirleitt má sjá gögn um það hve stórum hluta eldanna slökkviliðsmenn hafa náð tökum á en að svo stöddu eru þetta hlutfall núll prósent þegar kemur að öllum eldunum. Eftir að fréttin var birt var tölfræðinni varðandi fimmta eldinn breytt. Slökkviliðsmenn áttu að hafa náð fullum tökum á honum en þeir eru nú sagðir hafa misst stjórn á honum. Á vef CalFire má einnig sjá kort af eldunum. Kort af eldunum í Los Angeles.CalFire Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Eldtímabilið svokallaða í Kaliforínu hefur orðið sífellt lengra á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira