Mikið álag vegna inflúensu Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 20:00 Matthildur Víðisdóttir er fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Hilmir Inflúensusmit valda miklu álagi í heilbrigðiskerfinu þessa dagana. Fagstjóri hjá heilsugæslunni hvetur fólk til að halda sig heima til að smita ekki aðra og valda frekara álagi. Helmingi fleiri greindust með inflúensusmit í síðustu viku en vikuna þar á undan. Inflúensa var algengasta ástæða einangrunar vegna öndunarfæraveira á Landspítalanum og 22 voru inniliggjandi vegna hennar. Sóttvarnalæknir hefur varað við áframhaldandi fjölgun inflúensusmita á næstu vikum. RS-veiran er enn til vandræða og greindust sjötíu manns með hana í sömu viku, flestir yngri en eins árs. Mikið álag hefur verið á heilsugæsluna vegna þessa segir Matthildur Víðisdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í raun og veru fundum við fyrir því strax í desember. Þetta hefur svo farið hægt vaxandi og undanfarna viku eða tvær verið sérstaklega mikið álag. Mjög mikið um veikindi í samfélaginu og þar af leiðindi mjög mikið álag á okkur, heilsugæslur og bráðamóttökur,“ segir Matthildur. Róðurinn þyngist alla jafna hjá heilbrigðisstarfsfólki á þessum árstíma. Þá þarf fólk að fara varlega smitist það af flensu. „Það er svolítil óþolinmæði þegar fólk er að veikjast, eðlilega. Fólk vill ekki eyða tíma í einhverja pest en þetta tekur bara tíma. Fólk þarf að vera þolinmótt. Þetta getur tekið fimm, sjö, alveg upp í tíu daga eða tvær vikur að jafna sig af svona slæmri pest,“ segir Matthildur. Þannig bara taka því rólega og leyfa þessu að ganga yfir? „Algjörlega. Taka því rólega, vera heima, halda sér til hlés, fara vel með sig, taka verkjalyf og hitalækkandi. Þessi klassísku ráð,“ segir Matthildur. Veikir mæti ekki beint til læknis. „Ég hvet fólk eindregið til að hafa fyrst samband í síma 1700 og við getum alltaf leiðbeint fólki um næstu skref og hvert er best að leita,“ segir Matthildur. Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Helmingi fleiri greindust með inflúensusmit í síðustu viku en vikuna þar á undan. Inflúensa var algengasta ástæða einangrunar vegna öndunarfæraveira á Landspítalanum og 22 voru inniliggjandi vegna hennar. Sóttvarnalæknir hefur varað við áframhaldandi fjölgun inflúensusmita á næstu vikum. RS-veiran er enn til vandræða og greindust sjötíu manns með hana í sömu viku, flestir yngri en eins árs. Mikið álag hefur verið á heilsugæsluna vegna þessa segir Matthildur Víðisdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í raun og veru fundum við fyrir því strax í desember. Þetta hefur svo farið hægt vaxandi og undanfarna viku eða tvær verið sérstaklega mikið álag. Mjög mikið um veikindi í samfélaginu og þar af leiðindi mjög mikið álag á okkur, heilsugæslur og bráðamóttökur,“ segir Matthildur. Róðurinn þyngist alla jafna hjá heilbrigðisstarfsfólki á þessum árstíma. Þá þarf fólk að fara varlega smitist það af flensu. „Það er svolítil óþolinmæði þegar fólk er að veikjast, eðlilega. Fólk vill ekki eyða tíma í einhverja pest en þetta tekur bara tíma. Fólk þarf að vera þolinmótt. Þetta getur tekið fimm, sjö, alveg upp í tíu daga eða tvær vikur að jafna sig af svona slæmri pest,“ segir Matthildur. Þannig bara taka því rólega og leyfa þessu að ganga yfir? „Algjörlega. Taka því rólega, vera heima, halda sér til hlés, fara vel með sig, taka verkjalyf og hitalækkandi. Þessi klassísku ráð,“ segir Matthildur. Veikir mæti ekki beint til læknis. „Ég hvet fólk eindregið til að hafa fyrst samband í síma 1700 og við getum alltaf leiðbeint fólki um næstu skref og hvert er best að leita,“ segir Matthildur.
Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira