Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 08:47 Þegar mest lét voru um 800 fangar í Guantánamo. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi. Fangaflutningurinn fór fram snemma í gærmorgun en fangarnir eru allir frá Jemen, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir voru fluttir til Óman þar sem ástandið í Jemen þykir of óstöðugt vegna áralangs borgarastríðs sem þar geisar. Bandarísk stjórnvöld þökkuðu stjórnvöldum í Óman fyrir að taka þátt í því verkefni að fækka föngum í Guantánamo á „ábyrgan“ hátt. Til stendur að loka fangelsinu á endanum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Bandaríkjastjórnar í Guantánamo. Þangað sendi hún erlenda vígamenn sem voru teknir höndum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Þar var þeim haldið árum og áratugum saman án ákæru. Þegar mest lét voru um 800 fangar í fangelsinu sem er hluti af sjóherstöð Bandaríkjanna á suðaustanverðri Kúbu. Barack Obama, þáverandi forseti, vildi loka fangelsinu sem hann taldi stríða gegn grunngildum Bandaríkjanna en mætti andstöðu Bandaríkjaþings. Donald Trump stöðvaði aðgerðir til þess að fækka föngum í Guantánamo í fyrri forsetatíð sinni. Hann sagðist telja það veikja ímynd Bandaríkjanna að loka fangelsinu eða sleppa föngunum. Joe Biden, fráfarandi forseti, tók aftur upp þráðinn og hefur grynnkað á fjöldanum sem er vistaður í fangelsinu. Bandaríkin Kúba Óman Mannréttindi Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fangaflutningurinn fór fram snemma í gærmorgun en fangarnir eru allir frá Jemen, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir voru fluttir til Óman þar sem ástandið í Jemen þykir of óstöðugt vegna áralangs borgarastríðs sem þar geisar. Bandarísk stjórnvöld þökkuðu stjórnvöldum í Óman fyrir að taka þátt í því verkefni að fækka föngum í Guantánamo á „ábyrgan“ hátt. Til stendur að loka fangelsinu á endanum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Bandaríkjastjórnar í Guantánamo. Þangað sendi hún erlenda vígamenn sem voru teknir höndum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Þar var þeim haldið árum og áratugum saman án ákæru. Þegar mest lét voru um 800 fangar í fangelsinu sem er hluti af sjóherstöð Bandaríkjanna á suðaustanverðri Kúbu. Barack Obama, þáverandi forseti, vildi loka fangelsinu sem hann taldi stríða gegn grunngildum Bandaríkjanna en mætti andstöðu Bandaríkjaþings. Donald Trump stöðvaði aðgerðir til þess að fækka föngum í Guantánamo í fyrri forsetatíð sinni. Hann sagðist telja það veikja ímynd Bandaríkjanna að loka fangelsinu eða sleppa föngunum. Joe Biden, fráfarandi forseti, tók aftur upp þráðinn og hefur grynnkað á fjöldanum sem er vistaður í fangelsinu.
Bandaríkin Kúba Óman Mannréttindi Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira