Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 15:21 Jón Gunnarsson segir Bjarna Benediktsson hafa verið afburðastjórnmálamann. Þeir hafi átt langt og farsælt samstarf á þingi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, mun taka sæti á Alþingi, þar sem ljóst er orðið að Bjarni Benediktsson afsala sér þingmennsku þegar þing kemur saman. Hann segist ekki hafa leitt hugann að formannsframboði en útilokar ekkert. Þetta staðfestir Jón í samtali við fréttastofu. Hann segir tilefnið skyggja á þá staðreynd að hann sé á leið inn á þing. „Bjarni hefur náttúrulega verið yfirburðamaður í íslenskum stjórnmálum um langt skeið. Við eigum saman tæplega 18 ára feril á þingi og höfum átt náið samstarf. Það skyggir á að hann skuli vera að hverfa af vettvangi, og verða mikil tímamót bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og íslenska pólitík.“ Var tilbúinn ef kallið kæmi Jón var í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember, en flokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing í kjördæminu. Jón var því fyrsti varaþingmaður flokksins í Kraganum. Hann segist hafa verið tilbúinn að takast á þær skyldur að koma inn á þing, frá því úrslitin urðu ljós. Þeim skyldum muni hann ekki bregðast. „Ég mun koma inn á þing núna, fyrst [Bjarni] tekur þessa ákvörðun.“ Útilokar ekkert Ljóst er að Sjálfstæðismenn munu velja sér nýjan formann á komandi landsfundi, sem fyrirhugaður er í febrúar. Hefur þú eitthvað íhugað að sækjast eftir embætti formanns? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef í sjálfu sér ekkert verið að velta því fyrir mér. Þetta ber svolítið brátt að allt saman, og verður bara að koma í ljós hvernig fer með landsfund og nýja forystu í flokknum.“ En þú útilokar það ekki? „Útilokar það einhver í stjórnmálum, að takast á við svona ábyrgð? Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem ég hef ekki leitt hugann að.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Suðvesturkjördæmi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Þetta staðfestir Jón í samtali við fréttastofu. Hann segir tilefnið skyggja á þá staðreynd að hann sé á leið inn á þing. „Bjarni hefur náttúrulega verið yfirburðamaður í íslenskum stjórnmálum um langt skeið. Við eigum saman tæplega 18 ára feril á þingi og höfum átt náið samstarf. Það skyggir á að hann skuli vera að hverfa af vettvangi, og verða mikil tímamót bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og íslenska pólitík.“ Var tilbúinn ef kallið kæmi Jón var í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember, en flokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing í kjördæminu. Jón var því fyrsti varaþingmaður flokksins í Kraganum. Hann segist hafa verið tilbúinn að takast á þær skyldur að koma inn á þing, frá því úrslitin urðu ljós. Þeim skyldum muni hann ekki bregðast. „Ég mun koma inn á þing núna, fyrst [Bjarni] tekur þessa ákvörðun.“ Útilokar ekkert Ljóst er að Sjálfstæðismenn munu velja sér nýjan formann á komandi landsfundi, sem fyrirhugaður er í febrúar. Hefur þú eitthvað íhugað að sækjast eftir embætti formanns? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef í sjálfu sér ekkert verið að velta því fyrir mér. Þetta ber svolítið brátt að allt saman, og verður bara að koma í ljós hvernig fer með landsfund og nýja forystu í flokknum.“ En þú útilokar það ekki? „Útilokar það einhver í stjórnmálum, að takast á við svona ábyrgð? Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem ég hef ekki leitt hugann að.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Suðvesturkjördæmi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39