Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2025 06:54 Nær allir íbúar Gasa eru nú á vergangi, eftir margra mánaða árásir sem hafa valdið gríðarlegu tjóni. Getty/Anadolu/Moiz Salhi Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær nokkuð vongóður um að vopnahléssamkomulag myndi nást á milli Ísraelsmanna og Hamas, ef ekki á næstu tveimur vikum þá fljótlega eftir það. Viðræður hófust á ný í Katar á sunnudag en fregnir hafa borist af því að Hamas hafi látið samningamönnum í té lista yfir 34 gísla sem samtökin gætu hugsað sér að láta lausa í fyrsta fasa fangaskipta. Samkvæmt forsætisráðuneyti Benjamin Netanyahu er um að ræða sama lista og Hamas lögðu fram síðasta sumar. Hamas liðar segja um að ræða börn, konur, eldra fólk og særða en Ísraelsmenn hafa bent á að ekki hafi verið staðfest að allir á listanum séu í raun á lífi. Af þeim tæplega hundrað sem enn eru í haldi eftir árásir Hamasliða á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023 áætla yfirvöld í Ísrael að um það bil þriðjungur sé látinn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við AFP að samtökin þyrftu að fá að minnsta kosti viku „frið“ á Gasa til að ná saman upplýsingum um nákvæmlega staðsetningu gíslanna og eiga samskipti við fangara þeirra um ástand þeirra. Þrátt fyrir að viðræður þyki ganga betur nú en oft áður héldu Ísraelar árásum sínum áfram um helgina og segja yfirvöld á Gasa um hundrað hafa látist um helgina. Ástandið á svæðinu versnar enn vegna kulda og flóða en sjö ungabörn eru sögð hafa látist sökum ofkælingar á síðustu vikum. Ísraelska dagblaðið Haaretz greini frá því í gær að yfirvöld væru bjartsýn á að samkomulag gæti náðst um vopnahlé á næstu dögum en þess ber að geta að aðilar hafa nokkrum sinnum sagt ljós við enda ganganna án þess að úr rættist. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Viðræður hófust á ný í Katar á sunnudag en fregnir hafa borist af því að Hamas hafi látið samningamönnum í té lista yfir 34 gísla sem samtökin gætu hugsað sér að láta lausa í fyrsta fasa fangaskipta. Samkvæmt forsætisráðuneyti Benjamin Netanyahu er um að ræða sama lista og Hamas lögðu fram síðasta sumar. Hamas liðar segja um að ræða börn, konur, eldra fólk og særða en Ísraelsmenn hafa bent á að ekki hafi verið staðfest að allir á listanum séu í raun á lífi. Af þeim tæplega hundrað sem enn eru í haldi eftir árásir Hamasliða á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023 áætla yfirvöld í Ísrael að um það bil þriðjungur sé látinn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við AFP að samtökin þyrftu að fá að minnsta kosti viku „frið“ á Gasa til að ná saman upplýsingum um nákvæmlega staðsetningu gíslanna og eiga samskipti við fangara þeirra um ástand þeirra. Þrátt fyrir að viðræður þyki ganga betur nú en oft áður héldu Ísraelar árásum sínum áfram um helgina og segja yfirvöld á Gasa um hundrað hafa látist um helgina. Ástandið á svæðinu versnar enn vegna kulda og flóða en sjö ungabörn eru sögð hafa látist sökum ofkælingar á síðustu vikum. Ísraelska dagblaðið Haaretz greini frá því í gær að yfirvöld væru bjartsýn á að samkomulag gæti náðst um vopnahlé á næstu dögum en þess ber að geta að aðilar hafa nokkrum sinnum sagt ljós við enda ganganna án þess að úr rættist.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira