Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 19:22 Í umfjöllun TMZ er að finna miður fallegar lýsingar á framferði Minaj í garð starfsmanns síns. Hún segir þær þó ekki réttar. Jamie McCarthy/Getty Maður að nafni Brandon Garrett hyggst höfða mál á hendur rapparanum og söngkonunni Nicki Minaj vegna meintrar líkamsárásar liðið vor. Lögmaður stórstjörnunnar segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Það er slúðurmiðillinn TMZ sem greinir frá málinu, og greinir frá því að Garrett, sem segist hafa starfað sem umboðsmaður Minaj í apríl á síðasta ári, hafi þegar lagt fram málshöfðun á hendur henni. Ástæðan sé sú að Minaj hafi reiðst Garrett vegna starfa hans, ausið yfir hann fúkyrðum og loks slegið hann í höfuðið með opnum lófa, með þeim afleiðingum að hann kastaðist til baka og missti hattinn sinn. Sakarefnið líkamsárás og tilfinningalegt uppnám Í kjölfarið hafi öryggisteymi Minaj umkringt Garrett, áður en hún sló hann í höndina þannig að skjöl sem hann hélt á féllu til jarðar. Að svo búnu hafi Minaj gargað og gólað skipanir um að Garrett ætti að „drulla sér út“. Samkvæmt TMZ hefur Garrett höfðað mál á hendur Minaj og krafist bóta fyrir líkamsárás, og að hafa vísvitandi komið honum í tilfinningalegt uppnám. Segir ásakanirnar byggðar á sandi Í upphaflegri frétt TMZ kom fram að engin svör hefðu fengist fré teymi Minaj við fyrirspurnum miðilsins. Fréttin hefur nú verið uppfærð, eftir að Judd Burstein, lögmaður Minaj, tjáði sig um málið. „Sem stendur hefur engin kæra verið lögð fram á hendur frú Petty (raunverulegt eftirnafn Minaj), og af þeim sökum könnumst við ekki við hinar umræddu ásakanir. Ef kæran er með þeim hætti sem TMZ fjallar um er hún hins vegar með öllu röng og ástæðulaus. Við erum fullviss um að þetta mál, lagt fram af fyrrverandi aðstoðarmanni, verði leyst greiðlega, Petty í vil.“ Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Það er slúðurmiðillinn TMZ sem greinir frá málinu, og greinir frá því að Garrett, sem segist hafa starfað sem umboðsmaður Minaj í apríl á síðasta ári, hafi þegar lagt fram málshöfðun á hendur henni. Ástæðan sé sú að Minaj hafi reiðst Garrett vegna starfa hans, ausið yfir hann fúkyrðum og loks slegið hann í höfuðið með opnum lófa, með þeim afleiðingum að hann kastaðist til baka og missti hattinn sinn. Sakarefnið líkamsárás og tilfinningalegt uppnám Í kjölfarið hafi öryggisteymi Minaj umkringt Garrett, áður en hún sló hann í höndina þannig að skjöl sem hann hélt á féllu til jarðar. Að svo búnu hafi Minaj gargað og gólað skipanir um að Garrett ætti að „drulla sér út“. Samkvæmt TMZ hefur Garrett höfðað mál á hendur Minaj og krafist bóta fyrir líkamsárás, og að hafa vísvitandi komið honum í tilfinningalegt uppnám. Segir ásakanirnar byggðar á sandi Í upphaflegri frétt TMZ kom fram að engin svör hefðu fengist fré teymi Minaj við fyrirspurnum miðilsins. Fréttin hefur nú verið uppfærð, eftir að Judd Burstein, lögmaður Minaj, tjáði sig um málið. „Sem stendur hefur engin kæra verið lögð fram á hendur frú Petty (raunverulegt eftirnafn Minaj), og af þeim sökum könnumst við ekki við hinar umræddu ásakanir. Ef kæran er með þeim hætti sem TMZ fjallar um er hún hins vegar með öllu röng og ástæðulaus. Við erum fullviss um að þetta mál, lagt fram af fyrrverandi aðstoðarmanni, verði leyst greiðlega, Petty í vil.“
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira